Fréttablaðið - 02.12.2015, Side 28

Fréttablaðið - 02.12.2015, Side 28
Svipmynd Kolbeinn marteinSSon Kolbeinn Marteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Athygli almannatengsla og útgáfu. Hann tekur við starfinu í byrjun janúar. Kolbeinn hefur starfað sem mark- aðs- og kynningarstjóri menntavís- indasviðs Háskóla Íslands undan- farin tvö ár, auk þess sem hann hefur sinnt stundakennslu við HÍ. „Þar hef ég verið að takast á við þær skemmtilegu áskoranir að fjölga nemendum í kennara- og uppeldisfræðinámi,“ segir Kolbeinn. Hann segir að þetta hafi tekist ágæt- lega og til marks um það sé að nem- endum hafi fjölgað um 20 prósent á síðasta ári frá árinu þar á undan. Kolbeinn hefur því fengist við mark- aðsstörf fyrir Háskóla Íslands en hann sinnti einnig öðrum störfum, eins og stjórnsýslustörfum. Kolbeinn segir að auk þess sem hann muni sjá um daglegan rekstur hjá Athygli verði hann í ráðgjafar- störfum og fleiru. „En á eftir að móta það þegar ég byrja,“ segir hann. Athygli er rótgróið fyrirtæki, hefur starfað allt frá árinu 1989. Ell- efu starfsmenn munu starfa með Kolbeini hjá Athygli og er fyrir- tækið með skrifstofu á Akureyri og í Reykjavík. Kolbeinn hefur komið víða við í atvinnulífinu, en hann var meðal annars aðstoðarmaður ráðherra um skeið. „Katrín Júlíusdóttir, sem er gömul vinkona mín, hringdi í mig 2011 og spurði mig hvort ég vildi koma með sér í iðnaðarráðuneytið. Það var ótrúlega skemmtilegur tími og fróðlegur,“ segir Kolbeinn. Þegar Katrín varð fjármálaráðherra fór Kolbeinn með henni í fjármála- ráðuneytið. Hann segir að það hafi verið einn mesti skóli sem hann hafi komist í. Hann hafi fengið áhuga á ríkisfjármálum eftir á. „Ég til dæmis les fjárlögin þegar þau koma út, renni yfir þau. Og ég gleðst mjög mikið yfir batnandi hag ríkisins,“ segir Kolbeinn, sem bætir því við að hann ætli ekki að hafa frekari afskipti af stjórnmálum. En ríkisfjármál eru ekki eina áhugamál Kolbeins. Á vorin, frá apríl og fram í október, veiðir hann á flugu. „Það er áhugamál sem hefur vaxið og mér þykir alltaf vænna og vænna um,“ segir Kolbeinn. Hann reynir því að feta stigið milli atvinnu, fjölskyldu og þessa áhuga- máls sem hann brennur fyrir. „Ég veiði í raun alla fiska í straumvatni; lax, sjóbirting, sjóbleikju, staðbund- inn urriða. Ég veiði bara allt sem ég kemst í,“ segir Kolbeinn. Að auki hefur Kolbeinn æft karate undanfarin þrjú ár hjá Karatefélagi Reykjavíkur. Hann mun brátt taka fjórða kyu og segir mögulegt að hann verði kominn með svarta beltið eftir tvö ár, ef vel gengur. Kolbeinn lauk BA-prófi í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands. Hann útskrifaðist svo með meistarapróf í almannatengslum frá University of Stirling í Skotlandi árið 2004. Hann er fjölskyldumaður og kvæntur Hörpu Katrínu Gísladóttur sál- fræðingi. Saman eiga þau þrjú börn. jonhakon@frettabladid.is Fjármálaráðuneytið var mesti skólinn Kolbeinn Marteinsson verður framkvæmdastjóri Athygli almannatengsla. Hann hefur unnið hjá menntavísindasviði Háskóla Íslands að undanförnu. Kolbeinn iðkar karate og vonast hann til að ná svarta beltinu innan fárra ára. Kolbeinn Marteinsson lauk prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hann fór svo til Skotlands þar sem hann lærði al- mannatengsl. Hann verður framkvæmdastjóri Athygli almannatengsla frá áramótum. FréttAblAðið/GVA Ég til dæmis les fjárlögin þegar þau koma út, renni yfir þau. og ég gleðst mjög mikið yfir batn- andi hag ríkisins, Una María Óskarsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri í forsætis- ráðuneytinu og mun starfa með ráðherranefnd um lýðheilsu. Í til- kynningu vegna ráðningar hennar segir að efling lýðheilsu sé eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar. Una María er með BA-próf í upp- eldis- og menntunarfræðum og meistarapróf í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands. Hún hefur verið verkefnisstjóri ráðherra- nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum í félagsmálaráðu- neytinu, aðstoðarmaður ráðherra í umhverfisráðuneytinu, verk- efnisstjóri forvarna í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og átt sæti í verkefnisstjórn ráðherra- nefndar um lýðheilsu. – sg Starfar með ráðherrum við að efla lýðheilsumál Hafsteinn Viktorsson hefur verið ráðinn forstjóri PCC BakkiSilicon frá og með mars 2017. Hafsteinn mun þó koma til starfa fyrr og starfa sem framkvæmdastjóri tæknisviðs frá júní 2016. Hafsteinn er viðhalds- fræðingur frá St. Louis University að mennt og á árunum 2005-2010 starfaði hann hjá Alcoa Fjarðaáli. Síðustu ár hefur Hafsteinn starfað að fjárfestingaverkefnum fyrir móðurfélag Alcoa Fjarðaáls. – sg Tekur við starfi forstjóra hjá PCC BakkiSilicon Hafsteinn Viktorsson, nýráðinn for- stjóri PCC bakkiSilicon. Una María er með meistarapróf í lýðheilsuvísindum frá HÍ. FréttAblAðið/Ernir TOYOTA LANDCRUSIER 200ÁRG. 2014 EK 11.000 KM VERÐ: 17.500.000 TIL SÖLU Bf LASALA AKUREYRAR HF FREYJUNESI 2 • 603 AKUREYRI SIMI 461 2S33 • sala@bilak.is „Von mín var að hún gæti orðið kennslubók og gæti nýst þannig. Og ég held að það sé mikil þörf fyrir bók með þessu efni,“ segir Gunn- ar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.  Gunnar hefur skrifað bókina Lífið er framundan. Þar eru leiðbeiningar í fjármálum fyrir ungt fólk sem er að byrja að búa og vinna. Gunnar væntir þess að bókin verði þá kennd í efstu bekkjum framhaldsskóla og fyrstu bekkjum háskólanáms. „Ég hugsa hana fyrir þá sem eru að byrja í framtíðarstarfi og byrja að Vonar að bókin verði kennslugagn Gunnar hefur skrifað bók um fjármál fyrir ungt fólk. FréttAblAðið/DAnÍEl Una maría ÓSKarSdÓttir búa og stefna að fjárhagslegu sjálf- stæði. Með því hugarfari skrifa ég hana en hún á erindi til allra aldurs- hópa,“ segir Gunnar. Hann segir að viðtökurnar hafi verið ágætar. Hann hafi fengið góðar viðtökur frá þeim sem hafa skoðað hana og lesið. Í bókinni er fjallað um hvað þarf að hafa í huga þegar einstaklingar ráða sig í framtíðarstarf. Hverju þarf að huga að áður en ungt fólk byrjar að búa, hvernig eigi að byggja upp eignir og sparnað, hve mikið megi skulda og hverju þurfi að huga að varðandi lántöku. – jhh HaFSteinn viKtorSSon Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra á alþjóða- og öryggisskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins, tekur sæti fyrir hönd Íslands í norrænu neti kvenna í friðarumleitunum, sem var stofnað í Ósló um liðna helgi. Hugmyndin að netinu, sem ætlað er að tengja konur með reynslu af samningaumleitunum og störfum á átakasvæðum, er að hvetja til þess að konur komi í auknum mæli að friðarumleitunum á alþjóðavett- vangi. „Við eigum ekki að þurfa að útskýra hvers vegna konur eiga erindi að samningaborðinu, ekki frekar en hvers vegna karlar sitja þar,“ segir Gréta Gunnarsdóttir í tilkynningu. – jhh Í norrænu neti kvenna í friðarumleitunum Gréta Gunnarsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðu- neytisins. GrÉta GUnnarSdÓttir 2 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m I Ð V I K U d A G U r8 marKaðUrinn 0 2 -1 2 -2 0 1 5 1 0 :5 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 4 9 -4 0 0 8 1 7 4 9 -3 E C C 1 7 4 9 -3 D 9 0 1 7 4 9 -3 C 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 1 2 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.