Fréttablaðið - 01.12.2015, Side 2
Gengur í austanhvassviðri eða -storm
með snjókomu eða skafrenningi,
fyrst suðvestanlands, en búist er við
mikilli ofankomu og skafrenningi á
höfuðborgarsvæðinu. Snýst í mun hægari
suðvestanátt sunnan- og vestanlands og
rofar til seinni partinn. Ekkert ferðaverður er
því á morgun. Sjá Síðu 24
Veður Fimm klukkan fimm
Enn snjallara heyrnartæki
heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN
Nýja Beltone Legend heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone,
iPad og iPod touch. Pantaðu ókeypis heyrnarmælingu í síma
568 7777 og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.
Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð)
með iOS eða nýrra stýriker. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
Ókeypisheyrnarmælingsíðan 2004
DANMÖRK Grípa þarf til aðgerða
vegna stækkandi selastofns við
strendur Danmerkur. Þetta segir
umhverfisráðherra landsins, Eva
Kjer Hansen. Í skýrslu Tækni
háskólans í Danmörku segir að
selir éti í miklum mæli fisk sem
þegar er kominn í net sjómanna.
Það er mat danska umhverfis
ráðherrans að það sé einkum í Sví
þjóð sem hægt sé að ráðast gegn
vandanum þar sem það sé við suð
vesturströnd Svíþjóðar sem selirnir
fjölga sér. Mögulega þurfi að skjóta
fleiri seli. – ibs
Ráðherra á
selaveiðar
LÖgRegLuMáL Fyrir viku var vopna
væðing lögreglu í bílum kynnt
fyrir yfirstjórn lögreglunnar. Í kjöl
farið átti að kynna fyrirætlunina fyrir
starfsmönnum, sveitarstjórnum sem
lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
þjónar ásamt fjölmiðlum.
„Síðan fengum við fyrirspurn
Fréttablaðinu morguninn eftir þann
ig að kynningarplanið fór úr bönd
unum,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson
yfirlögregluþjónn en skammbyssur
verða settar í læst öryggishólf í sex
lögreglubíla um miðjan mánuðinn.
Gagnrýnt er að fyrirætlunin var
ekki kynnt fyrir almenningi og
þingi. Ásgeir bendir á að samkvæmt
reglum ráðherra um meðferð vald
beitingartækja og vopna hafi lög
reglustjórar heimild til að ákveða
þetta sjálfir.
„Það hafa nokkrir lögreglustjórar
á landinu nýtt sér þessa heimild í
nokkur ár. Það hefur verið gert án
athugasemda eða kynningar,“ segir
Ásgeir.
Breytingin kemur í kjölfar þriggja
ára þjálfunaráætlunar lögreglunnar.
Sú áætlun hófst eftir útgáfu skýrslu
innanríkisráðherra um stöðu lög
reglunnar árið 2012 sem gerð var
eftir skotárásina í Útey í Noregi. Í
skýrslunni segir að viðbúnaðargeta
lögreglu sé óviðunandi varðandi
Skammbyssur aðeins í
sex af 60 lögreglubílum
Kynning á byssum í lögreglubílum var fyrirhuguð en fjölmiðlar voru fyrri til.
Innanríkisráðuneytið telur viðbúnaðargetu lögreglunnar vera óviðunandi. Til
að stytta viðbragðið var meðal annars ákveðið að setja byssur í lögreglubíla.
6
bílar verða með skamm-
byssur í læstu öryggishólfi.
60
lögreglubílar eru á
höfuðborgarsvæðinu.
Aðeins fimm mættu í gær á boðuð mótmæli gegn aukinni vopnavæðingu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tveir lögreglumenn stigu út úr lög-
reglustöðinni á Hverfisgötu og ræddu stuttlega við hópinn sem tók sér stöðu úti í kuldanum klukkan fimm síðdegis. Fréttablaðið/anton brink
fyrstu viðbrögð og vegna öryggis
ríkisins.
„Lögreglunni var gert að taka sig í
gegn í þessum málum. Alþingi kom
að þessu öllu saman og úthlutaði
fjármagni fyrir þjálfun og búnaði,“
segir Ásgeir og bendir á að breyt
ingin sé ekki stórvægileg. Í stað þess
að byssur séu geymdar á lögreglu
stöðinni verði þær geymdar í bílum.
„Lögreglumenn munu ekki hafa
óheftan aðgang að byssum og meta
sjálfir notkun. Það er eingöngu verið
að stytta tímann sem það tekur að
vopnast ef yfirmenn ákveða það.
Skotárásir í nágrannalöndunum hafa
sýnt okkur hve mikilvægt er að við
bragðið sé gott.“
Ásgeir bendir á að samkvæmt
könnun sem var gerð meðal lög
reglumanna árið 2012 hafi 83,5
prósent lögreglumanna viljað hafa
skotvopn í læstum hirslum í bílum
og 70 prósent vilji alls ekki ganga
með vopn á sér.
„Við verðum ánægð ef við þurfum
ekki að endurskoða neitt af þessu og
getum látið staðar numið með þessa
sex bíla. En við skulum ekki gleyma
því að borgarar treysta á vernd lög
reglu og vilja ekki að hún sé van
búin í erfiðum aðstæðum sem leiðir
til þess að hún þurfi að fara af vett
vangi.“ erlabjorg@frettabladid.is
veðuR Fárviðri mun ganga yfir
sunnan og vestanvert landið og ná
hámarki rétt eftir hádegi SVlands
með miklum vindi og áframhaldandi
ofankomu. Veðrið mun leika höfuð
borgarsvæðið grátt fram eftir degi og
snjóa líklega fram undir kvöld.
Haraldur Eiríksson, veður
fræðingur á Veðurstofu Íslands,
segir lítið sem ekkert ferðaveður í
kortunum í dag. „Það bætir í vind
þegar líður á daginn með snjó
komu. Einnig er mikið af lausum
snjó sem mun fara af stað og spilla
færð á tiltölulega skömmum tíma,“
segir Eiríkur. „Síðan mun veðrið
ganga yfir landið en það verður að
öllum líkindum verst á suðvestan
verðu landinu.“
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hefur sent frá sér tilkynningu til að
vara fólk við veðrinu á morgun og
biðlar til einstaklinga á illa útbúnum
bifreiðum til vetraraksturs að halda
kyrru fyrir og bíða af sér storminn.
„Skólar verða opnir í fyrramálið en
hvert og eitt foreldri verður að meta
hvort að börnin skuli fara í skóla
eða hvort að þau skuli halda sig
heimavið,“ segir í tilkynningu lög
reglunnar.
Í kvöld mun svo draga mjög úr
vindi og ofankomu sunnan og vest
anlands, en hvessir norðan og austan
til. Það eru því líkur til að lítið ferða
veður verði á landinu í dag.– sa
Ekki viðrar
til ferðalaga
Ekki er von á góðu í dag.
Fréttablaðinu/StEFán
1 . D e S e M b e R 2 0 1 5 Þ R I ð j u D A g u R2 f R é t t I R ∙ f R é t t A b L A ð I ð
0
2
-1
2
-2
0
1
5
1
0
:5
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
4
9
-5
D
A
8
1
7
4
9
-5
C
6
C
1
7
4
9
-5
B
3
0
1
7
4
9
-5
9
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
3
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K