Fréttablaðið - 13.07.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.07.2015, Blaðsíða 8
13. júlí 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Fáðu gust úr vandaðri Honeywell viftu Gæða viftur - margar gerðir 242.743 Íslendingar voru skráðir í Þjóðkirkjuna í byrjun árs 2015. 18.458 manns voru skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga á sama tíma. FORNMINJAR „Ástandið er slæmt, það verður bara að segjast eins og er,“ segir Eyþór Eðvarðsson, for- maður Fornminjafélags Súganda- fjarðar. Mikið sjávarrof á sér stað víðs vegar um landið þar sem gamlar fornminjar er að finna. Margar þessara fornminja eru frá land- námsöld og hafa lítið verið rann- sakaðar. Á Gufuskálum á Snæfells- nesi hafa merkilegar fornminjar eyðilagst í sjávarrofi en björg- unar uppgröftur hefur átt sér stað á svæðinu undanfarin ár. „Svo eru mikil verðmæti til dæmis í moldinni þarna,“ segir Eyþór. „Hún er mikilvægur part- ur af þessu. Til dæmis á Gufu- skálum erum við með átta metra háan jarðvistarhaug. Sem er bara einstakt. Það er þar sem menn eru að finna skartgripi frá fólki á land- námsöld. Þessar minjar eru nú í hættu,“ segir hann. „ M aðu r er að koma á staði eins og Sæból í Önundarfirði sem er nefnt í Landnámu, einn af þessum stóru stöðum, og þar er rofið orðið það mikið að það eru eitt til þrjú tonn af torfum fallin niður og maður horfir inn í rofsárið og sér bein, steinahleðslur og mannvistar- leifar sem eru ábyggilega þúsund ára gamlar.“ Hann segir að leita þurfi allra leiða til að varðveita minjarnar. Fólk hafi áhuga á málefninu en átti sig kannski ekki á því hve mikil hætta steðjar að minjunum. „Það sem þarf að gera er ná böndum utan um þetta, við vitum hreinlega ekki hvað eru margar svona minjar við Ísland. Þetta er meira og minna órannsakað. Það sem Skotar hafa til dæmis gert er að hugsa aðeins út fyrir kass- ann en þeir eru byrjaðir að færa minjar sem eru við sjávarsíðuna og eru búnir að koma upp vakt- kerfi í kringum landið sem í er bara áhugafólk. Ef þetta væri á Íslandi gæti til dæmis hver fjörður passað upp á sínar minjar,“ segir Eyþór. Hann segir að þó að áhugafólk geti gert mikið til að passa upp á fornminjar þurfi að verja meira fjármagni til varðveislu þeirra. „Það bara vantar peninga. Það eru um 30 milljónir sem ríkið ver til fornleifarannsókna á ári, sem er allt of lítið.“ stefanrafn@frettabladid.is Ágangur sjávar ógn- ar landnámsminjum Fjöldi fornminja og gamalla verbúða víða um land liggur undir skemmdum vegna sjávarrofs. Sjávarrof hefur eyðilagt minjar við Gufuskála þar sem björgunarupp- gröftur á sér stað. Margar minjanna eru allt frá landnámsöld. SÆBÓL Í ÖNUNDARFIRÐI Sjávarrof hefur eyðilagt minjar við Sæból, sem getið er í Landnámu. MYND/INGRID KUHLMAN EYÞÓR EÐVARÐSSON REYKJAVÍK Ný upplýsingastefna Reykjavíkurborgar var samþykkt á fundi borgarráðs síðastliðinn fimmtudag. Hún var unnin af stýrihópi á vegum stjórnkerfis- og lýðræðisráðs og tekur við af eldri stefnu frá árinu 2000. Upplýsingastefnan, sem varð til í víðtæku samráðsferli, byggist á þeim grunni að vönduð meðferð og miðlun upplýsinga sé lykil þáttur í starfsemi borgarinnar. Henni er ætlað að gera aðgang að upplýs- ingum og þjónustu við borgarbúa greiðari, skilvirkari og markviss- ari. Stefnan nær til allra fagsviða borgarinnar, ráða og nefnda, stofn- ana, starfseininga, kjörinna full- trúa, fyrirtækja og byggðasam- laga í meirihlutaeigu borgarinnar. Til að tryggja að meginmark- mið stefnunnar nái fram að ganga verður gerð aðgerðaáætlun til tveggja ára í senn. Stjórnkerfis- og lýðræðisráð ber ábyrgð á því að meta árangur þeirrar áætlunar. - ngy Byggir á því að vönduð meðferð upplýsinga sé lykilþáttur í starfsemi borgarinnar: Ný upplýsingastefna samþykkt NÝ STEFNA Stefnan nær til allra fag- sviða borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ KÍNA Um milljón manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Kína en fellibylurinn Chan-Hom stefnir nú óðfluga á landið. Íbúar borgarinnar Shangyu í austurhluta landsins hafa orðið einna verst fyrir barðinu á storm- inum en heimkynni þeirra eru nú svo gott sem algjörlega á floti. Björgunarsveitir hafa þurft að nýta sér hraðbáta til að komast til íbúa Shangyu, sem margir eru innilokaðir á heimilum sínum. Vatnsmagnið á götum borgar- innar er mikið og eru bílar á bóla- kafi. Íbúar Shangyu eru um 800 þús- und talsins en borgin er sögufræg fyrir að hafa getið af sér marga fræði- og embættismenn í gegn- um aldirnar. Vindhraði Chan-Hom hefur náð allt að 173 kílómetrum á klukku- stund, eða um 48 metrum á sek- úndu. Talið er að stormurinn sé sá öflugasti í Zhejiang-héraði frá árinu 1949. Mikil flóð og aurskriður hafa fylgt í kjölfar veðurofsans sem nú stefnir norður. Lestar- og flugsam- göngur liggja niðri en ekki hafa borist fréttir af manntjóni. - soj Vatnsmagn á götum borgarinnar Shangyu er mikið og eru bílar á bólakafi: Milljón manns flýja heimili sín STORMUR Björgunarsveitir hafa þurft að reiða sig á hraðbáta til að ná til innlyksa fólks. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA WALES Bæjarstarfsmenn í Welshpool í Wales þurftu að fjar- lægja 120 metra af fitu úr hol- ræsagöngum í bænum síðastlið- inn föstudag. Bæjarbúar höfðu tekið eftir því að vatn flæddi upp úr hol- ræsum og voru bæjarverkfræð- ingar kallaðir til. Fitumagnið byggist upp þegar fólk sturtar niður miklu magni af steikingarfitu, sem kólnar í holræsinu og myndar stíflu. Það tók bæjarstarfsmenn fimm klukkustundir að hreinsa 120 metra langan fitutappann úr ræsinu. - srs Stífluð holræsi í Welshpool: Fjarlægðu 120 metra af fitu BANDARÍKIN „Ég trúi því að Jesús myndi samþykkja samkynja hjóna- vígslur, en það er bara mín pers- ónulega trú,“ sagði Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkj- anna, við blaðamann Huffington Post í síðustu viku þar sem Carter tjáði sig um úrskurð hæstaréttar Bandaríkjanna sem sneri að því að hjónavígslur samkynja para yrðu gerðar löglegar um land allt. „Ég held að Jesús myndi hvetja til hvers kyns ástarsambands svo lengi sem það væri einlægt og skaðaði ekki aðra. Ég sé ekki að hjónavígslur samkynja para skaði neinn,“ bætti hann við. - þea Carter styður hinsegin fólk: Jesús samþykk- ir hjónavígslur STJÓRNSÝSLA Innanríkisráðuneytið hefur auglýst laust til umsóknar embætti dómara við Hæstarétt Íslands. Skipa á í embættið frá og með 1. október 2015 eða hið fyrsta eftir að nefnd um hæfni dómara hefur lokið starfi sínu. Lög um tímabundna fjölgun dómara við Hæstarétt voru sam- þykkt á nýliðnu þingi til að mæta miklum málafjölda við réttinn. Í lögunum kemur fram að tíu dóm- arar eigi að starfa við réttinn til ársins 2017. - fbj Dómurunum fjölgað: Dómara vantar við Hæstarétt ÁHUGALAUS Hundurinn var áhugasamari um myndavélina en hjólin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRAKKLAND Þetta er í 102. skiptið sem Tour de France-hjólreiðakeppn- in fer fram en hún er af mörgum talin sú erfiðasta í heiminum. Kepp- endur hjóla samtals 3.358 kílómetra leið á 21 degi. Lengstu dagleiðirn- ar eru 224 kílómetrar. Lagt var af stað í Utrecht í Hollandi 4. júlí en þaðan liggur leiðin meðal annars um Belgíu áður en hún endar 26. júlí í París. Sem stendur er það Bretinn Chris Froome sem leiðir keppnina og klæðist hann því hinni eftirsóttu gulu treyju á næstu dagleið. - jóe Tour de France-keppnin stendur yfir um þessar mundir: Þeytast á hjólum um Frakkland SVONA ERUM VIÐ 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 2 -6 8 1 C 1 7 5 2 -6 6 E 0 1 7 5 2 -6 5 A 4 1 7 5 2 -6 4 6 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.