Fréttablaðið - 01.12.2015, Page 15

Fréttablaðið - 01.12.2015, Page 15
Í dag 1. desember fögnum við Íslendingar fullveldinu sem við fengum formlega fyrir tæpum 100 árum. Raunar fer lítið fyrir hátíðahöldum á þessum degi, okkur þykir þetta fullveldi einhvern veg- inn sjálfsagt. En er það svo? Pólitískt fullveldi okkar Íslendinga fékkst ekki einungis með samningavið- ræðum við Dani, heldur fyrst og fremst vegna þess að við áttum það sem kalla má menningarlegt full- veldi þjóðar, okkar eigið tungumál, okkar eigin bókmenntir ritaðar á þessu tungumáli og okkar eigin sögu, skráða af okkur sjálfum. Þetta eru ekki sjálfsagðir hlutir hjá lítilli nýlenduþjóð og þeir skiptu öllu máli í kröfum okkar um sjálf- stætt, fullvalda ríki, því við upphaf nítjándu aldar var það naumast þjóð sem ekki átti þessa menningar- legu arfleifð sem við áttum, allra síst svo fámenn sem Íslendingar voru þá og eru raunar enn í alþjóðlegum samanburði. Tæknibyltingar Núna, tæpri öld eftir hinn pólitíska sigur stöndum við Íslendingar sem þjóð hins vegar frammi fyrir síst minni áskorun, áskorun sem getur leitt til þess að við glutrum niður tengslunum við arfleifð okkar áður en við áttum okkur á því. Þetta snýst vitaskuld um tæknibyltingu tölvanna og Netsins og stöðu okkar í þeim heimi sem það skapar. Allar meiri háttar tæknibyltingar upp- lýsingamiðlunar hafa gríðarlegar breytingar í för með sér. Innleiðing ritmáls á Íslandi var ein, prentverk- ið önnur, útvarpið þriðja, sjónvarp- ið fjórða. Í öllum þessum tilfellum bárum við gæfu til að mæta þeirri áskorun með því að tengja þessar tæknibyltingar við menningararf- leifð okkar og komum þannig í veg fyrir að hún rofnaði og yrði í mesta lagi að minnismerki um fyrri afrek. Netið er auðvitað stórkostleg tæknibylting að mörgu leyti, þótt hún eigi sínar skuggahliðar og við höfum hamast nokkuð vel í þeim ólgusjó sem hún veldur. En það er auðvelt að missa af lestinni og það eru nokkur augljós hættumerki sem við verðum að huga að ef svo á ekki að fara. Þetta snýst ekki aðeins um þörfina fyrir aðlögun tölvutækn- innar að íslensku máli, sem vissu- lega er forgangsmál og forsenda fyrir að ekki fari illa. Þetta er hins vegar stærra mál en svo; í hnattvæð- ingu Netsins gilda aðrar reglur en í hinum gamla heimi þjóðríkjanna með sín einangruðu mennta- og upplýsingakerfi. Í hnattvæðingu Netsins er íslenskur markaður undir einu prómilli að stærð og það er úti- lokað að við getum fótað okkar þar með svipuðum hætti og við gerðum á 20. öld, sem pólitískt fullvalda lýð- ræðisríki, ríki sem getur sett reglur og búið til sérhæfðar stofnanir til að viðhalda arfleifðinni og því menn- ingarlega fullveldi sem gerir okkur að þeirri þjóð sem við erum. Hvað þarf að gera? Sú menningarlega sköpun sem fram fer í þessu landi byggir enn á því menningarlega fullveldi sem við höfum, en það getur orðið þannig að þessi sköpun verði að mestu leyti undir stjórn stórfyrirtækja úti í heimi. Þau hafa vitanlega arðsemi sína að leiðarljósi og lái þeim hver sem vill. En fái þau að stýra menn- ingarneyslu Íslendinga og mestallri dreifingu þeirrar sköpunar sem fer fram í landinu, þá grefur það óhjá- kvæmilega hratt undan menningar- lega fullveldinu og sköpuninni í landinu. Við þurfum því að taka menningu okkar, bæði arfleifðina og samtíma- sköpunina og finna þeim farveg þar sem við höfum stjórn á dreifingunni og sköpunarforsendum. Þetta á auðvitað helst við um þær greinar menningarinnar sem dreifa má með stafrænum hætti, tónlist, bók- menntir, kvikmyndir. Tónlistin er þegar komin langleiðina út í það ástand sem sjá má fyrir sér að ríki á öðrum sviðum. Stórfyrirtæki á borð við Spotify dreifa íslenskri tónlist og hirða bróðurpartinn af hagnaðinum sem hlustun á þá tónlist skapar. Hvað er þá til ráða? Þjóðargátt íslenskrar menningar Við þurfum að skapa gátt fyrir íslenska menningu þar sem hægt er að dreifa íslenskri sköpun þannig að þeir sem starfa við hana fái eðli- legan arð af vinnu sinni; við þurfum gátt fyrir menningararfleifðina þar sem hægt er að sýna hana um allan heim á Netinu og stuðla að varð- veislu hennar; við þurfum gátt sem viðheldur tungunni og samhenginu í menningunni, við þurfum eina Þjóðargátt þar sem allir geta komið sinni sköpun að, listamenn, fyrir- tæki, söfn og mennta- og ferðamála- yfirvöld. Ef við náum þverpólitískri sam- stöðu (því öðruvísi gerist það ekki) gætum við orðið fyrsta fullvalda ríkið sem viðheldur fullveldi sínu á nýrri öld Netsins með því að nýta sér tækifæri þess til að dreifa sjálf sköpunarverkum þjóðarinnar, án þess að stórfyrirtæki utan lands hirði bróðurpartinn af arðinum. Þjóðin yrði sjálf í áskrift að þessari þjónustu með streymi og allir utan lands, sem áhuga hafa á íslenskri menningu, bókmenntum, kvik- myndum, tónlist hefðu aðgang að þessari þjónustu fyrir sanngjarnt gjald. Aðalatriðið er að þessi þjóðar- gátt yrði ekki rekin með hagnaðar- sjónarmiðum og að allir, sem hér sinna sköpun sem dreifa má staf- rænt, hefðu aðgang að henni fyrir sín verk. Þannig væri slík gátt ekki einungis menningarleg nýsköpun, heldur einnig lýðræðisleg. En tíminn er naumur, verði ekki brugðist við núna og tekið á þessu með myndugleik verður þess kannski ekki langt að bíða að við verðum nýlenda aftur, ekki endilega í pólitískum skilningi, heldur menn- ingarlegum. Fullveldið er nefnilega ekkert sjálfsagður hlutur, það þarf að endurnýja það í breyttum heimi og það gerir það enginn fyrir okkur. Þjóðargátt til nýs fullveldis Gauti Kristmannsson prófessor við HÍ Við þurfum því að taka menningu okkar, bæði arf- leifðina og samtímasköpun- ina og finna þeim farveg þar sem við höfum stjórn á dreifingunni og sköpunar- forsendum. Þetta á auðvitað helst við um þær greinar menningarinnar sem dreifa má með stafrænum hætti, tón- list, bókmenntir, kvikmyndir. Tónlistin er þegar komin lang- leiðina út í það ástand sem sjá má fyrir sér að ríki á öðrum sviðum. Stórfyrirtæki á borð við Spotify dreifa íslenskri tónlist og hirða bróður- partinn af hagnaðinum sem hlustun á þá tónlist skapar. Hvað er þá til ráða? Hvers konar heilbrigðiskerfi er það sem hættir að gefa sjúku fólki lyfið sem það þarf, dag- inn eftir að áætlaður lyfjakvóti – eða öllu heldur sjúklingakvóti – hefur verið uppfylltur? Hvernig líður þeim sem tekið hefur slíka ákvörðun? Að ekki sé minnst á þá sem þurfa að útskýra fyrir sjúklingi, kannski ungum krabbameinssjúklingi, að hann fái ekki nauðsynlegt lyf af því hann hafi orðið „of seinn“? Hann hafi nefnilega greinst eftir að „kvóti ársins“ var uppfylltur, til dæmis eftir 15. apríl á þessu ári. Þetta er engu að síður veruleikinn á Íslandi, eftir að tekinn var upp sá hátt- ur að binda greiðsluþátttökuheimild frá lyfjagreiðslunefnd fyrir tiltekin lyf við ákveðinn fjölda sjúklinga. Áður en þessi tilhögun var tekin upp var miðað við að sjúklingur með staðfestan sjúkdóm sem upfyllti ákveðin læknisfræðileg skilyrði fékk lyfið sem hann þurfti óháð því hversu margir aðrir sjúklingar voru að taka það. Afleiðingin af breytingunni er hins vegar sú, að daginn eftir að „kvótinn“ er uppfylltur, getur nýr sjúklingur ekki fengið besta fáanlega lyfið við sínum veikindum. Þannig er staðan í dag, séu læknar að fara eftir þeim reglum sem heilbrigðisráðu- neytið setur, sem maður skyldi ætla. Strax í apríl síðastliðnum var heil- brigðisráðherra gerð grein fyrir því, með bréfi frá formanni lyfjanefndar LSH (dags. 15. apríl 2015), að þá þegar væru fullnýttar allar heimildir fyrir krabbameinslyfin Jevtana og Kad- cyla, gigtarlyfið Benlysta og augn- lyfin Ozurdex og Eylea, og að nýir sjúklingar sem þyrftu á lyfjunum að halda fengju þau ekki lengur. Bréf lyfjanefndar er grafalvarlegur vitnisburður um hve þungbært það er fyrir lækna að fara eftir þessum reglum. Þar er bent á að það misrétti sem felst í því að setja kvóta á fjölda sjúklinga sé óásættanlegt, auk þess setji það lækna „í þá erfiðu stöðu að útskýra fyrir sjúklingi sínum að nauðsynlegt lyf standi honum ekki til boða vegna þess að ákveðnum fjölda sjúklinga hafi þegar verið náð“. Er því næst skorað á ráðherra að afnema fjöldatakmörkun sjúklinga varðandi ákveðin lyf hið fyrsta. Bréf ráðherra ömurleg lesning Svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heil- brigðisráðherra við þessu ákalli (dags. 21. apríl 2015) er ömurleg lesn- ing. Ráðherrann vísar til fjárheimilda sem ákveðnar séu af Alþingi á fjár- lögum hvers árs og þess vegna sé „nauðsynlegt að forgangsraða“ og „gæta aðhalds“. Í 1. gr. laga um heilbrigðisþjónustu (40/2007) er kveðið á um rétt fólks til þess að njóta „fullkomnustu heil- brigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði“. Réttur fólks að þessu leyti byggir á 76. gr. stjórnarskrárinnar og birtist einnig í félagsmálasáttmála Evrópu og alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem Ísland er aðili að. Það er þess vegna snautleg afgreiðsla – en segir auðvitað sína sögu – að heilbrigðis- ráðherra skuli vísa til fjárlaga, en ekki heilbrigðislaga, þegar málið snýst um rétt fólks til lífs og lækninga. Hvers konar samfélag er það sem virðir ekki sín eigin grunngildi, sína eigin löggjöf og stjórnarskrá, gagn- vart veikum samborgurum sínum? Hvers konar stjórnvöld eru það sem setja fjárveitingar ofar réttinum til lífs og lækninga? Það er auðvitað með öllu óásættanlegt að læknum sé gert að neita sjúklingum sem standa frammi fyrir hættulegum sjúkdómum um þá lyfjagjöf sem væri þeim fyrir bestu vegna þess að of margir hafi fengið lyfið á undan viðkomandi. Einn af hornsteinum siðaðra sam- félaga er heilbrigðiskerfið og sú sam- félagssátt sem aldrei fyrr hefur verið rofin á Íslandi að hlúð skuli að veiku fólki án þess að því sé mismunað. Með öðrum orðum: Það er forgangs- mál að heilbrigði og heilsa séu í fyrir- rúmi, og að sá réttur gangi ofar fjár- lögum. Líf er líf. Peningana eða lífið Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður Læknar eru settir í þá erfiðu stöðu að útskýra fyrir sjúk- lingi sínum að nauðsynlegt lyf standi honum ekki til boða vegna þess að ákveðn- um fjölda sjúklinga hafi þegar verið náð. Maria Luisa Blazquez Dagskrá: Fundarstjóri: Magnús Smári Snorrason, Háskólinn á Bifröst Aðgangur ókeypis, allir velkomnir Dagsetning: fimmtudagur 3. desember Staður: Hvammur, Grand Hótel Reykjavík Skráning: nmi.is Ávarp: Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís, Rannsóknamiðstöð Íslands Klasasetur Íslands Berglind Hallgrímsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands Miðlun þekkingar um klasa – Þáttur háskólanna Runólfur Smári Steinþórsson, Háskóli Íslands Að skilja og greina við mótun stefnu – Dæmisögur af árangri Maria Luisa Blazquez, frá háskólanum Pontificia Conillas, ICADE og IESE Business School Sjónarmið stjórnvalda Elvar Knútur Valsson, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti Kynning á nýju klasaframtaki Kynnir Ögmundur Haukur Knútsson, Háskólinn á Akureyri Álklasinn – Guðbjörg Óskarsdóttir Heilbrigðisklasinn – Friðfinnur Hermannsson Hönnunarmiðstöð íslands – Halla Helgadóttir Ársrit klasa – kynning og kortlagning klasa á Íslandi Hannes Ottósson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands Ráðstefnulok Vinnustofa fyrir klasastjóra með Mariu Luisa Blazquez vettvangi. Léttar veitingar á meðan vinnustofu stendur. Kl. 09:00 – 09:10 Kl. 09:10 – 09:15 Kl. 09:15 – 09:25 Kl. 09:25 – 09:55 Kl. 09:55 – 10:05 Kl. 10:05 – 10:20 Kl. 10:20 – 10:30 Kl. 10:30 til 12:00 Maria Luisa Blazquez er prófessor í háskólanum Pontificia Conillas, ICADE og kennir einnig við IESE Business School á Spáni. Sérsvið hennar er stefnumótun, samkeppnihæfni og klasar. Maria Luisa starfar náið með European Foundation for Cluster Excellence og hefur viðamikla reynslu sem ráðgjafi hjá Arthur D. Little and Gemini ráðgjafafyrirtækinu. Stefnumótun – Samkeppnishæfni og árangur klasa Klasasetur Íslands s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 15Þ R i ð J u D A G u R 1 . D e s e m B e R 2 0 1 5 0 2 -1 2 -2 0 1 5 1 0 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 4 9 -6 2 9 8 1 7 4 9 -6 1 5 C 1 7 4 9 -6 0 2 0 1 7 4 9 -5 E E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.