Fréttablaðið - 01.12.2015, Page 40
Í dag
19.40 Man. City - Hull Sport & 2
19.40 Boro - Everton Sport 3
Coca-Cola bikar karla:
19.00 Fjölnir - Selfoss Dalhús
Ronaldo, messi og neymaR
tilnefndiR
alþjóðaknattspyrnusambandið,
fifa, tilkynnti í gær hvaða leik-
menn kæmu til
greina sem bestu
leikmenn ársins,
bæði í karla- og
kvennaflokki.
Börsungarnir
lionel messi og
neymar voru
báðir tilnefndir,
sem og Cristiano
Ronaldo sem á titil að verja að
þessu sinni. sigurvegarinn fær
gullbolta fifa en verðlaunin
urðu til í núverandi mynd með
samneiningu verðlauna fifa og
franska fótboltatímaritsins france
football. Þetta er í sjötta sinn sem
gullbolti fifa er veittur en messi
hefur verið tilnefndur í öll skiptin
og getur unnið í fimmta sinn. Í
kvennaflokki voru Carli loyd frá
Bandaríkjunum, aya miyama frá
Japan og Celia sasic frá Þýskalandi
tilnefnd.
körfubolti „Kæri körfubolti. frá deg-
inum sem ég fór að gera körfubolta úr
sokkum föður míns og skjóta ímynd-
uðum sigurkörfum í forum-höllinni
hef ég vitað að eitt var raunverulegt.
Ég varð ástfanginn af þér.“
svona hefst ljóðið hans Kobe Bryant
sem hann sendi út aðfaranótt mánu-
dags til þess að láta heiminn vita að
núverandi tímabil verði hans svana-
söngur í nBa-deildinni.
„Ég byrjaði að hlaupa. Ég hljóp fram
og aftur völlinn. Þú fórst fram á mitt
besta en ég gaf þér hjarta mitt,“ heldur
Kobe áfram í þessu dramatíska ljóði
sem eðlilega hefur vakið mikla athygli.
enginn er eilífur og tíminn nær
öllum að lokum. líka hinum 37 ára
gamla Kobe Bean Bryant.
„Hjarta mitt getur tekið við höggun-
um. Hugur minn ræður við álagið en
líkaminn veit að það er kominn tími til
að kveðja. Það er í fínu lagi því ég er til-
búinn að sleppa takinu,“ stendur enn
fremur í ljóðinu góða.
Sleppti háskólanum
Kobe var að drífa sig er hann var ungur
maður. tók áhættuna og hoppaði
aðeins 18 ára gamall úr framhalds-
skóla í nBa-deildina. sleppti því að
fara í háskóla.
Þetta síðasta tímabil hans í
deildinni verður hans tuttugasta.
Uppskeran á þessum 20 árum er
ansi ríkuleg. fimm nBa-titlar,
tvö Ólympíugull og ótal einstak-
lingsverðlaun svo fátt eitt sé talið.
Hann er líka þriðji stigahæsti leik-
maður deildarinnar frá upphafi á
eftir Kareem abdul-Jabbar og Karl
malone. Hann er eini leikmaðurinn
í sögu nBa-deildarinnar sem hefur
náð 20 árum með sama félaginu.
Kobe var valinn 13. í nýliðaval-
inu af Charlotte Hornets. félagið
hafði svo ekki trú á honum og
skipti við la lakers sem tók á
móti honum fegins hendi. fyrir
það er Kobe þakklátur í dag.
Maðurinn sem seldi
deildina
Kobe var að mörgu leyti
bjargvættur fyrir nBa-deild-
ina í mörg ár sem var í smá
krísu eftir að michael Jord-
an hafði lagt skóna á hill-
una. Þá vantaði andlit með
deildinni. Kobe var brúin
fyrir nBa yfir að leBron
James, Kevin durant og stephen Curry.
Vissulega voru fleiri frábærir leik-
menn í deildinni á þeim tíma sem
stjarna Kobe skein hvað skærast en
hann var sá leikmaður sem seldi flesta
aðgöngumiða og treyjur. Það vildu
allir sjá Kobe Bryant spila.
Úrslitaeinvígi lakers og detroit
Pistons árið 2004 fékk mest sjón-
varpsáhorf síðan Jordan var síðast í
úrslitum árið 1998. Á árunum 2000
til 2010 eru fjögur úrslitaeinvígi með
virkilega gott áhorf. Þau hafa einn
samnefnara – Kobe Bryant.
„Kobe var minn Jordan," segir Paul
george, leikmaður indiana, en hann
var aðeins sex ára er Kobe kom inn í
deildina. fjölmargir aðrir nBa-leik-
menn taka í sama streng. Kobe var
þeirra Jordan. Heil
kynslóð körfu-
boltamanna er
að kveðja átrún-
aðargoðið sitt.
„Það má vel
vera að hann
hafi ekki verið
e i n s
góður og Jordan en ég ólst upp við
að horfa á hann vinna titla og dást að
honum. svo fór ég út að æfa mig og
ímynda mér að ég væri Kobe. Hann
hafði mikil áhrif á mig og marga
fleiri.“
Það hefur verið búist við þess-
ari yfirlýsingu frá Kobe í langan
tíma. flestir vissu að þetta yrði hans
kveðjutímabil. Það hefur líka komið
á daginn að hann tók ákvörðun fyrir
þó nokkru síðan. meiðsli hafa tekið
sinn toll af honum síðustu ár og hann
er kominn á endastöð.
Ræddi málið við Jordan
einn af fyrstu mönnunum sem fengu
að vita af ákvörðun hans var sjálfur
michael Jordan. maðurinn sem Kobe
leit upp til og tók svo við keflinu af.
„ É g s p u r ð i
michael hve-
nær maður
vissi að tím-
i n n væ r i
kominn. Við
veltum því
fram og til
baka. Hlóg-
um mikið,“
s e g i r
Kobe var minn Jordan
Einn besti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar, Kobe Bryant, hefur gefið það út að skórnir fari upp í hillu í lok
tímabilsins. Hann hefur náð stórkostlegum árangri og haft ótrúleg áhrif á körfuboltann á glæstum 20 ára ferli.
Kobe Bryant með verðlaunagripina fyrir meistaratitlana sína fimm en þessi magnaði kappi á glæstan feril að baki.
Kobe er hann rifjar upp
samtalið við Jordan síðasta
sumar.
„Hann sagði mér síðan bara
að njóta tímabilsins. sama
hvernig gengi skyldi ég njóta
þess að spila körfubolta. Ég
mætti ekki láta neinn skemma
fyrir mér. Bara njóta.“
Það er nákvæmlega það sem
Kobe Bean Bryant ætlar að reyna
að gera næstu mánuði. svo lengi
sem heilsan leyfir.
Verðlaun
NbA-meistAri
5 (2000, 2001, 2002, 2009, 2010)
ÓlympíuGull
2 (2008, 2012)
bestur í NbA
1 (2008)
bestur í
úrslitAeiNvíGi NbA
2 (2009, 2010)
í stjörNuliði NbA
17 (1998, 2000-2015)
bestur í stjörNuleikNum
4 (2002, 2007, 2009, 2011)
í úrvAlsliði NbA
11 (2002-2004, 2006-2013)
í b-liði deildAriNNAr
2 (2000, 2001)
í vArNArliði NbA
9 (2000, 2003-2004, 2006-2011)
stiGAhæstur
í NbA
2 (2006-2007)
troðslumeistAri
NbA
1 (1997)
stiGAhæsti leik-
mAður í söGu
lAkers
með 32.683 stig eða 25,3
stig að meðaltali í leik.
Coca-Cola bikar karla, 16-liða úrslit
Stjarnan - Akureyri 26-23
Markahæstir: Guðmundur Sigurður Guð-
mundsson 6 (14), Eyþór Magnússon 5 (8) –
Kristján Orri Jóhannsson 9/4 (12/4), Bergvin
Þór Gíslason 6 (8).
1. deildarlið stjörnunnar sló
olísdeildarlið akureyrar úr leik í
mýrinni í gær. garðbæingar náðu
mest sex marka forystu í upphafi
síðari hálfleiks og leiddu til loka.
Grótta - FH 28-23
grótta hafði betur í framlengdum
leik en staðan að loknum venju-
legum leiktíma var 19-19.
Afturelding - Víkingur 22-20
Markahæstir: Árni Bragi Eyjólfsson 6, Jó-
hann Jóhannsson 4 - Jóhann Reynir Gunn-
laugsson 5, Ægir Hrafn Jónsson 4.
Nýjast
emil fæR nýJan ÞJÁlfaRa
Hellas Verona rak í gær þjálfarann
andrea mandorlini en liðið er enn
án sigurs eftir fyrstu fjórtán leiki
sína í ítölsku úrvalsdeildinni þetta
tímabilið. lands-
liðsmaðurinn
emil Hallfreðs-
son er á mála hjá
Hellas Verona
en liðið tapaði
um helgina
fyrir nýliðum
frosinone, 3-2.
Það var þriðja tap Hellas Verona
í röð og er liðið með einungis sex
stig og er í neðsta sæti deildar-
innar, átta stigum frá öruggu sæti.
mandorlini hafði verið hjá Hellas
Verona í fimm ár og kom liðinu
upp í úrvalsdeildina úr C-deildinni
á sínum tíma.
26 millJaRðaR til UmBoðs-
manna
félög í ensku úrvalsdeildinni
greiddu umboðsmönnum knatt-
spyrnumanna samtals 26 milljarða
króna á undanförnu ári. Það félag
sem greiddi mest var liverpool
sem lét út tæpa þrjá milljarða.
skammt á eftir voru manchester
United, manchester City, Chelsea
og arsenal en þau lið voru í
nokkrum sérflokki. Um þrettán
prósenta aukningu er að ræða á
milli ára.
1 . d e s e m b e r 2 0 1 5 Þ r i ð j u d A G u r20 s p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð
sport
0
2
-1
2
-2
0
1
5
1
0
:5
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
4
9
-7
6
5
8
1
7
4
9
-7
5
1
C
1
7
4
9
-7
3
E
0
1
7
4
9
-7
2
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
3
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K