Fréttablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 8
Til mín hefur leitað X og falið mér að gæta hagsmuna sinna vegna æru- meiðandi ummæla sem þú viðhafðir um hann á Facebook, nánar tiltekið í umræðuhópi með nafninu X en ummælin virðist þú hafa látið falla í byrjun X 2015. Í bréfinu lýsir þú því að það var ekki „einn af draumum mínum að vera læst inn í herbergi meðan drengirnir skiptust á að uppfylla sínar óskir“. Af tilvitnuðum orðum verður ekki betur séð en að þarna sért þú að lýsa frelsissviptingu og nauðgun. „Margir fengu nú leyfi frá X til að gera það sem þeir vildu. Það var nú fínt þar sem hann gerði sama hlutinn. Það fékk enginn leyfi frá mér.“ Í tilvitnuðum ummælum felst ásökum um að umbj. minn hafi nauðgað þér og stuðlað að sambærilegum brotum gegn þér. Um er að ræða ásakanir um refsiverða háttsemi sem margra ára fangelsi liggur við samkvæmt íslenskum lögum sbr. meðal annars 1. mgr. 194 gr. laga nr. 19/1940. Ummæli hafa að geyma ærumeið- andi aðdróttun í garð umbjóðanda míns og varða við 235. gr laga nr. 19/1940. Úr kröfubréfi til konu sem sagði frá meintum kynferðisbrotum á Facebook. Ég er með tugi mála á mínu borði sem tengjast ærumeiðingum. Óvandaður fréttaflutningur kyndir undir svona hlutum. Fólk sér stríðsfyrirsögn um það að það sé einhver íbúð útbúin til nauðgana. Það sér eitthvað fyrir hugskots- sjónum sér og missir stjórn á sér. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlög- maður Úr bréfi til konu sem nafngreindi meintan geranda Dómsmál Konu sem sagði frá meintu kynferðisbroti á lokaðri umræðu- síðu á Facebook var sent kröfubréf í sumar og á hún yfir höfði sér máls- höfðun. Í ummælum hennar telur lög- fræðingur kæranda, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, felast ásökun um að kærandi hafi nauðgað henni og stuðlað að sambærilegum brotum annarra gegn konunni. Í kröfubréfi Vilhjálms til konunnar er þess krafist að hún biðjist afsök- unar á ummælunum og leiðrétti þau á þeim stað sem hún lét þau falla. Þá er þess krafist að hún greiði kæranda sínum 200.000 krónur í miskabætur og lögmannskostnað, 150.000 krón- ur, auk virðisauka. Henni voru gefnir fjórir dagar til að bregðast við bréf- inu. Bréfið barst henni í almennri póstsendingu degi fyrir kröfufrest. Hjartað tekur völdin Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæsta- réttarlögmaður segir múgæsingu í fjölmiðlum verða til þess að fólk tali og hegði sér með óábyrgari hætti en annars. Hann sækir fleiri æru- meiðingamál, þeirra á meðal nokkur sem tengjast meintum nauðgunum tveggja karlmanna í Hlíðahverfi eftir bekkjarskemmtanir í Háskólanum í Reykjavík. „Ég er með tugi mála á mínu borði sem tengjast ærumeið- ingum. Óvandaður fréttaflutningur kyndir undir svona hlutum. Fólk sér stríðsfyrirsögn um það að það sé ein- hver íbúð útbúin til nauðgana. Það sér eitthvað fyrir hugskotssjónum sér og missir stjórn á sér. Nauðgaraum- mæli sem verða kærð urðu undir hughrifum fjölmiðlaumfjallana um málið. Þegar þetta gerist, þá tekur hjartað völdin. Fólk gjörsamlega missir sig.“ Vilhjálmur telur bæði fólk og fjöl- miðla ekki átta sig á ábyrgð sinni. „Þetta er samspil fjölmiðla og ein- staklinga á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Snapchat, Twitter, WhatsApp og Instagram. Einstak- lingar verða að hugsa um þessa miðla sem sinn fjölmiðil. Svo eru kommentakerfin líka vettvangur þar sem þarf að gæta ábyrgðar. Það hefur svo margt breyst á stuttum tíma, fólk hafði áður ákveðinn umþóttunar- tíma. En í dag er fólk fljótt til ef það er í geðshræringu að láta ummæli falla sem hafa afleiðingar.“ Vilhjálmur segist ekki eltast við mál af þessu tagi nema þau séu alvar- leg. „Til mín leitar fólk sem hefur sannarlega ástæðu til að verjast ummælum á netinu. Mörg málanna fara ekki í gegnum dómskerfið held- ur eru leyst manna á milli.“ Tugir mála vegna ærumeiðinga Málshöfðunum vegna ærumeiðandi ummæla hefur fjölgað vegna opnari umræðu um kynferðisbrot, segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður. Fólk viti ekki alltaf þegar það brjóti lög. Það missi stjórn á sér í geðshræringu og átti sig ekki á afleiðingum þess. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir tugi mála á sínu borði vegna ærumeiðandi um- mæla sem hafi fallið á netinu. NordicpHoTos/geTTy Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is CRÉATIVE TECHNOLOGIE Frábær vinnuaðstaða með góðu aðgengi fyrir farm og farþega. 180° opnun á afturhurðum, rennihurð, þægileg hleðsluhæð, há sætisstaða og fjöldi geymslu- hólfa. Öflug en sparneytin 90 hestafla dísilvél ásamt spólvörn og ESP stöðugleikakerfi gera Berlingo Van að öruggum og hagkvæmum kosti fyrir þinn rekstur. Veldu traust umboð með einstöku þjónustuframboði fyrir bíla- og tækjaflota. KOMDU OG PRÓFAÐU CITROËN BERLINGO VAN - NÚNA Á LÆGRA VERÐI citroen.is • 3,3 M - 4,1 M HLEÐSLURÝMI • 850 KG BURÐARGETA • 3JA MANNA • SPARNEYTINN •3 3 Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. BETRI REKSTUR OG AUKIN ÞÆGINDI CITROËN BERLINGO VAN 1,6 HDi 90 hö dísil FRÁ: 2.950.000 KR. MEÐ VSK FRÁ: 2.850.000 KR. MEÐ VSK FRÁ: 2.379.032 KR. ÁN VSK FRÁ: 2.298.387 KR. ÁN VSK Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 15á ra afmæli Citroënhjá Brimborg Citroen_Berlingo_5x20_20150923_END.indd 1 24.9.2015 10:49:47 Ærumeiðandi ummæli konunnar segir Vilhjálmur brjóta í bága við 1. mgr. 194. gr. laga nr. 19/1940. 1 . D e s e m b e r 2 0 1 5 Þ r I Ð J U D A G U r8 f r é t t I r ∙ f r é t t A b l A Ð I Ð 0 2 -1 2 -2 0 1 5 1 0 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 4 9 -9 8 E 8 1 7 4 9 -9 7 A C 1 7 4 9 -9 6 7 0 1 7 4 9 -9 5 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.