Fréttablaðið - 02.12.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.12.2015, Blaðsíða 4
Bæta skal aðgengi á ferðamanna- stöðum. NordicPhotos/AFP félagsmál Með það að markmiði að bæta aðgengi fatlaðs fólks að ferðamannastöðum styrkja stjórn- völd gerð handbókar í samstarfi þriggja landa í Norður-Atlantshafi – Færeyja Grænlands auk Íslands. Styrkurinn nemur samtals fjórum milljónum króna. Aðalstyrktaraðili verkefnisins er NORA, samstarfsvettvangur landa í Norður-Atlantshafi en einnig Norm ráðgjöf ehf. og Aðgengi ehf. á Íslandi, í Færeyjum Visit Torshavn í samstarfi við Öryrkjabandalag Færeyja, stjórnvöld á Grænlandi og Delta setrið í Ósló. Verkefnið styður við innleiðingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en réttur fatlaðs fólks til aðgengis til jafns við ófatlað fólk er eitt af megin áherslu- atriðum samningsins. – shá Átak um bætt aðgengi fatlaðra atvinnumál Full desemberupp- bót til atvinnuleitenda er 55.256 krónur, samkvæmt reglugerð þar um en greiðsla til hvers og eins reiknast í hlutfalli við rétt hans til atvinnuleysisbóta á árinu. Rétt á fullri desemberupp- bót eiga þeir atvinnuleitendur sem tryggðir eru innan atvinnu- leysistryggingakerfisins, hafa verið skráðir án atvinnu hjá Vinnumála- stofnun í samtals tíu mánuði eða lengur á árinu 2015 og hafa stað- fest atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember. Greiðsla desemberuppbótar til þeirra sem eiga ekki fullan bótarétt reiknast í hlutfalli við rétt þeirra til atvinnu- leysisbóta á árinu og fjölda mán- aða sem viðkomandi hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur. – shá Atvinnulausir fá 55 þúsund Atvinnuleitendur sem tryggðir eru innan atvinnu- leysistryggingakerfisins eiga rétt á fullri desemberuppbót. velferðarmál Samvinnuhópur var skipaður af félags- og húsnæðis- málaráðherra í júní síðastliðnum til að vinna að málum einstaklinga sem þurfa á öryggisvistun að halda. Fréttablaðið sagði frá því í gær að helmingur sjúklinga á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans hafi lokið meðferð en sitji fastir á spítal- anum vegna ónógra búsetuúrræða. Í svari frá velferðarráðuneytinu kemur fram að þar sem verkaskipt- ing sveitarfélaga og ríkis um sérstakt öryggishúsnæði fyrir það fólk sem um ræðir sé ekki skýr hafi hópurinn verið stofnaður til að skerpa þar á. Hópurinn mun finna leiðir til að tryggja að þjónusta og skipulag við þennan hóp sé í samræmi við lög, alþjóðlegar mannréttindaskuld- bindingar og viðurkennd gæðavið- mið. Niðurstöðurnar verða kynntar um mitt næsta ár. Heilbrigðisráðherra lagði nýlega fram tillögu og markmið um úrræði fyrir geðfatlað fólk sem dvelur á Landspítala vegna skorts á búsetu- þjónustu. Þar er stefnt að því að sá hópur sem nú bíður útskriftar af geðdeild verði fluttur í viðeigandi húsnæði fyrir árslok 2016. Sveitar- félög, notendasamtök og Landspítali verða samstarfsaðilar. – ebg Óskýr verkaskipting í máli geðfatlaðra umhverfismál Sláturfélag Suður- lands er hætt við að reisa stórt kjúkl- ingabú í landi Jarlsstaða við mörk vatnsverndarsvæðis í Landsveit. Í búinu átti að ala 60 þúsund fugla á hverjum tíma en stjórn Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps var- aði fastlega við áformunum í bréfi til byggingarfulltrúa. Málið er ekki afgreitt hjá sveitar- félaginu en SS ætlar að byggja upp starfsemi sína annars staðar vegna athugasemda sem komið hafa fram. Í bréfi framkvæmdastjóra Vatns- veitunnar segir að frekari rannsókn- ir á grunnvatnsrennsli og jarðfræði svæðisins skorti áður en ákvarðanir um uppbyggingu einkaaðila yrðu teknar enda um mikilvæga sam- félagslega hagsmuni að ræða sem í verndun vatnsbóla felst. Í bréfinu er einnig sterklega varað við áformum um vaxandi byggð sumar húsa með rotþróm í ofanverðri Landsveit. Grunnvatns- straumar liggja beint að lindinni sem um ræðir – Kerauga, sem er eitt stærsta einstaka lindarauga á Íslandi. Árni Hjartarson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, segir í áliti sínu að svæðið í Land- sveit sé viðkvæmt fyrir mengun. Margt bendi til að fyrirhugað kjúkl- ingabú yrði á vatnasviði Kerauga- lindarinnar. „Ákvarðanir um starfs- leyfi fyrir hvers konar rekstur rétt við mörg vatnsverndarsvæðisins verður að taka að vandlega yfirveg- uðu ráði,“ skrifar Árni. – shá Ákveðið að láta náttúruna njóta vafans stjórnmál Arion banki í Borgar- byggð hefur synjað aðildarfélagi Pírata þar í bæ um að stofna banka- reikning. Að sögn Ágústs S. Beau- mont, varaformanns félagsins, er það stjórnarseta hans í stjórnmála- samtökunum sem bankinn setur fyrir sig sem rök fyrir synjuninni. „Við höfum verið að vinna í því að stofna bankareikning og það hefur gengið alveg ofboðs- lega hægt,“ segir Ágúst en eftir um þriggja vikna bið synjaði bankinn loks félaginu. „Þeir segja að ég þurfi að segja af mér og einhver annar koma inn í staðinn.“ Upphaflega hafi bankinn borið fyrir sig grun um hugsanlegt pen- ingaþvætti en þegar nánar var grennslast fyrir um það var vanda- málið lögheimilisskráning Ágústs. Aðstæðna sinna vegna dvelur hann í sumarhúsi í Borgarbyggð. „Lögheimilisskráningin kallast „óstaðsettur í hús“ og sú skráning er yfirleitt notuð fyrir fólk sem á ekki hús eða býr á götunni,“ segir hann. Ágúst lenti í alvarlegri líkams- árás þegar hann bjó erlendis fyrir nokkrum árum og hefur því verið í endurhæfingu undanfarin ár „Hins vegar notar Trygginga- stofnun þetta fyrir þá sem eru heimilislausir. Þeir vildu að ég not- aði þessa skráningu af því að þeir vildu ekki greiða mér fullar bætur.“ Ágúst segir bankann setja þá skráningu fyrir sig. Hann hafi ráð- fært sig við lögfræðing hjá Þjóðskrá sem hafi sagt honum að hans lög- heimilisskráning væri jafn rétthá og hver önnur skráning. „Og þetta er skerðing á borgara- réttindum og hugsanlega brot á stjórnarskránni því að allir þegnar eiga rétt á að fá að taka þátt í stjórn- málastarfsemi,“ segir Ágúst sem kveðst telja það alvarlegt ef fólk á borð við útigangsfólk sé gert að annars flokks borgurum með þessum hætti. Arion banki tjáir sig ekki um einstaka mál en samkvæmt upp- lýsingum frá bankanum eru gerðar ítarlegar kröfur um að fjármála- stofnanir þekki sína viðskiptavini. Til að mynda til að koma í veg fyrir peningaþvætti og þvíumlíkt. Afla þarf oft ítarlegra upplýsinga þegar stofnað er til viðskipta. Bankinn er með reglur er snúa að félagasamtökum. Þá þarf upp- lýsingar um stjórnarmenn og þar á meðal lögheimilisskráningu. Þó er hægt í sérstökum tilfellum að skoða viðkomandi mál og veita undanþágu frá þeirri reglu. stefanrafn@frettabladid.is Arion banki synjar Pírötum um að opna bankareikning Lögheimilisskráning varaformanns Pírata í Borgarbyggð veldur því að félagið getur ekki stofnað banka- reikning. Hann telur skráningu sína fullnægjandi og afstöðu bankans hugsanlega brot á stjórnarskrá. Varaformaður Pírata í Borgarbyggð segist hafa áhyggjur af því að Arion banki skerði borgararéttindi heimilislausra með því að synja þeim um bankareikninga. FréttABlAðið/steFáN Þetta er skerðing á borgararéttindum og hugsanlega brot á stjórnar skránni. Ágúst S. Beaumont, varaformaður Pírata í Borgarbyggð sjúklingar á réttar- og öryggisgeðdeild þurfa á sérstöku öryggishúsnæði að halda eftir útskrift. FréttABlAðið/ANtoN Flytja á hóp sem nú bíður útskriftar í viðeigandi húsnæði fyrir lok árs 2016 Kjúklingabú nærri vatnsverndarsvæði er talið fullkomið óráð. FréttABlAðið/FriðriKÞór 2 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m i ð v i K u d a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 2 -1 2 -2 0 1 5 1 0 :5 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 4 9 -3 6 2 8 1 7 4 9 -3 4 E C 1 7 4 9 -3 3 B 0 1 7 4 9 -3 2 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 1 2 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.