Fréttablaðið - 02.12.2015, Síða 32

Fréttablaðið - 02.12.2015, Síða 32
Markaðurinn Miðvikudagur 25. nóvember 2015fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | Stjórnar - maðurinn @stjornarmadur ftsE 100 6.395,65 -28,26 (0,62%) Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskiptiwww.visir.is 29. 11. 2015 Hann ætlar enn og aftur að taka sér það hlutverk að vera hlífiskjöldur yfir við- kvæmri þjóð. Hann ætlar að leiða okkur í gegnum þetta. Við þurfum bara lýðræði. Við þurfum ekkert karl á sjötugsaldri sem leiðir okkur í gegnum þetta. Þetta er afburðamaður og við eigum margt að þakka honum. En hann þarf ekkert að hjálpa okkur að komast í gegnum þetta. Þóra Tómasdóttir, verðandi ritstjóri. Landsvirkjun hefur tilkynnt að fyrir- tækið hafi samið um útgáfu skulda- bréfs til 7 ára að fjárhæð 5 milljónir Bandaríkjadala, eða sem samsvarar 660 milljónum króna. Bréfið mun bera 3,9% fasta vexti sem greiðast ásamt höfuð- stól í einu lagi á lokagjalddaga. Andvirði útgáfunnar verður nýtt til almennrar fjármögnunar Landsvirkjunar. 660 milljóna króna skuldabréf gEfið út Þjónustuviðskipti við útlönd skiluðu meiri afgangi á 3. fjórðungi en þau hafa áður gert á einum ársfjórðungi. Tekjur af þjónustuútflutningi námu 190 milljörðum króna en gjöld vegna þjónustuinnflutnings voru 99,5 millj- arðar samkvæmt tölum Hagstofunnar. Afgangurinn, um 90 milljarðar, er 13 milljörðum meiri en á sama tíma í fyrra. 13 milljarða aukning í þjónustuViðskiptum POTTURINN OG PANNAN Í JÓLAELDHÚSINU Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 Opið mán - fös 8:30 - 17:00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is FASTUS býður upp á mikið úrval af stórglæsilegum, vönduðum pottum, sem eru hverju eldhúsi til sóma. Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi… Áhugavert verður að fylgjast með hvernig Fréttatímanum reiðir af í höndum nýrra eigenda, en hópur undir forystu Gunnars Smára Egilssonar hefur keypt allt hlutafé í rekstrarfélagi miðilsins. Ásamt Gunnari Smára koma að kaupunum sterkir fjárfestar, þeir Árni Hauksson, Hallbjörn Karlsson, Sigurður Gísli Pálmason og Valdimar Birgisson. Gunnar Smári er vissulega frum- kvöðull á sviði íslenskrar fjölmiðlunar og sá sem hvað stærstan hlut átti í að gera Fréttablaðið að útbreiddasta og mest lesna dagblaði landsins. Í þetta skiptið mun hann, samhliða því að eiga verulegan hlut í félaginu, einnig starfa sem ritstjóri. Vonandi er fyrir Gunnar Smára og aðra hluthafa að betur verði farið með fé en í tíð hans á forstjórastóli í því félagi sem nú heitir 365 miðlar. Meðal gæluverkefna Gunnars Smára á þeim tíma var hin íslenska CNN stöð, NFS, sem flutti fréttir af engu allan sólarhringinn, Talstöðin, útvarpsstöðin sem aldrei spilaði tón- list með tilheyrandi dagskrárkostn- aði, og síðast en ekki síst dönsk útgáfa Fréttablaðsins – Nyhedsavisen. Öll fara þessi verkefni á spjöld sögunnar í íslenskri fjölmiðlun, og þá frekar fyrir fádæma metnað á litlum markaði en arðsemi. Frelsum leigubílstjóra Framsæknir og metnaðarfullir leigubílstjórar hljóta að berjast fyrir því að leigubílaakstur verði gefinn frjáls í landinu. Akstur leigubifreiða á Íslandi er einokunarbransi. Þeir einir sem fengið hafa atvinnuleyfi frá Sam- göngustofu og tengdir eru bifreiða- stöðvum geta ekið leigubíl á Íslandi. Gjaldskrá leigubifreiða er sam- ræmd, þú greiðir eftir sömu gjaldskrá hvar sem þú stígur upp í leigubíl, óháð gæðum bifreiðar, reynslu bílstjórans eða öðrum þáttum sem kunna að skipta máli. Ástand sumra bifreiða er vægast sagt lélegt. Gamlir bílar sem skrölta áfram af gömlum vana og anga jafn- vel af reykingalykt. Lítið mætti fara úrskeiðis ef til að mynda er ekið eftir Keflavíkurvegi. Síðan getur maður líka dottið í lukkupottinn og lent á spánnýrri bif- reið með öllum þægindum. Hvernig má það vera að sama gjald sé greitt fyrir ferðina í báðum tilvikum? Núverandi kerfi leyfir þeim sem eru framúrskarandi ekki að njóta sín og tryggir ekki öryggi farþega. Best væri að afnema úrelt kerfið og láta markaðinn um afganginn. Það hefur gefist vel annars staðar og nægir að nefna Uber í því samhengi. Smári snýr aftur 0 2 -1 2 -2 0 1 5 1 0 :5 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 4 9 -4 E D 8 1 7 4 9 -4 D 9 C 1 7 4 9 -4 C 6 0 1 7 4 9 -4 B 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 1 2 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.