Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2015, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 01.12.2015, Qupperneq 56
Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja Bakþankar Erlu Bjargar Gunnarsdóttur KYNNINGARBÆKLINGUR FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG 365.is Sími 1817 Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka Eftir umræðuna um mikilvægi þess að fá já í kynlífi hef ég hugsað mikið til unglinganna okkar og klámvæðingar- innar sem tröllríður hinum sítengdu snjallsímum. Ég áttaði mig á því að þetta er hin stóra áskorun foreldra. Þegar ég var unglingur var alltaf verið að tala um unglingadrykkju. Mið- bæjarhangs, slagsmál og áfengisdauði í kuldanum voru unglingavandamál. Foreldrar fengu senda bæklinga, fóru á foreldrarölt og höfðu samráð um strangan útivistartíma. Sumir voru allt- af á vaktinni og þefuðu sífellt af börn- unum. Einhverjir fóru þá leið að leið- beina í stað þess að banna. Keyptu bjór svo unglingurinn drykki ekki landa – og yrði blindur. Flestir foreldrar voru með einhverja stefnu. Kerfi eða taktík. Það var umræða og meðvitund. Samkvæmt rannsóknum er ung- lingadrykkja á undanhaldi og nú horfast foreldrar í augu við hið hyl- djúpa internet í stað Gold Coast og landa. En að berjast við klám á netinu er eins og að berjast við kokteilbar- þjón sem gefur smakk á skólalóðinni. Hvað gerir maður? Skilvirkt eftirlit er valkostur fyrir þá sem ætla að hætta í vinnunni og horfa yfir öxl unglingsins allar stundir. Netsíur og stillingar duga skammt. Þeir sem eru æðislega líbó gætu beint unglingnum í mýkra efni í stað þess að banna. Horft með og útskýrt. Hér skapast þó hætta á að ung- lingurinn verði fyrir ævilöngum skaða. Það sem mér finnst mikilvægast er að foreldrar taki afstöðu. Setji mörk og fræði. Klám er bannað börnum, alveg eins og áfengi. Og það má banna það. Og það má tala umbúðalaust um mun- inn á kynlífi og klámi – þau lifa það af. Það er ekki þar með sagt að unglingar hætti að horfa á klám. En við sendum að minnsta kosti skýr skilaboð. Ég hef heyrt því fleygt fram að drengirnir fimm sem ákærðir voru fyrir hópnauðgun hefðu átt að vera dæmdir til samskipta. Að mínu mati þarf líka að dæma foreldra til uppeldis. Að ala upp klámkynslóð 0 2 -1 2 -2 0 1 5 1 0 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 4 9 -5 8 B 8 1 7 4 9 -5 7 7 C 1 7 4 9 -5 6 4 0 1 7 4 9 -5 5 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.