Fréttablaðið - 01.12.2015, Page 18
Á síðasta ári stunduðu 1.293 háskólanemar á 22 mismun-andi námsbrautum nám sitt á
Landspítala. Ég var einn þessara nema
og fyrir okkur er Landspítali ekki bara
sjúkrahús heldur kennslustofa og
þjálfunaraðstaða. Á Landspítala hef ég
lært flest það mikilvæga sem ég kann
í læknisfræði, að tala við mjög veikt
og kvíðið fólk, sauma sár, velja réttu
sýklalyfin og margt fleira. Ég gerði BS-
rannsóknina mína við Landspítala
líkt og hundruð annarra nema sem
skila BS-, BA-, meistara- eða doktors-
ritgerð í HÍ og HR á hverju ári. Þar þró-
aði ég setninguna „Ég sé að þú hefur
fengið stærsta herbergið“ til að kæta
þá sem þurftu að liggja á ganginum
vegna plássleysis og þar hef ég séð að
ástandið er algjörlega óviðunandi.
Vanrækt aðalatriði í umræðunni
Flestum virðist ljóst að reisa þurfi
nýjan Landspítala en staðsetning
nýs spítala hefur orðið talsvert hita-
mál og umræðan einkum snúist um
umferðar mál. Hringbraut varð fyrir
valinu í kjölfar ítarlegrar greiningar-
vinnu sem m.a. tók tillit til nálægðar
við HÍ. Í umræðunni virðist þessi
þáttur nú hafa verið settur í annað, ef
ekki þriðja sæti. Gagnrýnendur telja
að nálægð háskóla sé óþarfi þar sem
að á nýja spítalanum verði aðstaða
fyrir nemendur og hægt er að senda
tölvupóst milli stofnana. Ég hef fengið
að vera hluti af því mennta- og rann-
sóknarstarfi sem fer fram á Landspít-
ala og ég held að þetta sé stórkost-
legt vanmat á mikilvægi sambands
háskóla og Landspítala og nálægðar
í því samhengi. Ég er ekki tilbúinn að
samþykkja að það eina sem skiptir
máli við val á staðsetningu nýs spítala
sé hvernig best er að keyra þangað.
Háskólasjúkrahús
er betra sjúkrahús
Ég skynjaði það fljótt að Landspítali
er háskólasjúkrahús. Kennslan er
metnaðarfull og í fyrirlestrum mátti
líta gröf og tilvitnanir úr tímamóta-
rannsóknum eftir kennarann. Mér
varð ljóst að á Landspítala er öflugt
þekkingarsamfélag á heimsmæli-
kvarða. Kennsla leiðir af sér nýjar
kynslóðir heilbrigðisstarfsfólks auk
þess sem hún viðheldur þekkingu
kennaranna. Vísindastarf skilar nýrri
þekkingu til sjúklinga mörgum árum
áður en hún ratar í kennslubækur.
Margir heilbrigðisstarfsmenn starfa
því bæði fyrir háskóla sem kennarar
og vísindamenn og fyrir spítala sem
heilbrigðisstarfsfólk. Þannig sinna
þau tveimur störfum sem tvinnast í
eitt á Landspítala og geta veitt þjón-
ustu sem ekki fengist með öðrum
hætti.
Nálægð skiptir máli
Nálægð sjúkrahúss og háskóla er
lykilatriði í góðu og frjóu samstarfi.
Það er ómetanlegt fyrir sjúkrahús
að vera huglægur hluti af háskóla en
ávinningurinn er illa áþreifanlegur.
Samnýting tækjabúnaðar, persónu-
legar og stuttar boðleiðir og auðvelt
aðgengi að sjúklingum, starfsfólki og
rannsóknargögnum eru hins vegar
afar áþreifanleg dæmi um þætti
sem krefjast nálægðar og skerðast ef
spítali og háskóli eru færðir í sundur.
Nú rís þekkingarklasi í Vatnsmýrinni
þar sem HÍ, HR, DeCode og Alvogen
ryðja veginn fyrir heilbrigðistengda
nýsköpun á Íslandi. Með nánu sam-
starfi við þessa aðila skapast gríðar-
leg tækifæri fyrir heilbrigðiskerfi
og efnahag sem skerðast til mikilla
muna með aukinni fjarlægð. Þess
vegna leitast öll helstu háskólasjúkra-
hús í heimi við að umkringja sig svip-
uðum þekkingarklasa og þeim sem
rís nú í Vatnsmýrinni.
Farsæl sambúð í stað fjarbúðar
Landspítali er undirstaða mennt-
unar og rannsókna í heilbrigðisvís-
indum á Íslandi. Á þannig stofnun
vil ég starfa. Það er staðreynd að stór
hluti HÍ verður að vera á sama stað
og Landspítali ef ekki á að draga úr
þjónustu, rannsóknarstarfi og sam-
þættingu rannsókna og klínískrar
starfsemi. Þetta er ekki aukaatriði
eins og sumir vilja meina. Þetta er
aðalatriði sem ekki má líta framhjá.
Sjúklingurinn er í fyrsta sæti og með
því að setja rannsóknir og menntun
í öndvegi tryggjum við öfluga heil-
brigðisþjónustu fyrir sjúklinga dags-
ins í dag og sjúklinga framtíðarinnar.
Þetta fæst ekki með fjarbúð. Þetta
fæst með sambúð tveggja stofnana
sem eru svona svakalega skotnar
hvor í annarri.
Landspítali + háskóli
= sönn ást
Mig setti hljóðan við orð Har-aldar Einarssonar á Alþingi þann 12. nóvember, þar
sem þingmaðurinn fullyrti „að draga
[mætti] úr eða nánast lækna 63%
þeirra sem greinast með ADHD með
breyttu mataræði“. Máli sínu til stuðn-
ings vísaði Haraldur til bókarinnar
Meltingarvegurinn og geðheilsa eftir
Dr. Natöshu Campbell-McBride. Sagði
efnið nokkuð torlesið, en ítrekar að
höfundur rökstyðji mál sitt rækilega.
Samkvæmt heimasíðu Alþingis
stundar 8. þingmaður Suðurkjör-
dæmis háskólanám og ætti því að vera
fær um að staðreyna gildi heimilda. Í
einhverjum heimóttarskap yfirsést
Haraldi þó að Dr. Campbell-McBride
hefur aldrei lagt fram gögn sem styðja
fullyrðingar hennar, hvað þá gert
öðrum kleift að staðreyna þær.
Slæmt mataræði, hvað þá fæðuóþol
eða ofnæmi, setur alla út af laginu.
Ég hef sjálfur reynt að slíkt getur ýtt
undir neikvæð einkenni ADHD. En
Dr. Campbell-McBride vill meina að
GAPS mataræðið jafnvel „lækni“ með-
fædda taugaþroskaröskun á borð við
ADHD, svo ekki sé minnst á einhverfu,
þráhyggju, geðklofa … listinn teygir
sig í hundraðið! Hingað til hafa flestar
gagnreyndar rannsóknir staðfest að
stórkostleg breyting á mataræði er svo
mikið inngrip í daglegt líf einstaklings
að engin leið er að draga ályktanir
hvað ADHD varðar. Því kemur varla
á óvart að vafi leiki á læknisfræðilegri
menntun Dr. Campbell-McBride, en
vissulega nam hún síðar næringar-
fræði og selur grimmt bækur og fæðu-
bótarefni sem byggja á hugmyndum
hennar. Mér væri ljúft og skylt að
senda Haraldi nokkra tengla til upp-
lýsingar.
Á haustfundi Framsóknarflokks-
ins fann formaður sig knúinn til að
kvarta yfir ótrúlegu „umburðarlyndi
fyrir bulli og rangfærslum“. Með eftir-
farandi orð í huga bið ég Sigmund
Davíð vinsamlegast að huga að eigin
framsóknarkálfum áður en lengra er
haldið:
Það er mikið af marklausum yrðingum
hjá mönnum sem tala með virðingu
um þessa alþingisbola
sem ætti ekki að þola
nema í nautheldum girðingum.
(höf. Jóhann S. Hannesson, Hlymrek
á sextugu)
Marklausar yrðingar
alþingisbola
Það er staðreynd að stór
hluti HÍ verður að vera á
sama stað og Landspítali ef
ekki á að draga úr þjónustu,
rannsóknarstarfi og sam-
þættingu rannsókna og
klínískrar starfsemi.
Mér væri ljúft og skylt að
senda Haraldi nokkra tengla
til upplýsingar.
Sæmundur
Rögnvaldsson
5. árs læknanemi
og formaður Fé-
lags læknanema
Vilhjálmur
Hjálmarsson
einstaklingur
með ADHD
Breytingar á höfundalögum eru í vændum og þá er vert að huga að þeim breytingum sem eiga
sér stað. Endurskoðun laga um höf-
undarétt og afleidd réttindi hans er
tímabær og einn hornsteina þeirra
stjórnmálasamtaka sem ég tilheyri,
Pírötum. Höfundaréttur er nefni-
lega dæmi um lög, sem voru sett út
frá ákveðnum forsendum sem ekki
eiga endilega við lengur. Það þarf að
endurskoða forsendur þeirra.
Innan höfundalaga eru tvær for-
sendur sem takast á: Annars vegar er
það siðferðislegur réttur höfundar
til að vera kenndur við verk sitt og
stjórna fyrstu birtingu verka sinna.
Hins vegar eru það efnahagsleg rétt-
indi sem eru tryggð með afleiddum
réttindum höfundaréttar.
Siðferðislegur réttur höfunda
byggist á þeirri hugmynd að sérhver
sé höfundur orða sinna og verði það
alltaf. Það getur enginn tekið orðin
af manni. Þetta er grundvöllur alls
höfundaréttar og sá hluti höfunda-
réttar sem ég vil standa vörð um.
Þessi réttindi eru ekki framseljanleg.
Það sama er ekki hægt að segja um
afleidd réttindi.
Afleidd réttindi höfundaréttar eru
fjölmörg. Í máli lögfræðinga kallast
þau rétthafaréttur. Öll eiga þau það
sameiginlegt að vera samtvinnuð
efnahagslegum ávinningi tengdum
verkum höfunda. Þetta eru einkaleyfi
á því að flytja, dreifa, birta eða gefa út
ákveðin verk, eftir samkomulagi við
höfunda.
Rétthafaréttur er ekki höfunda-
réttur í þeim siðferðislega skilningi
sem grunnhugmyndin er byggð á.
Hægt að rekja hann aftur til miðalda,
til borgríkis Lundúna þar sem einka-
leyfi voru gefin út til að fá að prenta
bækur. Síðar samtvinnuðust þessi
efnahagslegu réttindi við siðferðis-
legan rétt höfunda. Úr varð vafningur
siðferðislegra og efnahagslegra rétt-
inda þar sem erfitt er að greina hvað
er hvað.
Höfundalög geyma margslungin
réttindi í íslenskum lögum. Í þeim
má finna bæði grunnforsenduna að
vera kenndur við verk sitt og afleidd
réttindi hennar. Rétthafar eru þó ekki
endilega höfundar. Sumir höfundar
eru rétthafar, en ekki allir rétthafar
eru höfundar. Höfundar framselja
í ríkum mæli efnahagsleg réttindi
sín, leyfi til að birta, dreifa og gefa út
verkin. Oftar en ekki eru það útgáfu-
fyrirtæki eða stærri einingar sem fara
með þessi réttindi í nafni höfunda.
Ólíkir hagsmunahópar
Þetta er sá hluti höfundalaga sem ég
set spurningamerki við. Höfundalög
eiga að þjóna hagsmunum höfunda
og styrkja þá í sambandi sínu við
handhafa útgáfuréttarins og dreif-
ingaréttarins. Rétthafarétturinn
hefur fengið of sterkt vægi og honum
er blandað um of við höfundaréttinn
með því að setja hann inn í höfunda-
lög. Þarna eru oft ólíkir hagsmuna-
hópar.
Nú stendur til að gefa innheimtu-
samtökum ríkari heimildir til þess
að semja um innheimtugjöld fyrir
hönd rétthafa innan ákveðinnar
listgreinar, fyrirkomulag sem kallast
samningskvaðaleyfi (á ensku exten-
ded collective licensing). Þetta þýðir
að innheimtusamtök fái leyfi til þess
að innheimta og útdeila gjöldum
fyrir hönd rétthafa, þótt þeir standi
utan þessara samtaka. Það getur vel
verið að samningskvaðaleyfi séu
hagkvæm fyrir land eins og Ísland,
sem er lítið og takmarkað.
Hins vegar er mikilvægt að höf-
undalög gæti fyrst og fremst hags-
muna höfunda. Með því að setja lög
um samningskvaðir inn í höfundalög
er verið að blanda saman réttindum
innheimtusamtaka og höfunda. Það
þarf að skýra línuna á milli þeirra.
Eitt helsta vandamál núverandi höf-
undalaga er að höfundar hafa ekki
nógu skýra og sterka rödd. Með því
að setja ekki nógu skýr mörk á milli
þessara réttinda veikjum við stöðu
höfunda og styrkjum stöðu útgáfu-
fyrirtækja, dreifingaraðila, sem
hafa einhver réttindi sem eru ýmist
aðkeypt eða afsöluð af höfundum
með lélegum samningum. Hags-
munir höfunda og rétthafa fara ekki
alltaf saman, hvað þá hagsmunir
innheimtusamtaka.
Til verndar höfundum eða
milliliðum?
Ásta Guðrún
Helgadóttir
þingmaður Pírata
Hagsmunir höfunda og rétt-
hafa fara ekki alltaf saman,
hvað þá hagsmunir inn-
heimtusamtaka.
1 . d e s e m b e r 2 0 1 5 Þ r I Ð J U d A G U r18 s k o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð
0
2
-1
2
-2
0
1
5
1
0
:5
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
4
9
-7
B
4
8
1
7
4
9
-7
A
0
C
1
7
4
9
-7
8
D
0
1
7
4
9
-7
7
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
3
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K