Fréttablaðið - 01.12.2015, Page 24

Fréttablaðið - 01.12.2015, Page 24
Nú heyrir framleiðsla Trabantsins sögunni til, en bíllinn er þó víða enn í hávegum hafður og til dæmis er hægt að leigja sér bílferð um Berlín á Traböntum. Þessum Trabant 601 hefur sannarlega verið vel við haldið og pólskur eigandi hans hefur ótal sinnum skipt um vél í bílnum og sífellt hefur hann orðið öflugri. Bílinn hefur hann átt í 14 ár, en hann var framleiddur á níunda áratug síðustu aldar. Fyrst skipti hann 0,6 lítra og tveggja strokka upphaflegu vélinni út fyrir 1,1 lítra vél úr Volkswagen Polo sem síðan fékk að fjúka fyrir 1,3 lítra vél. Það þótti eigandanum ekki nóg og í fór 1,8 lítra vél og síðan 2,0 lítra vél úr Golf GTI. Nokkrum árum seinna eyðilagði eigandinn Audi TT bíl sinn og notaði hann þá 270 hestafla vélina úr honum í Trabantinn. Þann- ig búinn er hann 4,5 sekúndur í hundraðið og 15,5 sekúndur í 200. Það hjálpar náttúrulega til hversu léttur þessi bíll er. Bremsurnar eru einnig úr Audi og 312 mm diskar að framan og 256 mm að aftan, enda dugar ekkert minna fyrir svo öflugan bíl. Bíllinn er einnig útbúinn ABS- og ESP- kerfum.  Flottasti og öflugasti Trabantinn og er 270 hestöfl Bílasafnarar ættu að kætast yfir þeirri ákvörðun Mercedes Benz að fækka hjá sér gömlum safn- gripum og selja almenningi marga gamla Merc edes Benz bíla. Þetta eru bílar allt frá árinu 1929 til 1995 og hafa verið í eigu bílasafns Mercedes Benz í Fellbach í ná- grenni Stuttgart. Þessa bíla kalla þeir Mercedes-menn „All Time Stars“ og flokka þá bíla sem selja á í þrjá flokka: „Premium Edition, Collectors Edition og Drivers Edi- tion“. Þar má finna bíla eins og 1994 árgerðina af Mercedes Benz E 60 AMG Limited með 6,0 lítra V8 og 381 hestafla bensínvél, en aðeins 12 slíkir bílar voru fram- leiddir. Bíllinn er fær um að taka sprettinn í 100 á 5,4 sekúndum og hámarkshraði hans er takmarkað- ur við 250 km/klst. Að sjálfsögðu fellur þessi bíll í flokkinn „Collec- tors Edition“ og verð hans er í takt við það, eða 189.000 evrur. Það er um 26,7 milljónir króna. Þessum bíl hefur aðeins verið ekið 74.800 kílómetra. Elsti bíllinn er 1929 ár- gerðin af Type 630 Kompressor, en sá nýjasti E 320 blæjubíll frá árinu 1995. Allir bílarnir sem seldir verða fara í gegnum grand- skoðun þar sem 160 atriði eru yfir farin. Bílarnir eru ennfrem- ur allir með nákvæmlega skráða sögu. Mercedes Benz selur gamla safnbíla S tofnuð hefur verið vef- síðan sjalfsalinn.is með það markmiði að fólk geti nú loks selt bíla sína milliliða- laust og án þess kostn- aðar sem því fylgir að þiggja þjónustu bílasala. Á vefn- um gefst almenningi kostur á að auglýsa bíla sína til sölu, en það er frítt til áramóta. Þeir sem eru í kauphugleiðingum geta skoðað auglýsingarnar og leitað í þeim að ákveðnum tegundum og gerð- um bíla, náð sambandi við aug- lýsendur og loks gengið frá milli- liðalausum kaupum. Af hverju ekki að kaupa bíl milliliðalaust? Hugmyndin að þessum nýja vett- vangi milliliðalausra bílavið- skipta kviknaði hjá skólafélögum í háskólanum að Bifröst í apríl í fyrra eftir að annar þeirra hafði selt bílinn sinn í gegnum bílasölu og greitt tilheyrandi þóknun fyrir viðvikið. Þá vaknaði spurningin: „Af hverju er ekki til auglýsinga- miðill á netinu þar sem fólk sem er í söluhugleiðingum getur aug- lýst farartæki til sölu á einfald- an hátt og væntanlegir kaupend- ur leitað að faratækjum í gegn- um öfluga leitarvél, keypt og selt milliliðalaust á eigin ábyrgð?“ Einfaldur vefur í notkun Sjálfsalinn.is er fyrir alla. Það var meginmarkmið við uppsetn- ingu hans að hann væri sem ein- faldastur í allri notkun. Seljend- ur þurfa að skrá sig inn á vefinn undir nafni, heimilisfangi, síma- númeri og netfangi til að fá virk- an aðgang. Til að skrá farartæki til sölu er fastanúmerið slegið inn og í kjölfarið sækir sjalfsal- inn.is grunnupplýsingar um far- artækið í gagnagrunn Ökutækja- skrár. Hugsanlegir kaupendur geta, eftir að hafa séð auglýsing- una og skoðað upplýsingarnar frá Ökutækjaskrá og frá seljanda um farar tækið, haft samband við seljanda um síma eða í tölvupósti. Í stuttu spjalli við Stefán Þór Sig- fússon, umsjónarmanns vefjar- ins, kemur í ljós að fjölmargir bílar hafa nú þegar skipt um eig- endur og aðeins komið jákvæð viðbrögð frá viðskiptavinum. Borist hefur töluvert af ábend- ingum, hugmyndum og spurning- um og það þykir forsvarsmönnum vefjarins mjög vænt um. Á síð- unni er fólk ýmist að skipta á far- artækjum jafnvel með milligjöf, eða selja farartækin sín beint. gerir mögulegt að selja bílinn án kostnaðar Hugmyndin að sjalfsalinn.is kviknaði hjá skólafélögum á Bifröst í fyrra. Fríar auglýsingar á vefnum til áramóta. Margir bíða spenntir eftir Volvo S90 bílnum sem leysa mun af hólmi S80 á næsta ári. Volvo hefur ekki sýnt endanlegt útlit bílsins en það fá gestir á bílasýningunni í Detroit að berja augum er sýningin verður opnuð í janúar. Þarna er á ferðinni flaggskip Volvo í fólksbílaflokki og bíllinn er það stór að hann er með sama undirvagn og XC90-jeppinn nýi. Það er ekki það eina sem bílarnir munu eiga sameiginlegt því drifrásir bílanna verða að mestu þær sömu, meðal annars Plug-In-Hybrid útgáfan sem er um 400 hestöfl. Volvo mun einnig bjóða V90-langbaksútgáfu nýja fólksbílsins og hugsanlega verður einnig í boði Cross Country útgáfa af bílnum, eins og svo títt er með bílgerðir Volvo þessa dagana. Núverandi Volvo S80 bíll er orðinn ansi gamall, eða frá árinu 2006 og því verður hann orðinn 10 ára þegar kemur að sölu á S90. Volvo kynnir nýja S90 flaggskipið í Detroit Mercedes Benz E 60 AMG Limited er einn dýrgripanna sem seldir verða. Hlutskipti bíleigenda landsins um þessar mundir. fréttABLAðið/GvA Vel gengur hjá sportbíladeild Fiat, Abarth, og hefur hún selt 50% fleiri bíla í ár en í fyrra og ætlar að tvöfalda sölukerfi sitt og auka úrval bíla sinna. Salan er þó ekki neitt stórvægileg ennþá, en það stefnir í um 10.000 bíla sölu hjá deildinni í ár. Ekki er úrvalið sem deildin býður þó mikið, heldur eru það aðeins mismunandi gerðir Fiat 500 Abarth bíla. Abarth ætlar þó að kynna á næstunni nýjan bíl sem ekki er komið nafn á og meiningin er einnig að bjóða nýjan Fiat 124 Spider í Abarth-útgáfu. Fiat er nú með um 300 sölustaði Abarth-bíla en ætlar að fjölga þeim í 750 og selja þá á stöðum sem þegar selja venjulega Fiat-bíla. Fiat telur að sala Abarth-bíla á sölustöðum Fiat hjálpi ímynd Fiat og að sala þeirra komi til með að hjálpa þessum sölustöðum mikið, þar sem mikil eftirspurn er eftir öflugum smábílum nú. Abarth-bílarnir eru talsvert dýrari en grunngerðir Fiat 500. Hefðbundinn Fiat 500 kostar 13.600 evrur, en Abarth-útgáfur þeirra byrja í 18.000 evrum. Þeir allra dýrustu kosta 40-50.000 evrur. Fiat ætlar einnig að hefja keppni í ralli á Fiat Abarth bílum og hefur valið til þess Fiat 124 Abarth, sem er þó mikið breyttur til akstursins. Fiat átti góðu gengi að fagna í World Rally Championship á áttunda og níunda ára- tugnum með Fiat 131 Abarth bílum. Stærstu markaðir Abarth-bíla eru í Bret- landi og á Ítalíu og eru þeir tveir markaðir svo til jafn stórir. Þriðji stærsti markaðurinn er svo í Japan. Fiat Abarth með 50% söluaukningu og vill meira bílar Fréttablaðið 2 1. desember 2015 ÞRIÐJUDAGUR 0 2 -1 2 -2 0 1 5 1 0 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 4 9 -9 D D 8 1 7 4 9 -9 C 9 C 1 7 4 9 -9 B 6 0 1 7 4 9 -9 A 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.