Fréttablaðið - 17.11.2015, Blaðsíða 6
STÆKKUN BÚRFELLSVIRKJUNAR
Útboð nr. 20198
Byggingarvinna
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í byggingarvinnu við
stækkun Búrfellsvirkjunar samkvæmt útboðsgögnum
nr. 20198.
Helstu verkþættir eru eftirfarandi:
Aðrennslisskurður
Um er að ræða gröft á um 400 m löngum aðrennslisskurði.
Helstu magntölur eru áætlaðar:
Laus gröftur 16 000 m³
Sprengigröftur 79 000 m³
Sprautusteypa 1 000 m³
Inntaksmannvirki
Verkþátturinn fellst í byggingu inntaksmannvirkis ásamt
stjórnhúsi og undirstöðum fyrir spenna.
Helstu magntölur eru áætlaðar:
Sprengigröftur 3 000 m³
Mót 2 500 m2
Bendistál 176 000 kg
Steinsteypa 2 500 m³
Jarðgangagerð
Verkhlutinn fellst í að sprengja og styrkja 65 m langt stöðvar-
hús neðanjarðar, 270 m löng aðkomugöng og 440 m löng
skeifulaga frárennslisgöng. Einnig fellst í verkefninu borun
120 m lóðréttra, hringlaga þrýstiganga með þvermál 5,9 m og
110 m lóðréttra hringlaga strengganga með þvermál 4,6 m.
Helstu magntölur eru áætlaðar:
Laus gröftur 5 000 m³
Sprengigröftur 9 000 m³
Gangagröftur 99 000 m3
Sprautusteypa 4 100 m³
Stöðvarhús
Verkþátturinn felst í uppsteypu og frágangi á stöðvarhúsi
neðanjarðar ásamt anddyri aðkomuganga. Aðrir verkþættir
eru m.a. útvegun og uppsetning á öllum húskerfum auk gerð
aðkomuvega, landmótun og lóðafrágangur.
Helstu magntölur eru áætlaðar:
Mót 7 100 m2
Bendistál 670 000 kg
Steinsteypa 9 400 m³
Frárennslisskurður
Verkhlutinn felst í greftri á um 2,2 km löngum
frárennslisskurði.
Helstu magntölur eru áætlaðar:
Gröftur 631 000 m³
Sprengigröftur 74 000 m³
Sprautusteypa 1 000 m³
Framkvæmdum skal að fullu lokið haustið 2018.
Útboðsgögn eru aðgengileg á útboðsvef Landsvirkjunar,
http://utbod.lv.is
Tilboðum skal skila til Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68,
103 Reykjavík,fyrir klukkan 12:00 fimmtudaginn 21. janúar
2016 þar sem þau verða opnuð kl. 14:00 sama dag og lesin
upp að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Dómsmál Taka þarf til endur-
skoðunar refsingar vegna fíkni-
efnabrota, að mati Kolbrúnar
Benedikts dóttur, saksóknara hjá
embætti ríkissaksóknara. Kolbrún
fjallaði fyrir helgi um löggjöf og
refsingar fyrir fíkniefnabrot á mál-
þingi um fræðslu og forvarnir gegn
kannabis.
Á málþinginu velti hún upp þeirri
spurningu hvort minnstu brot
vegna vörslu fíkniefna ætti að til-
greina í sakavottorði.
Í dag fer dómur eða viðurlaga-
ákvörðun fyrir vörslu fíkniefna
inn á sakaskrá sama hversu brotið
er lítið. Hafi máli lokið með sekt er
það tilgreint í sakavottorði í þrjú ár.
„Menn eru mjög uppteknir af
sakavottorðinu, það er eins og við
megum bara ekki sækja um vinnu
eða fara til útlanda án þess að fram-
vísa sakavottorði. Ég hef ekki verið
beðin um að framvísa sakavottorði
neins staðar,“ sagði Kolbrún og
sagði helst óskað eftir sakavottorð-
um á grundvelli barnaverndarlaga.
„En eiga þessi brot að koma fram
á sakavottorði? Er eðlilegt að 50
þúsund króna sekt vegna vörslu
efna sem menn eru teknir með,
sem eru ef til vill bara 0,03 grömm
af kannabis, komi fram í sakavott-
orði? Þá er ekki verið að finna nema
leifar af efni hjá viðkomandi. Þetta
er samt brot og það er sektað fyrir
það. Þá veltir maður því fyrir sér
hvort það sé eðlilegt að setja slíkt
inn,“ sagði Kolbrún og bar slík brot
saman við umferðarlagasektir en
þar er ákveðið lágmark á sektum
áður en til þess kemur að greina frá
viðurlagaákvörðun í sakavottorði.
„Það eru bara sektir hærri en hundr-
að þúsund krónur sem skráðar eru í
sakavottorð.“
Kolbrún segir ekki eðlilegt að
embættismenn taki ákvörðun um
að afnema slíkar skráningar. „Ég
held að það sé mjög eðlilegt að þetta
sé pólitísk ákvörðun.“
Kolbrún ræddi einnig almennt
um refsiramma fíkniefnabrota og
rifjaði upp umdeildan dóm þar
sem burðardýr fékk ellefu ára fang-
elsisdóm. „Það fór eiginlega allt á
hliðina. Það er mikil gerjun í þess-
ari umræðu og ég held að það sé
mjög jákvætt. Vonandi verða íslensk
stjórnvöld með í þeirri umræðu. Ég
held að það sé alveg nauðsynlegt.“
Hún ræddi einnig um ýmis vand-
kvæði í sambandi við refsingar fyrir
fíkniefnabrot. Ekki sé refsivert að
flytja ný fíkniefni til landsins. „Það
þarf sífellt að vera að bæta inn á
þessa lista nýjum og nýjum fíkni-
efnum.
Við höfum lent í því að innflutn-
ingur á þessum efnum, sem eru ný
og eru ekki á þessum listum, er ekki
refsiverður,“ segir Kolbrún.
kristjanabjorg@frettabladid.is
Á sakaskrá vegna 0,03
gramma af kannabis
Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari veltir vöngum yfir refsingum vegna fíkni-
efnabrota á málþingi um kannabis. Smávægileg brot eru skráð í sakaskrá í þrjú ár.
Er eðlilegt að 50
þúsund króna sekt
vegna vörslu efna sem menn
eru teknir með, sem eru ef til
vill bara 0,03 grömm af
kannabis, komi
fram á saka-
vottorði?
Kolbrún
Benediktsdóttir
saksóknari
Borgarstjóri heldur ræðu
Forsvarsmenn ekki færri en 103 fyrirtækja og stofnana skrifuðu undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmál
um í Höfða í gær. Þau setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsaloft
tegunda og minnka myndun úrgangs. Reykjavíkurborg og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja,
efndu til þessa samstarfs og markar undirskriftin formlegt upphaf verkefnisins. Fréttablaðið/anton
1 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 Þ r I Ð J U D A G U r6 f r é t t I r ∙ f r é t t A b l A Ð I Ð
1
7
-1
1
-2
0
1
5
1
3
:4
1
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
F
9
-4
E
1
8
1
6
F
9
-4
C
D
C
1
6
F
9
-4
B
A
0
1
6
F
9
-4
A
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
3
2
s
C
M
Y
K