Fréttablaðið - 24.11.2015, Side 11
Ísland er eitt þeirra 50 þjóðríkja innan WTO (World Trade Organ-isation) sem nú taka þátt í gerð alþjóðlegs samnings sem á yfir-
borðinu á að snúast um hagræðingu
allrar þjónustu landa á milli, en snýst
í raun um endanlega yfirtöku stór-
fyrirtækja á öllum sviðum mann-
lífs og náttúru. Þetta er svokallaður
TiSA-samningur (Trade in Services
Agreement).
Ef ekki væri fyrir WikiLeaks væru
allflestir óvitandi um hvað málið
snýst, því öllum umræðum og samn-
ingnum sjálfum á að halda leyndum
fyrir almenningi fram að undirritun
og til næstu fimm ára eftir gildistöku.
Samningurinn sjálfur er settur fram í
nafni „gagnsæis“. Jafnvel nasistarnir
voru ærlegri að því leyti að þeir gerðu
heiminum ljóst hver stefna þeirra
væri. Nýlega birti breska Oxfam-
stofnunin skýrslu sem sýnir að 1%
jarðarbúa á nú meira en hin 99%. Af
TiSA-samningnum má sjá að pró-
sentið eina og útvalda ætlar ekki að
gefa sig fyrr en það á bókstaflega allt.
Í þessum sem og öðrum fríverslun-
arsamningum er kveðið á um hvernig
stórfyrirtæki geta rekið dómsmál
gegn þjóðríkjum fyrir gerðardómi ef
þeim finnst brotið á sér eða markaðs-
legt olnbogarými þeirra skert svo það
bitni á gróða þeirra. Þessi gerðardóm-
ur er skipaður þremur lögfræðingum,
hvar tveir þeirra eru oftast hallir
undir hag fyrirtækisins, en einn frá
landinu sem reynir að spyrna gegn
hnattræna túrbó kapítalismanum.
Nú þegar hafa slík mál farið í gegn
vegna annarra fríverslunarsamninga.
Sænska fyrirtækið Vattenfall fór í mál
við Hamborg í Þýskalandi, sem ætlaði
að reyna að minnka umsvif kolaorku-
vers í bænum í nafni hreinna lofts.
Þýskaland þurfti að beygja sig í málinu.
Franska stórfyrirtækið Veolia fór í mál
við Egyptaland af því að ríkisstjórnin
lögfesti lágmarkslaun þegnanna. Phi-
lip Morris tóbaksfyrirtækið fór í mál
við Ástralíu af því að þeir vildu skerða
tóbaksauglýsingar, og svo mætti lengi
telja.
Gefið alræðisvald
Með TiSA-samningnum er stór-
fyrirtækjum gefið alræðisvald í nafni
markaðstrúar, fríverslunar og „hag-
ræðingar“. Samningurinn mun ná
utan um 70% alþjóðamarkaðsins
af allri þjónustu, allt frá fjármálum
til heilbrigðismála. Á WikiLeaks má
lesa að ákvæði um einkavæðingu eru
óafturkallanleg, það þýðir að lönd geta
ekki gert lykilþjónustu opinbera á ný,
þótt þau muni upplifa að allt versni
þegar fjarlægt stórfyrirtæki fer að reka
elliheimili og leikskóla landsins. Og
þótt undanþága fáist varðandi lykil-
TiSA-samningurinn og lýðræði á útsölu
Bergsveinn
Birgisson
rithöfundur
Nú eru umræður komnar í
gang um sæstreng frá Íslandi,
og fræg söngkona hefur
beðið alþjóðasamfélagið um
að „bjarga okkur frá ríkis-
stjórninni“. Ef marka má það
sem lekið hefur um TiSA-
samninginn, væri nær að
biðja um björgun frá honum.
þjónustu, snýst mannlífið um margt
fleira. Hér er verið að umbylta hvers-
dagslífi okkar allra; lýðræði, kjara-
barátta margra kynslóða og hugsjónir
um réttlátari auðæfaskiptingu eru seld
á einu bretti.
Nú mun loftslagsráðstefnu í París
brátt hleypt af stokkunum, og þjóðir
vonandi skuldbinda sig til að minnka
útlosun koltvísýrings og eiturefna.
Ef TiSA-samningurinn gengur í gildi
geta sömu þjóðríki lent í málaferlum
við stórfyrirtæki innan stóriðju sem
munu telja á sér brotið, og í raun
tapað málinu eins og reglan er. Nú
eru umræður komnar í gang um
sæstreng frá Íslandi, og fræg söng-
kona hefur beðið alþjóðasamfélagið
um að „bjarga okkur frá ríkisstjórn-
inni“. Ef marka má það sem lekið
hefur um TiSA-samninginn, væri nær
að biðja um björgun frá honum. Ef
alþjóðleg stórfyrirtæki munu standa
að fjármögnun og framkvæmd, verða
þeirra hagsmunir í fyrirrúmi. Af öllu
að dæma geta þau farið í mál við ríkið
ef land eða fossar eru friðaðir. Kannski
eygja þau mikla möguleika í risastíflu
við Þingvallavatn? Þá mætti yrkja: „Nú
er hún Snorrabúð sokkin.“
Hér er um að ræða eina mikilvæg-
ustu ákvörðunartöku seinni tíma, er
getur skilið á milli þess hvort sóma-
samlegu mannlífi þoki nokkuð á leið
eða hvort Markaðsins útvöldu, stór-
fyrirtæki með gróðahugsun eina, muni
fá að stofna til einræðis og þrælahalds
í anda fornaldar. Að ætla að gefa stór-
kapítalnum lýðræði landa og þjóða
með slíku leynimakki er gróteskur
glæpur gegn þegnunum. Opin umræða
er fyrsta skref í að afstýra slíku slysi.
Jón Karl Ólafsson
framkvæmda-
stjóri innan-
landsflugssviðs
Isavia
Það er hverju landi nauð-synlegt að búa yfir góðu og öruggu samgöngu-kerfi sem tengir lands-
hlutana saman. Það er sérstaklega
mikilvægt í harðbýlu landi eins
og Íslandi, þar sem fjarlægðir geta
oft verið miklar. Það hvernig sam-
göngunum er háttað er pólitísk
ákvörðun, hvort fólk ferðist um á
eigin vegum eða hvort stjórnvöld
komi að uppbyggingu og rekstri
kerfis almenningssamgangna.
Engum blöðum er um það að
fletta að flug er hraðvirkasta og
skilvirkasta almenningssam-
gangnakerfið. Sé það vilji ráða-
manna, og þjóðarinnar, að halda
uppi góðum almenningssamgöng-
um um landið er því einboðið að
byggja innanlandsflugið upp.
Þar kemur Isavia að málum sem
rekstraraðili flugvalla. Isavia hefur
markvisst unnið að því undan-
farin ár að markaðssetja Ísland
sem áfangastað í alþjóðlegum
flugleiðum. Það hefur skilað sér
í mikilli aukningu umferðar um
Keflavíkurflugvöll, en það eflir
einnig innanlandsflugvellina.
Sú ánægjulega staða er nú
komin upp að um tvo þeirra, Akur-
eyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll,
verður alþjóðleg umferð flugvéla
á næsta ári. Einnig hefur ríkis-
stjórnin sett á laggirnar sérstakan
sjóð sem hefur það markmið að
auka millilandaflug um Akur-
eyrarflugvöll og Egilsstaðaflug-
völl. Isavia fagnar því og hlakkar
til að vinna með heimamönnum
að því að efla millilandaflug um
þessa tvo flugvelli. Vinna þarf að
markaðsmálum, bæði heima en
ekki síst erlendis, svo þetta verði
lífvænlegir millilandaflugvellir á
næstu árum.
Með markvissu starfi og sam-
vinnu ferðaþjónustunnar gætu
flugvellirnir tveir sinnt margfalt
fleiri farþegum á hverju ári. Í þess-
ari vinnu má ekki gleyma mikil-
vægi flugsamgangna innanlands
því þær eru grundvöllur fyrir því
að flugvellirnir geti vaxið áfram.
Hagsmunir Isavia, sem rekstr-
araðila flugvalla, fara saman við
hagsmuni ferðaþjónustunnar. Við
þurfum að vinna saman að því að
byggja upp góða aðstöðu, svo
hægt sé að fjölga farþegum, bæði
í innanlandsflugi og alþjóðaflugi.
Bæði Akureyrar- og Egilsstaðaflug-
völlur geta tekið við miklum fjölda
farþega á ári óbreyttir.
Efling innanlandsflugvalla og
innanlandsflugsins almennt er því
öllum í hag. Sé það vilji okkar að
flug verði áfram hluti af almenn-
ingssamgöngukerfi landsins þurf-
um við að taka höndum saman og
byggja upp til framtíðar.
Hraðvirkustu
almenningssamgöngurnar
Við þurfum að
vinna saman
að því að byggja upp góða
aðstöðu, svo hægt sé að
fjölga farþegum, bæði í
innanlandsflugi og alþjóða-
flugi.
UMBÚÐIR
NÁTTÚRULEGA
BETRI
Það er lítið mál að endurvinna nýju Smjörva umbúðirnar.
Þú tekur bara pappann af plastöskjunni og setur í pappírstunnuna.
Gámar fyrir plastumbúðir eru á næstu grenndarstöð eða
endurvinnslustöð.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
71
94
0
s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11Þ R i ð J u D A G u R 2 4 . n ó v e m B e R 2 0 1 5
3
0
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:1
2
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
2
B
-C
0
2
0
1
7
2
B
-B
E
E
4
1
7
2
B
-B
D
A
8
1
7
2
B
-B
C
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
3
2
s
_
2
3
1
1
2
0
1
5
C
M
Y
K