Fréttablaðið - 13.07.2015, Qupperneq 42
13. júlí 2015 MÁNUDAGUR| SPORT | 22
Henry Birgir
Gunnarsson
henry@frettabladid.is
Björn G.
Sigurðsson
Frá Las Vegas
MÁNUD. KL. 19:30
365.is Sími 1817
BREIÐABLIK – FJÖLNIR
Fjölnismenn sækja Breiðablik heim í Pepsi-deildinni í kvöld.
Bæði liðin hafa byrjað tímabilið vel og geta blandað sér í
toppbaráttuna með sigri.
➜
2 mínútur og 54 sekúndur2 mínútur og 47 sekúndur1 mínúta og 28 sekúndur
SPORT
MMA Heitasta sýningin í Las Vegas
um nýliðna helgi var McGregor-
sýningin. Betur auglýst sem UFC
189 en Conor McGregor kallaði
það alltaf McGregor-sýninguna.
Var það algjört réttnefni á þess-
um viðburði.
Bardagakvöldið sló öll met.
Aldrei hefur komið inn eins mik-
ill peningur í aðgangseyri, aldrei
hafa fleiri mætt á vigtun og lík-
lega voru fleiri sjónvarpsáskriftir
seldar að kvöldinu en áður í sögu
UFC.
Fólk er brjálað í að sjá gullkálf
UFC frá Dublin. Skiptir engu máli
hvort fólk hatar eða elskar Conor.
Það verða allir að sjá hann.
Hann er í einstökum hópi
íþróttamanna sem hafa ótrúlegt
aðdráttarafl. Hann er kjaftfor
og yfirlýsingaglaður en það sem
meira er þá er hann frábær bar-
dagamaður. Hann stendur alltaf
við stóru orðin. Conor er fæddur
skemmtikraftur og það skal engan
undra að UFC hafi sett alla sína
spilapeninga á hann. Sambandið er
heldur betur að uppskera. Hann er
orðinn aðalmaðurinn í UFC. Það er
klárt.
Það var allt stærst og mest í
MGM Grand þessa helgina en bar-
dagarnir sem boðið var upp á voru
hreint út sagt magnaðir. Það er
ekki til sá maður sem fylgist með
íþróttinni sem heldur öðru fram en
að þetta hafi verið besta bardaga-
kvöld UFC frá upphafi.
Það er alveg fyrir utan allt
annað. Áhorfendur fengu fimm
rosalega bardaga og þegar er byrj-
að að tala um bardaga Robbie Law-
ler og Rory MacDonald um heims-
meistaratitilinn í veltivigt sem
besta bardaga í UFC frá upphafi.
Það var hreint út sagt ólýsan-
leg upplifun að fylgjast með þessu
í návígi. Stemningin í höllinni,
umgjörðin hjá UFC, sem var flott-
ari en nokkru sinni fyrr, Írarnir
sem héldu uppi stemningunni og
svo þessir bardagar. Þetta var eitt-
hvað sem maður lendir bara í einu
sinni um ævina.
Það skemmdi svo
ekkert fyrir að
okkar menn –
Gunnar Nelson og
Conor McGregor
– skyldu báðir
klára sína bar-
daga. Það gerðu
þeir líka báðir
með eftirminni-
legum hætti.
Þetta var
kvöld sem
fór í sögu-
bækurn-
ar og mun
aldrei
gleymast.
McGregor-sýningin fær fullt hús
UTAN VALLAR
Henry Birgir
Gunnarsson
skrifar frá Las Vegas
MMA Það voru margir skít hræddir
við Brandon Thatch sem Gunnar
Nelson barðist við í Las Vegas.
Hávaxinn og mikill rotari.
Strákur með mikið sjálfstraust.
Þær áhyggjur reyndust tilhæfu-
lausar. Gunnar undirbjó sig gríð-
arlega vel, fann hungrið og áhug-
ann aftur. Hann mætti til leiks
beittari en nokkru sinni fyrr.
Ekki sömu mistök tvisvar
Gunnar lærði sína lexíu í tapinu
gegn Rick Story í Stokkhólmi á
síðasta ári. Hann var ekki rétt
stemmdur að flestu leyti. Ólíkur
sjálfum sér.
Hann ætlaði ekki að gera sömu
mistök tvisvar. Kom sér í besta
form lífs síns og varð grimmari
en áður. Hann var ótrúlega vel
stemmdur gegn Thatch og það sást
strax.
Rotarinn Thatch, sem átti
afmæli, mátti síðan sætta sig við
að vera kýldur niður. Leiftursnögg
högg Gunnars og Bandaríkjamað-
urinn féll eins og tré á mitt gólfið.
Gunnar stökk svo ofan á Thatch
og þá var ljóst hvernig færi. Gunn-
ar var í hlutverki kattarins að
leika sér að músinni sem að lokum
gafst upp.
Mér leið vel
„Mér líður stórkostlega. Þetta
var klárlega einn af mínum bestu
bardögum,“ sagði Gunnar óvenju
brosmildur eftir bardagann. Sigur-
inn var sætur og hann leyfði sér að
sýna tilfinningar.
„Við gerðum það sem við höfum
verið að vinna með. Mér leið vel
og var ánægður með þetta frá a til
ö. Þetta var spurning um að finna
taktinn standandi og ég fann hann.
Hann sótti aðeins á mig sem var
fínt því þá gat ég byrjað að lesa
hann,“ segir Gunnar en honum
leið mjög vel er hann komst ofan
á Thatch.
Getur slegið niður með báðum
„Ég vissi að ég hafði fínan tíma og
vissi þá að ég myndi klára hann.
Þetta var bara spurning um að
vera afslappaður. Taka sér tíma,
sem ég og gerði. Hann var bara
svona miðlungs í gólfinu eins og
flestir sem keppa í þessum styrk-
leika. Ég vissi líka alltaf hvaða
kraftur er í höndunum á mér. Ég
get slegið menn niður með báðum
höndum og þetta var bara spurn-
ing um að finna taktinn.“
Gunnar fer væntanlega inn á
topp tíu listann núna og tekur á
móti einum af þeim bestu næst.
Þangað hefur hann stefnt.
Okkar maður fékk ótrúlegan
stuðning frá írsku áhorfendunum í
höllinni og afmælisbarnið Thatch,
sem var á heimavelli, var í raun á
útivelli.
„Írarnir fylgja Conor út um
allt. Ég er búinn að berjast mikið
í Írlandi og er með Írana á bak við
mig. Það var auðvitað alveg frá-
bært,“ segir Gunnar Nelson.
Gunnar orðinn einn sá besti
Stórkostleg frammistaða Gunnars Nelson gegn Brandon Thatch í Las Vegas mun skjóta honum á topp tíu í
veltivigtinni. Gunnar frumsýndi með miklum látum í Bandaríkjunum er hann afgreiddi sitt í fyrstu lotu.
SIGURVEGARI Gunnar Nelson svaraði tapinu gegn Story með stæl. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
MMA „Ég tek líklega þátt í UFC-kvöldi í Dublin í október,“ sagði Gunnar við
íþróttadeild í Las Vegas en hann er ættleiddur sonur Íra sem elska
hann og styðja fram í rauðan dauðann. Gunnar fær örugglega
bardaga gegn einum af tíu bestu á þessu kvöldi í Dublin.
Gunnar hefur æft mikið þar í mörg ár og það er til fullt af
Írum sem halda enn að Gunnar sé Íri. Gunnar er liðsfélagi
Conors McGregor og einn af strákunum.
Ekki er víst að Conor McGregor verði að keppa þar
líka þar sem Dana White, forseti UFC, sagði að bardagi
McGregor og Jose Aldo um heimsmeistaratitilinn fari
fram í Las Vegas. Hann taldi ekki líklegt að breyting
verði þar á.
Fari aftur á móti svo að McGregor vinni þar fær
hann að verja titilinn á heimavelli á opnum íþrótta-
leikvangi sem rúmar 80 þúsund manns. Það yrði enn
eitt metið. - hbg
Búinn að ákveða næsta bardagastað
ÞURFTI AÐ FARA Ian Jeffs segir Díönu
Dögg Magnúsdóttur til, en Jeffs þurfti
að fara snemma til að ná flugi og spila
með karlaliði ÍBV gegn ÍA í Pepsi-deild
karla í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÚRSLIT
PEPSI-DEILD KVENNA
ÍBV - ÞÓR/KA 3-1
1-0 Shaneka Gordon (23.), 2-0 Cloe Lacasse (32.),
3-0 Díana Dögg Magnúsdóttir (38.), 3-1 Sandra
María Jessen (53.).
STAÐAN
Breiðablik 9 8 1 0 29:2 25
Stjarnan 9 7 0 2 24:6 21
Selfoss 9 5 2 2 17:9 17
ÍBV 10 5 1 4 22:14 16
Valur 8 5 0 3 17:16 15
Fylkir 9 4 1 4 16:17 13
Þór/KA 9 3 3 3 17:17 12
KR 9 1 3 5 8:21 6
Þróttur 9 0 2 7 1:25 2
Afturelding 9 0 1 8 4:28 1
GOLF Íslenska karlalandsliðið í golfi komst ekki upp í 1. deild Evrópumótsins
eins og vonast var til, en strákarnir höfnuðu í fjórða sæti 2. deildar sem fram
fór í Póllandi um helgina. Ísland mætti Noregi í viðureign um þriðja sætið, en
þrjú efstu liðin fóru upp í 1. deild.
Íslensku strákarnir töpuðu fyrir Austurríki á laugardaginn en með sigri í
þeirri viðureign hefðu þeir komist í leikinn um efsta sætið og þar með verið
öruggir með sæti í 1. deild.
Kvennalandsliðið keppti í efstu deild í Danmörku og hafnaði í 19. sæti.
Það sigraði Slóvakíu með þremur vinningum gegn tveimur í lokaleik sínum á
mótinu og skildi Slóvakana eftir í 20. sæti.
Sunna Víðisdóttir og Heiða Guðnadóttir töpuðu, 2/1, í fjórmennings-
leiknum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir sigraði, 1/0. Anna Sólveig Snorradóttir
sigraði, 5/3, Karen Guðnadóttir tapaði með minnsta mun, 1/0, og Ragnhildur
Kristinsdóttir sigraði, 2/1. Ísland var í 19. sæti eftir höggleikskeppnina og lék
því í C-riðli í framhaldinu. Þar tapaði liðið gegn Wales 4/1 í fyrstu umferð en
sigraði Lúxemborg með sama mun í annarri umferð. - tom
Svekkelsi hjá strákunum og stelpurnar í 19. sæti á EM
VANN Guðrún Brá vann sinn leik gegn
Slóvakanum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
TENNIS
Djokovic varði titilinn
Serbinn Novak Djokovic varði Wimble-
don-meistaratitilinn í tennis í gær
þegar hann lagði Roger Federer; 7-6,
6-7, 6-4 og 6-3, í úrslitaleiknum. Þetta
er annar risatitillinn sem hann vinnur í
röð, en hann bar einnig sigur úr býtum
á opna franska meistaramótinu fyrr í
sumar. Þetta er tólfti risatitill Djokovic.
FÓTBOLTI
Valur komst í undanúrslit
Valskonur unnu KR, 4-0, í síðasta leik
átta liða úrslita Borgunarbikars kvenna
í fótbolta um helgina. Katia Maanane
og Vesna Elísa Smiljkovic skoruðu hvor
sín tvö mörkin fyrir heimakonur. Valur
mætir Selfossi á útivelli í undanúrslit-
um 25. júlí.
ENGIN UNDANKOMULEIÐ Þeir sem
eru svo óheppnir að lenda í þessari
stöðu á móti Gunnari Nelson vita alveg
að bardaginn er sama og búinn.
TAKK FYRIR MIG Brandon Thatch
liggur sigraður eftir með Gunnar í
baksýn.
HÖGGIÐ Eftir rólega byrjun kýldi Gunnar
Thatch í gólfið með þungu höggi.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:5
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
2
-9
9
7
C
1
7
5
2
-9
8
4
0
1
7
5
2
-9
7
0
4
1
7
5
2
-9
5
C
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
4
8
s
_
1
2
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K