Fréttablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 26
V
olkswagen hefur fram-
leitt Caddy frá árinu
1980 og þá aðallega
sem sendibíl og var
hann í fyrstu byggð-
ur á Golf-bílnum. Svo
er þó ekki lengur og er
hann nú nýkominn af fjórðu kyn-
slóð. Caddy hefur í nokkurn tíma
einnig verið í boði sem hefðbund-
inn fólksbíll því þar fer rúmgóð-
ur bíll með mikið notagildi. Nú má
fá Volkswagen Caddy bæði sem
5 og 7 manna bíl og er sá stærri
með þremur sætaröðum. Öll sætin
í þessum bílum eru fyrir fullorðna
og hátt þak bílsins tryggir að það
er mikið höfuðrými og reynd-
ar er fótarýmið yfrið líka. Sætin
eru auk þess stór og góð í bílnum,
ætluð fyrir fullorðna og framsæt-
in með óvenjulegri og góðri setu.
Síðan er ekkert mál að taka sætis-
bekkina úr bílnum og búa til ótrú-
lega stórt flutningsrými. Það gæti
verið afar praktískt fyrir hjól-
reiðafólk sem getur látið hjólin sín
standa upprétt sökum lofthæðar-
innar og mikils rýmis og vel má
koma fyrir 3-4 hjólum sem standa
þá hlið við hlið. Caddy er því
heppilegur bíll fyrir fólk með alls
konar ævintýraþrá þar sem notast
er við fyrirferðarmikinn búnað.
Mikið notagildi og þægileg
umgengni
Greinarritari fékk tækifæri á að
prófa þennan kostagrip og það
í 5 manna útfærslunni. Í prufu-
akstri yfir helgi sannaðist nota-
gildi og gæði þessa bíls. Fyrir
það fyrsta er bíllinn greinilega
ákaflega vel smíðaður og þéttur.
Bara þarf að opna og loka sterk-
legum hurðunum til að fá þá til-
finningu strax. Talandi um hurð-
ir á Caddy þá hefur þessi bíll
þann kost að vera með renni-
hurðum á báðum hliðum, en það
er ákaflega þægilegt í vinda-
sömu landi og þar sem þröngt
er um vik. Þessi bíll er örugg-
lega kjörinn fyrir barnmargar
fjölskyldur með öll sín sæti auk
góðs flutningsrýmis, sem er 750
lítrar í 5 manna bílnum og 530
lítrar í þeim 7 manna. Öll um-
gengni um bílinn er svo þægi-
leg og ekki skortir á festingarn-
ar fyrir barnabílstólana. Þessi
fjórða kynslóð Caddy er mikið
uppfærð, með meiri staðalbún-
aði, öryggi og aðstoðarkerfum
fyrir ökumann. Fá má bílinn
með dísil-, bensín-, og metanvél-
um, beinskiptan eða sjálfskiptan,
framhjóladrifinn eða fjórhjóla-
drifinn.
Eyðslugrönn en dugleg dísilvél
Bíllinn sem prófaður var er með
102 hestafla 1,4 lítra dísilvél sem
togar ansi vél þrátt fyrir hóf-
lega hestaflatölu. Fyrir vikið er
hann hvorki nein spyrnukerra
né letingi og vel má spretta úr
spori ef liggur á. Bíllinn reynd-
ist einkar þægilegur í akstri og
afar þéttur. Fjöðrunin er þægi-
leg en ekki sportleg og á það vel
við þessa gerð bíls. Í hóflegum
bæjarakstri er vel mögulegt að
halda þessum dísilbíl í um 5 lítra
eyðslu og gaman væri að reyna
að ná honum nálægt 4 lítrum ut-
anbæjar, þó það hafi ekki verið
reynt. Í venjulegum akstri þar
sem stundum er reynt á vélina
er hann með á milli 6 og 7 lítra í
eyðslu og er það afar viðunandi
með svo stóran bíl. Það sem vakti
einna helst furðu mína við akstur
Caddy var hve hljóðlátur bílinn
var og greinilegt er að Volkswa-
gen hefur lagt mun meiri áherslu
á einangrun bílsins en í sendi-
bílaútgáfum hans. Annað gott
sem segja má um bílinn er verð
hans en þennan myndar lega og
praktíska bíl má fá frá 3.770.000
kr. Það er í sjálfu sér ekki skrít-
ið að margir leigubílstjórar þessa
lands hafi valið Caddy sem vinnu-
tæki sitt. Stór bíll með mörgum
sætum, stóru flutningsrými og
eyðslugrönnum en dugmiklum
vélum hlýtur að vera ágæt upp-
skrift að leigubíl.
Caddy fyrir athafnamanninn
Einn praktískasti bíll sem fá má fyrir jafnt barnmargar fjölskyldur sem athafnafólk.
Volkswagen Caddy er ferlega praktískur í fjölskylduútgáfu jafnt sem sendibíll. fréttablaðið/gVa
J
ón Hafþór Marteins-
son stofnaði fyrirtæk-
ið Tækniþjónustu bif-
reiða fyrir 16 árum. Auk
þess að vera bifvélavirki
er hann menntaður kerfis-
tæknir (Systemtechn iker)
frá Bosch í Þýskalandi. Fyrir tækið
tók fyrst um sinn að sér viðgerðir
og þjónustu við þýska bíla, en fljót-
lega bættist við sala á varahlut-
um. Nú eru fyrirtækin tvö, annars
vegar Tækniþjónusta bifreiða sem
sér um viðgerðir á þýskum bílum
og svo bifreid.is sem er varahluta-
verslun og sérhæfir sig einnig í
þýskum bifreiðum. Mikil reynsla
liggur að baki fyrirtækinu, bæði
í þjónustu og verslun með vara-
hluti. Fyrirtækin tvö eru til húsa í
Hjallahrauni í Hafnarfirði.
Flestir í fjölskyldunni í fyrirtækinu
Tækniþjónusta bifreiða er fjöl-
skyldufyrirtæki. Margir sem
vinna innan fyrirtækisins hafa í
raun alist þar upp og er það enn
þannig að allir í fjölskyldunni,
ungir sem aldnir, leggja hönd á
plóginn þegar álagið er mikið eða
breytingar standa yfir. „Hér eru
börnin aldrei fyrir ef þau heim-
sækja foreldra í vinnuna heldur
finna þau verkefni við sitt hæfi
og því oft líf og fjör hjá okkur.
Stór hluti af föstum starfsmönn-
um er einnig í fjölskyldunni,“
segir Jón Hafþór.
Í hádeginu hittast starfsmenn á
efri hæð verslunarinnar og gæða
sér á heimatilbúnum fjölskyldu-
mat, framreiddum af ættmóður-
inni. Oft er um að ræða mat sem
fæstir eiga að venjast dagsdag-
lega, sérstaklega ungu drengirnir
sem hafa starfað í styttri tíma, en
t.d. þegar viðtalið var tekið var
siginn fiskur á boðstólum.
Árleg vestfirsk skötuveisla
Fjölskyldan er ættuð úr Ísa-
fjarðardjúpi og á þar sterk-
ar rætur. Faðir Jóns Hafþórs er
uppalinn í Kálfavík í Skötufirði.
Þessar rætur liggja skemmtilega
í fjölskyldumeðlimum, t.d. starf-
ar sonur Jóns Hafþórs í verslun
bifreid.is. Hann er uppalinn í
Hafnarfirði og man varla eftir
sér öðruvísi en með annan fótinn
í fyrirtæki föður síns. Í frístund-
um rappar hann með hljómsveit
sinni, Valby bræðrum, en á sumr-
in gerir hann út strandveiðibát
frá Bolungarvík með afa sínum.
Önnur tenging við Vestfirði
er sú að síðastliðin 10 ár hefur
fyrir tækið haldið skötuveislu
fyrir viðskiptavini sína. Skat-
an kemur úr djúpinu, nánar til-
tekið frá Dána Kálfi, frænda
Jóns Hafþórs, og er framreidd
af föður hans. Veislan er mjög
óhefðbundin þar sem hún er hald-
in inni í fyrirtækinu sjálfu og
er hún orðin fastur liður í jóla-
undirbúningi margra viðskipta-
vina. Er þá oft slegið á létta
strengi og í fyrra komu t.d.
Fjallabræður og sungu, en Jón
Hafþór syngur einmitt með
þeirri skemmtilegu söngsveit.
Óvenjulegt viðmót og innréttingar
Varahlutaverslunin bifreid.is
er nýbúin að greina sig frá við-
gerðarþjónustunni. „Við höfum
nú opnað nýja verslun, þó í sama
húsi, og bjóðum nú upp á enn skil-
virkari og sérhæfðari þjónustu.
Við höfum ákveðið að viðmót
þessarar nýju verslunar sé allt
annað en það sem almennt geng-
ur og gerist. Við viljum að við-
skiptavinum líði vel þegar þeir
koma inn, að þetta sé eins konar
vin í daglegu amstri.
fjölskyldufyrirtæki með vestfirsk tengsl
Hjá Tækniþjónustu bifreiða starfar svo til öll fjölskyldan saman og þar ríkir vinalegt viðmót.
bílaverkstæðið tækniþjónusta bifreiða og bifreið.is eru undir sama þaki.
Bílar
Fréttablaðið
4 1. desember 2015 ÞRIÐJUDAGUR
0
2
-1
2
-2
0
1
5
1
0
:5
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
4
9
-8
A
1
8
1
7
4
9
-8
8
D
C
1
7
4
9
-8
7
A
0
1
7
4
9
-8
6
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
3
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K