Fréttablaðið - 01.12.2015, Side 34
Volkswagen Golf, sem nú er
af áttundu kynslóð, mun fá
andlitslyftingu á næsta ári og
kemur í sölu um lok næsta
árs eða í síðasta lagi í byrjun
árs 2017. Þessi háttur var
einnig hafður á með sjöttu
og sjöundu kynslóð Golf, svo
ekkert kemur á óvart með
þessa tilhögun. Búist er við
því að ytra útlit Golf verði með
sterkari línum en breytingin
verði meiri innanborðs, þar
sem meiningin er að skipta
út mörgum tökkum fyrir
snertiskjá og að öll stjórntæki
bílsins verði stafræn.
Golf R er nú þegar kominn
með þessa nýju tækni og því
mun hefðbundinn Golf erfa
hana frá þessari öflugustu
og tæknilegustu gerð bílsins.
Ekki er þó víst hvort þessi
breyting verði staðalbúnaður
eða valbúnaður og verður
tíminn að leiða það í ljós.
Búist er við því að Volkswagen
muni kynna þennan breytta
bíl á bílasýningunni í París á
næsta ári.
Þeir bílar sem hvíla á sama
MQB-undirvagni og Golf, þ.e.
Audi A3, Seat Leon og Skoda
Octavia, munu einnig fá and-
litslyftingu á svipuðum tíma
og Golfinn.
Andlitslyftur
Golf seint á
næsta ári
Þýski lúxusbílaframleiðandinn
BMW hefur aldrei selt jafn
marga bíla í október og nú.
Salan nam 164.915 bílum og
jókst um 6,3% á milli ára. Auk
þess seldust 26.392 Mini-bílar,
en Mini er í eigu BMW. Sala
Mini-bíla gekk ekki eins vel og á
BMW-bílum í október og minn-
kaði um 8,5% á milli ára. Góð
sala á BMW-bílum er helst að
þakka góðri sölu á jepplingum
og jeppum BMW, sem og á nýrri
BMW 7-línu. Mikil eftirspurn er
eftir nýja BMW X1 jepplingnum
og einnig góð sala í BMW X3
og X5. Heildarsala BMW og
Mini á árinu er 1,84 milljónir
bíla og hefur aukist um 7%. Er
söluaukningin um 5,8% á BMW
og 15% á Mini. Mestur vöxtur
hefur orðið í Evrópu, eða um
10%, en í Bandaríkjunum er
hann 5,4% og 2,3% í Kína, en
þar hefur heldur betur hægst
á vexti í bílasölu á árinu. BMW
seldi 2.553 eintök af rafmagns-
bílunum i3 og i5 í október og
heildarsalan á þeim á árinu er
komin upp í 23.133 bíla. Nemur
þessi aukning um 80% frá
fyrra ári.
BMW með
metmánuð
Honda kynnti nýtt útlit Civic
Coupe á bílasýningunni í Los
Angeles seint í síðasta mánuði.
Þessi bíll er með tveimur hurðum
og mjög sportlegur í útliti. Hann
verður með sama val í vélbúnaði
og fjögurra hurða útgáfa Civic,
eða 1,5 lítra vél með forþjöp-
pu og 2,0 lítra vél sem einnig
brennir bensíni. Honda lofar að
nýr Civic verði langflottasti og
best tæknilega búni Civic í 43
ára sögu bílsins. Honda mun
einnig bjóða Civic í fimm hurða
stallbaksútgáfu, sem og í öflugri
Si-útgáfu, og ofuröflugri Type
R-útgáfu. Þeim bíl verður í fyrsta
sinn einnig beint að kaupendum
í Bandaríkjunum. Honda sýndi
líka nýjan vetnis bíl sinn, Clar ity
FCV, en hann var áður sýndur
á bílasýningunni í Tókýó fyrr í
síðasta mánuði og sá bíll verður
einnig í sölu í Bandaríkjunum.
Honda ætlar sér greinilega stóra
hluti vestanhafs, enda salan
þar í hæstu hæðum um þessar
mundir.
Ný Honda Civic Coupe í LA
522 4600
www.krokur.net
Krókur er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja.
Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða
þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum
viðskiptavina.
Krókur býður m.a. uppá:
• Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum
Taktu Krók á leiðarenda
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
á þinni leið
Bílar
Fréttablaðið
12 1. desember 2015 ÞRIÐJUDAGUR
0
2
-1
2
-2
0
1
5
1
0
:5
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
4
9
-A
2
C
8
1
7
4
9
-A
1
8
C
1
7
4
9
-A
0
5
0
1
7
4
9
-9
F
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
5
6
s
_
3
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K