Fréttablaðið - 02.12.2015, Side 6
Í mörg horn að líta
www.odalsostar.is
Nýjasti meðlimur Óðalsfjölskyldunnar er
framleiddur í Skagafirði og nefndur eftir fjallinu
Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem fengið
hefur drjúgan þroskunartíma þar til hinu
einkennandi þétta bragði hefur verið náð.
Óðals Tindur er sérstaklega bragðmikill, hæfir
við ýmis tækifæri og er dásamlegur einn og sér.
Tindur parast vel með sterku bragði enda lætur
hann fátt yfirgnæfa sig.
TINDUR
SKARPUR
Jólasveinn ásamt hreindýri sínu sveif yfir borginni Blagoevgrad í Búlgaríu í gær. Börnin bíða spennt eftir fljúgandi sveinka sem sýndi sig í fyrsta
sinn á þessum slóðum fyrir jólin í fyrra.Fréttablaðið/EPa
Kjaramál Samið hefur verið við
37 af 64 viðsemjendum Sambands
íslenskra sveitarfélaga frá því að
viðræður hófust eftir SALEK-sam-
komulagið í lok október.
„Við erum bara að vinna í þessu
á fullu,“ segir Inga Rún Ólafs-
dóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga.
Fundir voru hjá Ríkissáttasemjara
í gær. „Þetta komst á skrið í byrjun
nóvember,“ segir hún. Fyrsti samn-
ingurinn sem skrifað var undir
var við Skólastjóra félag Íslands 4.
nóvember. Hann var samþykktur
13. nóvember með 69 prósentum
atkvæða.
Þá segir Inga Rún að samið hafi verið
við starfsmannafélög sveitarfélaganna
„í einni kippu“. Þau eru 34. Auk þess
hafi samningar náðst við leikskóla-
kennara.
Grunnurinn að samningum sem
gerðir hafa verið er launastefnan í
SALEK-samkomulaginu. Samband
íslenskra sveitarfélaga er aðili að sam-
komulaginu. „Við gerðum þetta sam-
komulag að okkar launastefnu,“ segir
Inga Rún.
Verkalýðsfélag Akraness hefur
höfðað mál fyrir félagsdómi á þeim
forsendum að í SALEK-samkomu-
laginu sé vegið að samningsfrelsi ein-
stakra stéttarfélaga. Félagið skrifi ekki
undir samning við sveitarfélögin á for-
sendum SALEK.
Inga Rún segir samninganefnd
sveitarfélaganna ekki hafa orðið vara
við slík viðhorf hjá öðrum stéttar-
félögum. „Menn hafa verið mjög sam-
stilltir í að bæta vinnubrögð við gerð
kjarasamninga og huga að efnahags-
lífinu,“ segir hún.
Um leið segir Inga Rún ómögu-
legt að segja til um hvenær takist að
ljúka samningum. „Við gefum vel í í
desember og fram að jólum.“ Alltaf
komi þó upp sértæk mál og ræða þurfi
hluti og leysa.
Fyrir utan félag skólastjórnenda
sem þegar hefur samþykkt sinn samn-
ing stendur yfir kynning og kosning
um samninga hjá öðrum. Rafrænni
atkvæðagreiðslu Starfsgreinasam-
bandsins um samninginn sem hófst í
gær lýkur á miðnætti þriðjudaginn 8.
desember og á niður staða að vera ljós
daginn eftir. Þá er niðurstöðu að vænta
í kosningu Eflingar um samninginn 11.
þessa mánaðar. olikr@frettabladid.is
Samningum lokið við rúman helming
Samninganefnd sveitarfélaganna veit ekki um önnur stéttarfélög en Verkalýðsfélag Akraness sem eru á móti SALEK-samkomulaginu.
Fundur var hjá ríkissáttasemjara í gær. Samningamaður segir skrið hafa komist á málið í nóvember og að vel verði gefið í nú í desember.
Við erum bara að
vinna í þessu á fullu.
Inga Rún Ólafs-
dóttir, sviðsstjóri
kjarasviðs Samband
íslenskra sveitar-
félaga
Heilbrigðismál Allt bóluefni
gegn árlegri inflúensu er uppurið í
landinu, að því er fram kemur á vef
Landlæknis.
„Mikil ásókn hefur verið í bólu-
setningu gegn árlegri inflúensu á
undanförnum vikum,“ segir á vefn-
um, en frá því í haust hafi 60 þúsund
skammtar verið seldir.
Fram kemur að á undanförnum
árum hafi um 50 til 55 þúsund
skammtar verið seldir á hverjum
vetri, nema veturinn 2013 til 2014
en þá hafi selst rúmlega 60 þúsund
skammtar.
„Um 5.000 skammtar verða nú
keyptir aukalega af inflúensubólu-
efninu en á þessari stundu er ekki
vitað hvenær það verður tilbúið
til afhendingar. Það verður auglýst
um leið og það er vitað,“ segir á vef
Landlæknisembættisins.
Fram kemur að inflúensan hafi
ekki enn greinst hér á landi í vetur
en fregnir af einstaka tilfellum hafi
borist frá nálægum löndum.
„Virkni bóluefna við að koma í
veg fyrir veikindi af völdum inflú-
ensuveirunnar er breytileg milli
ára, en á þessari stundu er ekki vitað
hver virknin verður í ár.“ – óká
Bóluefni
gegn flensu
á þrotum
beðið er nýrrar sendingar af bóluefni.
Fréttablaðið/Valli
2 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m i ð V i K U d a g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
0
2
-1
2
-2
0
1
5
1
0
:5
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
4
9
-4
9
E
8
1
7
4
9
-4
8
A
C
1
7
4
9
-4
7
7
0
1
7
4
9
-4
6
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
1
_
1
2
_
2
0
1
5
C
M
Y
K