Fréttablaðið - 13.07.2015, Page 6

Fréttablaðið - 13.07.2015, Page 6
13. júlí 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 GRJÓNAGRAUTUR alveg mátulegur Nú einnig í litlum umbúðum– fullkominn skammtur fyrir einn TILBÚINN TIL NEYSLU H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5 -1 3 9 7 Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Ég lifði af 1. Hvað mun kosta að leggja fólksbíl á Þingvöllum þegar gjaldtaka hefst þar? 2. Hvers lags mataræði leggur Arnór Sveinn Aðalsteinsson stund á? 3. Unnur Eggerts dansar á tónleikum rappara í haust. Hvaða rappara? SVAR:1. 500 krónur. 2. Vegan. 3. Snoop Dogg. SAUÐÁRKRÓKUR Kaupfélag Skag- firðinga hefur óskað eftir sam- þykki Heilbrigðiseftirlits Norður- lands vestra til að setja upp brennsluofn við sláturhús KS við Háeyri á Sauðárkróki. Hafa þeir óskað eftir nýju starfsleyfi þess efnis. Starfsleyfið sem kaupfélagið óskar eftir snýst meðal annars um að KS starfræki brennsluofn við sláturhúsið hjá sér og hafi þannig heimild til að brenna allt að 6 tonnum á dag af eigin úrgangi, dýrahræjum og áhættuvefjum úr sláturhúsi KS. Því er ósk KS að eftir litið veiti fyrirtækinu heimild til að brenna allt að 2.200 tonnum af dýrahræjum á ári. Heilbrigðiseftirlitið samþykkti á síðasta fundi sínum, þann 1. júlí síðastliðinn, að auglýsa eftir athugasemdum um starfsleyfið og gefa þannig öllum þeim sem málið varðar tækifæri til að kynna sér til- lögur og skila inn athugasemdum. Sigurjón Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, segir tillög- urnar nú til skoðunar og að beðið verði eftir athugasemdum. „KS er ekki leyfilegt að brenna úrgangi frá öðrum, aðeins eigin úrgangi frá sláturhúsinu. Þarna er slátur- húsið að reyna að koma í veg fyrir urðun á sýktu kjöti og vill því hafa heimild til að brenna það á svæði sínu.“ Þegar Sigurjón er spurður hvort það sé ekki svolítið vel í lagt að leyfa sláturhúsinu að brenna næstum 2.200 tonn af lífrænum úrgangi á ári segir hann mjög ólíklegt að KS nýti sér heimildina að fullu. „Sláturhúsi er auðvitað í mun að brenna eins lítið og hægt er af matvælum,“ segir Sigurjón. „En ég árétta að það hefur ekkert leyfi verið gefið út enn og tillög- urnar eru bara í athugasemda- ferli. Það er hins vegar gott að fá umfjöllun um málið og að bæjar- búar kynni sér málið.“ Umræddur brennsluofn, sem gæti afkastað rúmlega tvö þúsund tonnum af úrgangi, verður stað- settur við Háeyri, nyrst í bænum. Upplýsingar frá framleiðanda þess brennsluofns sem KS hefur hug á að kaupa tekur fram að útblásturs- mælinga sýna að búnaðurinn upp- fyllir viðmið sem sett eru í Evr- ópulöggjöf um brennslu úrgangs. sveinn@frettabladid.is Vilja brenna 2.000 tonn af dýrahræjum Kaupfélag Skagfirðinga hefur óskað eftir leyfi til að setja upp brennsluofn við slátur hús sitt á Sauðárkróki. Vilja leyfi til að brenna allt að sex tonn af dýra- hræjum á dag. „Málið er nú í athugasemdaferli,“ segir framkvæmdastjóri HNV. KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA Ef brennsluofninn yrði nýttur að fullu verða til 65 tonn af ösku á hverju ári sem þarf að koma fyrir. NÁTTÚRA Dýrfiskur ehf. á Tálkna- firði hefur fengið samþykkt að tvöfalda sjókvíaeldi sitt í Dýra- firði, úr tvö þúsund tonnum á ári í fjögur þúsund tonn. Skipulagsstofn- un telur þessa stækkun ekki háða umhverfismati. Sjókvíaeldi hefur því aldrei farið í umhverfismat í Dýrafirði. Fyrirtækið hyggst auka fram- leiðsluna í 4.000 tonn á ári og legg- ur áherslu á eldi regnbogasilungs, sem byggir á innfluttum hrogn- um frá Danmörku. Mögulegt sé að síðar verði farið í eldi á laxi og þá verði notast við laxastofn frá Stofn- fiski hf., sem sé af norskum upp- runa. Árni Friðleifsson, formaður SVFR, telur æskilegt að náttúran fái að njóta vafans. „Okkar skoðun er sú að laxfiskaeldi í sjó sé var- hugavert. Það hafa orðið slys, eins og dæmin sanna. Eldisfiskur slepp- ur þannig úr kvíum. Við eigum að reyna að huga að náttúru eins mikið og hægt er og fordæmum laxfiska- eldi í sjó sem slíkt,“ segir Árni. - sa Stækkun laxfiskaeldis í Dýrafirði ekki háð umhverfismati: Tvöfalda sjókvíaeldi í Dýrafirði TÁLKNAFJÖRÐUR Sjókvíaeldi Dýrfisks hefur höfuðstöðvar á Tálknafirði og eru áform um stóraukið sjókvíaeldi á næstu árum. VERSLUN Innflutningur frá Kína hefur ekki aukist jafn mikið og gert var ráð fyrir eftir að fríversl- unarsamningur við landið tók gildi. Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína var undirrit aður 15. apríl 2013 og tók samningurinn gildi 1. júlí í fyrra. Margir bundu miklar væntingar við samninginn, þar á meðal forsvarsmenn versl- unar hér á landi. „Þegar við horfum á tölurnar, berum saman innflutningstölur bæði 2013 og 2014 í samanburði við fyrstu fimm mánuði þessa árs til dæmis, þá er ekki að sjá að það hafi orðin nein stökkbreyting í innflutningi á varningi frá Kína á þessu tímabili,” segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, sem telur reynsluna af samningn- um vera vonbrigði. Hann bendir á að til þess að hægt sé að nýta sér þau fríðindi sem samningurinn skapar þarf innflutningurinn að vera beinn frá Kína til Íslands. Ef vara er toll afgreidd í öðru ríki á leiðinni hingað falli öll fríðindi niður. Smærri innflytjendur eigi því í erfið leikum með að nýta sér samn- inginn. - gag Innflutningur frá Kína hefur ekki aukist eftir að fríverslunarsamningur tók gildi: Segir fríverslun við Kína vonbrigði ANDRÉS MAGNÚSSON Frí versl- unar samningur milli Íslands og Kína var undirritaður 15. apríl 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sláturhúsi er auð vitað í mun að brenna eins lítið og hægt er af matvælum. Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri HNV. BRUNI Lögreglan á Vesturlandi var kölluð út um klukkan átta í gærmorgun eftir að tilkynning barst um reyk úr íbúð á stúdenta- görðunum á Bifröst. Engan sakaði og voru skemmd- ir minniháttar, að sögn Guðjóns Fr. Jónssonar, verkstjóra á hús- næðissviði. Samkvæmt heim- ildum sofnaði húsráðandi út frá sjóðandi eggi sem fyllti húsið af reyk og braut nágranni sér því leið inn í íbúðina með því að kasta dekki inn um eina rúðuna. - sks Sofnaði út frá sjóðandi eggi: Braut sér leið inn með dekki LÍBERÍA Niðurstöður rannsókna sem birtar voru um helgina gefa til kynna að fimm ný ebólutilfelli sem komið hafa upp í Líberíu að undanförnu séu um margt eðlis- lík þeirri veiru sem geisaði í vest- urhluta Afríku undir lok síðasta árs. Frá þessu er greint á Reu- ters. Talið er að ebóluveiran hafi aldrei horfið úr ríkinu Líberíu að fullu, þrátt fyrir að stjórnvöld í landinu hafi lýst því yfir í maí síð- astliðnum. - ngy Niðurstöður rannsókna birtar: Fimm ný ebólu- tilfelli í Líberíu BJÖRGUN Tvær þyrlur Land helgis- gæslunnar, TF-LÍF og TF-GNÁ, sinntu sjúkraflugi samtímis í gær. Stjórnstöð gæslunnar barst rétt fyrir hálffimm í gær beiðni um aðstoð þyrlu vegna hjartveiks manns vestast á Snæfellsnesi. Stuttu síðar barst önnur beiðni vegna hjartveiks ferðamanns sem staddur var á Hornbjargi, en þar voru aðstæður erfiðar vegna þoku. Báðar lentu þær í Reykjavík um kvöldmatarleytið. - fbj Hjartveikir sóttir af gæslunni: Tvær þyrlur í sjúkraflugi VEISTU SVARIÐ? 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 2 -9 9 7 C 1 7 5 2 -9 8 4 0 1 7 5 2 -9 7 0 4 1 7 5 2 -9 5 C 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.