Fréttablaðið - 01.12.2015, Qupperneq 4
EKKERT
BRUÐL!Norðanfiskur Ýsubitar
Roð- og beinlausir, frosnir
Kjarnafæði Nautgripahakk
620 g, frosið1.298
kr. kg
Roð- og
beinlaus 898kr. 620 g
Óttast að missa fleiri
störf
1 NOREGUR Starfsmenn olíuris-ans Statoil óttast að fleiri störf
en ráðgert var verði flutt til landa
þar sem kostnaður er lágur, eins og
til dæmis Póllands. Stavanger Aften-
blad greinir frá því að lagt sé til að
350 störf verði flutt en mat ráðgjafar-
fyrirtækis sé að ekki sé hagkvæmt að
koma upp starfsstöð annars staðar
nema yfir 1.000 störf verði flutt.
Starfsmenn Statoil óttast að enn
fleiri störf verði flutt.
NORðURlöNdiN
1
2
3
Afhjúpaði glæpi en var
rekinn
2 SVÍÞJÓð Þegar Svíinn Anders Kompass, sem var háttsettur emb-
ættismaður Sameinuðu þjóðanna,
gerði viðvart í fyrra vegna kynferðisof-
beldis friðargæsluliða gegn börnum var
hann harðlega gagnrýndur. Hann var
látinn hætta störfum og reynt var að
þagga málið niður. Samkvæmt heimild-
um Dagens Nyheter hefur óháð nefnd
SÞ komist að þeirri niðurstöðu að hann
hafði rétt fyrir sér. Kompass tók aftur til
starfa sl. vor.
Mesta ofbeldið í Finn-
landi
3 FiNNlANd Pólitískan vilja vantar í Finnlandi til að taka á ofbeldi gegn
konum, að sögn sérfræðings hjá mann-
réttindasamtökunum Amnesty. Finnsk-
ar konur er hræddastar allra kvenna í
Evrópusambandinu við að vera beittar
ofbeldi. 47 prósent finnskra kvenna
hafa verið beitt andlegu, líkamlegu eða
kynferðislegu ofbeldi. Helmingur allra
barna í Finnlandi hefur verið beittur
kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi.
Meðaltalið í ESB er 35 prósent.
Eignarhaldið áhyggjuefniBensínlítrinn
var allt að
18 kr.
of dýr árið
2012.
Neytendur
borguðu
4-4,5
milljörðum
of mikið í bíla-
eldsneyti árið
2014.
Helstu niðurstöður
frumathugunar
18 kr.
NEytENdUR Til greina kemur að beita
verðstýringaraðferðum til að ná fram
markmiðum um lægra verð á bílaelds-
neyti, ef aðrar aðferðir duga ekki. Þetta
er mat Samkeppniseftirlitsins sem
birti í gær frumniðurstöður markaðs-
rannsóknar á eldsneytisverði. Rann-
sóknin hófst árið 2013.
Samkeppniseftirlitið telur að neyt-
endur hafi greitt samtals um 4.000-
4.500 milljónum krónum of mikið í
eldsneyti með virðisaukaskatti í smá-
sölu á árinu 2014. Álagning á bíla-
eldsneyti hafi verið óeðlilega há sem
nemur allt að 18 krónum á hvern lítra
af bensíni og 20 krónum á hvern lítra
dísilolíu á árinu 2012.
Samkeppniseftirlitið telur að verð-
stýring á mörkuðum sé neyðarúrræði.
Ekki kæmi til þessa fyrirkomulags
nema að undangengu mati á ferli þar
sem gripið hefði verið til allra mögu-
legra úrbóta til þess að efla samkeppni
og þær ekki dugað til. „Ef samkeppnis-
aðstæður eru hins vegar skaðlegar og
verð hærra en gera má ráð fyrir þegar
tekið tillit hefur verið tekið til legu
landsins, dreifðrar byggðar, veðurfars
og annarra þátta sem mögulega gætu
haft áhrif til hækkunar eldsneytis-
verði, þá getur það skilað árangri að
setja hámarksverð,“ segir í skýrslu
Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið bendir á að
fjarskiptafyrirtækjum á evrópskum
markaði, þar með talið íslenskum,
séu sett mörk á það hve hátt gjald
þau mega rukka fyrir símtöl milli
landa. Samkeppniseftirlitið segir
verðstýringu milli landa ekki vera
algenga á eldsneytismörkuðum en í
Lúxemborg, Belgíu, Möltu og Slóveníu
sé hámarksálagning ákveðin af hinu
opinbera. Jafnframt sé kveðið á um
hámarksverð eldsneytis í nokkrum
strjálbýlum fylkjum í Kanada.
Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri
Olís, segist ekki hafa mikla trú á að
opinberri verðstýringu. „Enda þætti
mér mjög sérstakt ef það ætti að taka
eldsneytismarkaðinn fyrir í þessu
samhengi. Ég veit ekki betur en að
almennt sé fólk að tala um að hér sé
hátt matvöruverð, hátt verð á fötum
og háir vextir. Er þá verið að tala um
að það eigi að fara í allsherjar verð-
stýringu á öllum mörkuðum? Því
skýrslan sem slík gæti verið skrifuð
um hvaða markað sem er. Hvort sem
það er bankamarkaðurinn, matvöru-
markaðurinn eða hvað annað,“ segir
hann.
Jón Ólafur segir að allt tal um að
álagning olíufélaganna hafi verið allt
að átján krónum of mikil sé úr lausu
lofti gripið. „Okkar félag, Olís, hefur
verið rekið á jöfnu eða með tapi frá
hruni,“ segir Jón Ólafur. Að lækka
verðið um fimmtán krónur á lítra
hefði kostað félagið um 1,5 milljarða
á ári. Það hefði ekki gengið upp.“
Í yfirlýsingu sem N1 sendi Kauphöll
Íslands í gærmorgun segir að álagning
á eldsneyti sé ekki of há. Til marks um
þetta sé sú staðreynd að arðsemi af
rekstri íslenskra olíufélaga á síðustu
árum sé minni en almennt þykir eðli-
legt að gera kröfur um.
Fréttablaðið náði ekki í Eggert Þór
Kristófersson, forstjóra N1, þegar
reynt var í gær. Valgeir Baldursson,
forstjóri Skeljungs, svaraði heldur ekki
símanum. jonhakon@frettabladid.is
Möguleiki að ríkið ákveði bensínverð
Samkeppniseftirlitið telur koma til greina að hið opinbera ákveði bensínverð. Neytendur greiði allt að 4,5 milljörðum of mikið í elds-
neyti á ári. Bensínlítrinn hafi verið allt að 18 krónum of dýr. Olíufélögin hafna fullyrðingunum. Segja afkomuna styðja mál sitt.
Almennt verð á bensíni er rétt undir 200 krónum á lítrann. N1 er stærsta olíufélagið. FréttAblAðið/Vilhelm
Hagnaður olíufélaganna
Samkvæmt ársreikningum Olís hefur félagið skilað tapi eftir skatta síðastliðin
fimm ár. Mest var tapið 2013 eða tæpar 154 milljónir króna. Minnst var það
árið 2014 eða tæpar 11,6 milljónir. Skeljungur hefur skilað hagnaði fimm ár
aftur í tímann. Mestur var hagnaðurinn 2010, eða tæpar 824 milljónir króna.
Minnstur var hann árið 2012 eða tæplega 49 milljónir króna. N1, sem er
stærsta olíufélagið, skilaði 11,8 milljarða króna tapi árið 2010 en hefur skilað
hagnaði eftir það. Mestur var hagnaðurinn 2011, eða um 4,5 milljarðar króna.
Hann nam 1,6 milljörðum króna í fyrra.
Skýrslan sem slík
gæti verið skrifuð
um hvaða markað sem er.
Hvort sem það er banka-
markaðurinn, matvöru-
markaðurinn
eða eitthvað
annað.
Jón Ólafur Halldórs-
son, forstjóri Olís
Samkeppniseftirlitið telur eignarhald í tveimur stórum keppinautum á elds-
neytismarkaðnum (N1 og Skeljungi) vera áhyggjuefni. Um 51 prósent eigenda
Skeljungs eigi samtals 23 prósent hlut í N1.
Til greina komi að setja fram leiðbeiningar til banka, sparisjóða, lífeyris-
sjóða, sjóðsstýringarfyrirtækja, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða og annarra
fjárfesta um eignarhald í tveimur eða fleiri keppinautum og þátttöku í
stjórnun þeirra fyrirtækja.
1 . d E S E m b E R 2 0 1 5 Þ R i ð J U d A G U R4 F R é t t i R ∙ F R é t t A b l A ð i ð
0
2
-1
2
-2
0
1
5
1
0
:5
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
4
9
-7
1
6
8
1
7
4
9
-7
0
2
C
1
7
4
9
-6
E
F
0
1
7
4
9
-6
D
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
3
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K