Fréttablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 46
TónlisT
sinfóníuhljómsveit Íslands
HHHHH
Höfundar: Debussy, Ligeti, Mahler og
Daníel Bjarnason
Einsöngvari: Ólafur Kjartan Sigurðar-
son
Stjórnandi Daníel Bjarnason
Eldborg í Hörpu
Fimmtudaginn 26. nóvember
Allskyns ógeð kom upp í huga mér
á Sinfóníutónleikum á fimmtudags-
kvöldið. Það var ekkert skrýtið því á
dagskránni var meðal annars Lontano
eftir ungverska tónskáldið György
Ligeti. Þetta er sveimkennd tónlist
sem er full af myrkum hljómum og
annarlegum tónahendingum. Stanley
Kubrik var svo hrifinn af verkinu að
hann notaði það til að magna upp
hryllinginn í The Shining. Það var
morðóður Jack Torrance sem maður
sá fyrir sér á Sinfóníutónleikunum.
Daníel Bjarnason stjórnaði hljóm-
sveitinni og honum tókst að gæða
músíkina rétta andrúmsloftinu.
Hún var fínlega mótuð með dökkri
undiröldu. Heildarsvipurinn sterkur,
óhugnaðurinn allsráðandi.
Annað drungalegt verk var flutt
á tónleikunum, Kindertotenlieder
(ljóð um dauða barna) eftir Gustav
Mahler. Það er í fimm köflum. Text-
inn er fenginn úr jafnmörgum ljóðum
eftir Fried rich Rückert. Hann orti þau,
ásamt mörgum fleirum, eftir dauða
tveggja barna sinna. Sú sérkenni-
lega staða kom upp að tilkynnt var
á undan flutningnum að einsöngv-
arinn, Ólafur Kjartan Sigurðarson,
væri veikur en ætlaði samt að syngja.
Miðað við aðstæður var söngurinn
furðu góður í fyrstu. En svo syrti í
álinn og undir það síðasta var röddin
svo gott sem horfin. Kannski hefði
verið betra að sleppa flutningnum
bara alveg.
Hitt á efnisskránni var fínt. Tvær
tónsmíðar eftir Debussy, Síðdegi
skógarpúkans og Hafið voru prýði-
lega fluttar. Síðdegið var frábærlega
útfært. Tréblásararnir voru með sitt á
hreinu og strengirnir voru þykkir og
munúðarfullir. Hafið var sömuleiðis
myndrænt. Smæstu blæbrigði voru
nostursamlega ofin. Túlkunin stór-
brotin, litrík og draumkennd, einmitt
eins og hún átti að vera.
Aðalmálið var hins vegar nýtt
verk, Collider, eftir stjórnandann
sjálfan, Daníel Bjarnason. Þetta var
hugleiðing um tilraunirnar sem
framkvæmdar eru í hinum risavaxna
öreindahraðli í Sviss, The Large
Hadron Collider á ensku. Í upphafi
einkenndist tónlistin af leik bassa-
hljóðfæra sem skópu tilfinningu fyrir
kosmískri stærð. Síðan fór hraðinn að
aukast. Kvikar tónahendingar flugu
um, rétt eins og róteindirnar sem
sendar eru um hraðalinn, en þar er
þeim skotið hverri á aðra. Í tónlistinni
heyrði maður þessa árekstra, hrika-
legar slagverksbarsmíðar. Þær urðu
ennþá áhrifameiri fyrir þær sakir að
stígandin í tónsmíðinni var þaul-
hugsuð. Hljómsveitarröddunin var
fjölbreytt og glæsileg. Þær mynduðu
dramatískar andstæður sem sífellt
jókst ásmegin. Fyrir bragðið varð
barsmíðakenndur hápunkturinn svo
ægilegur og flottur að það var alveg
einstakt. Jónas Sen
niðursTaða: Debussy og Ligeti
komu vel út, og nýtt verk eftir Daníel
Bjarnason var stórfenglegt.
Hrikalegar barsmíðar á Sinfóníutónleikum
„Nýtt verk eftir Daníel Bjarnason var stórfenglegt,“ segir í dómnum.
FréttaBlaðið/ErNir
Bækur
koparborgin
HHHHH
Höfundur: Ragnhildur Hólmgeirs-
dóttir
Útgefandi: Björt útgáfa – Bókabeitan
Kápuhönnun: Vilhjálmur Warén
Prentun: Prentmiðlun ehf./Pólland
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir sendi
nýlega frá sér sína fyrstu bók og hún
er ekki af verri endanum. Kopar-
borgin segir frá hinum tólf ára Pietro
sem misst hefur fjölskyldu sína í
óhuggulegri plágu sem geisað hefur
á svæðinu. Hann leitar skjóls í Víxl-
arahúsinu, en þar búa aðeins börn.
Þegar þau ná sextán ára aldri er þeim
svo gert að yfirgefa húsið. Það er erfitt
að rekja söguþráðinn í stuttu máli,
hann er margþættur og byggir á for-
sögu sem þó kemur aldrei beinlínis
fram nema í pörtum. Lesandinn fær
að draga línur milli punktanna og búa
til heildarmyndina.
Höfundur fleygir lesandanum strax
inn í söguna, á fyrstu blaðsíðunni, án
nokkurra forsendna til að skilja eitt
eða neitt – hún leggur traust sitt á les-
andann og það eykur bæði á lestrar-
ánægjuna og spennuna. Atburðarásin
er nefnilega mjög spennandi.
Þótt höfundurinn sé íslenskur er
sögusviðið langt frá því að líkjast
íslenskum veruleika. Við lesturinn
minnir umhverfið helst á Ítalíu úr
sögubókunum. Það er þó þannig
bæði með umhverfið og forsöguna að
lesandinn fær upplýsingarnar smátt
og smátt sem bindur hann fastari
böndum við söguþráðinn og -sviðið.
Margt er í bókinni myrkt og
óhuggulegt, það er eitthvað við ægi-
völd barnanna sem vekur óhug en
á sama tíma stendur þeim gríðarleg
ógn af óþekktum öflum í borgríkinu.
Í seinni hluta bókarinnar fléttast
galdrar og bölvanir inn í söguna.
Lýsingar eru magnaðar, það er
augljóst að höfundur lifði sig algjör-
lega inn í sögusviðið og sá það vel
fyrir sér. Henni tekst einnig að draga
það svo vel upp fyrir lesandanum að
hann kemst ekki hjá því að sogast
inn í senurnar. Hugsanlega er ein-
hverju oflýst, til dæmis eru viðbrögð
og atferli persónanna túlkuð og lagt
mat á hversu einlægar eða flóttalegar
þær eru hverju sinni. Því verður þó
ekki neitað að það er afar vel gert, svo
lesandanum líður ekki eins og verið
sé að taka fram í fyrir honum heldur
frekar treystir hann höfundinum
enn frekar og leyfir henni að leiða sig
áfram um þessa ókunnu veröld.
Bókin er gefin út sem ungmenna-
bók en hentar alveg eins ævin-
týraþyrstum foreldrum, öfum og
ömmum. Halla Þórlaug Óskarsdóttir
niðursTaða: Spennandi og frumleg
bók þar sem höfundur leiðir lesand-
ann áfram um ókunna og afar óhuggu-
lega veröld, þar sem börn og fullorðnir
eru ólíkar fylkingar, sem stendur ógn
af göldrum, bölvunum og óraplágum.
Bölvun borgríkisins – og börnin
Blásarakvintett reykjavíkur í Fríkirkjunni. FréttaBlaðið/Valli
Kvöldlokkur eða blás-a ra s e r e n ö ð u r e r u hljómfögur klassísk tónlist sem á vel við á aðventunni þegar við
sækjumst eftir fegurð og friðsæld
meðan á jólaundirbúningnum
stendur,“ segir Einar Jóhannesson
klarinettuleikari. Hann er einn
þeirra sem skipa Blásarakvintett
Reykjavíkur sem heldur tónleikana
Kvöldlokkur í Fríkirkjunni í kvöld
klukkan 20, ásamt félögum.
„Að þessu sinni er komið að djásni
allra blásaraserenaða – þeirri stóru
fyrir 13 blásara og kontrabassa eftir
meistara Mozart,“ segir Einar. „Þessi
serenaða er oft kölluð Gran Part-
itam og þó hún sé hrein skemmti-
tónlist þá setur Mozart sig þarna í
sérstakar stellingar og leggur meira
í verkið en búast hefði mátt við.
Árangurinn er klukkustundar-
langur sæluhrollur!“ Einar bætir
þeim fróðleik við að tónar úr seren-
öðunni komi mikið við sögu í kvik-
myndinni Amadeus sem margir
muna eftir.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20.
Miðaverð er 2.000 krónur og 1.000
krónur fyrir eldri borgara og nem-
endur.
gun@frettabladid.is
Mozart setti sig í stellingar
Blásarakvintett Reykjavíkur efnir til árvissra tónleika sinna í
Fríkirkjunni í kvöld undir heitinu Kvöldlokkur á jólaföstu.
Höfundakvöld
í Norræna húsinu
1. desember kl. 19:30
Veitingastaðurinn Aalto bistro selur
veitingar fyrir viðburðinn og í hléi.
1. mars Åsne Seierstad (NO)
5. apríl Susanna Alakoski (SE)
3. maí tilkynnt síðar
Höfundakvöld Norræna hússins 2016
12. janúar Kristina Sandberg (SE)
2. febrúar Gaute Heivoll (NO)
Norsk-samíska leikskáldið og rithöfundurinn Rawdna
Carita Eira kemur fram á höfundakvöldi í Norræna húsinu
1. desember kl. 19:30. Hún mun spjalla um verk sín við
Jórunni Sigurðardóttur dagskrárgerðarkonu. Vísna söng
konan Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir flytur gestum ljúfa
tóna. Samtalið fer fram á skandinavísku.
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.
Sturlugata 5, 101 Reykjavík
Tel: 5517030, www.nordichouse.is
4.990,-
Verð kr.
7.290,-
Verð kr.
7.990,-
Verð kr.
AT 1683300AT 1634100AT 1641900
Mikið úrval af snjóskóflum
Síðumúla 11 - Sími 568-6899 - Opið virka daga: 8 til 18; Laugardaga 10 til 14 - www.vfs.is
2.490,-
Verð kr.
PR 12342
1 . d e s e m B e r 2 0 1 5 Þ r i ð J u d a G u r26 m e n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð
menning
0
2
-1
2
-2
0
1
5
1
0
:5
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
4
9
-8
5
2
8
1
7
4
9
-8
3
E
C
1
7
4
9
-8
2
B
0
1
7
4
9
-8
1
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
3
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K