Fréttablaðið - 17.11.2015, Page 28
VÖRUHUSA
HREINSUN!
H E I L S U R Ú M
ALLT AÐ
80%
AFSLÁTTUR!
TAKMARKAÐ
MAGNARG
H
!!!
1
71
11
5
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
H E I L S U I N N I S KÓ R
Inniskór sem laga sig að fætinum
og dreifa þyngd jafnt um hann.
3.900 K R.
T I LVA L I N J Ó L A G J Ö F
Aldarfjórðungur er nú liðinn frá því að McCallisterfjölskyldan fór í ferðalag og gleymdi hinum átta ára Kevin
uppi á háalofti. Sá stutti þurfti svo
að beita öllum brögðum til þess að
hrekja seinheppna innbrotsþjófa á
brott, með spaugilegum hætti. Sögu
þráðinn þekkja flestir, enda Home
Alone sígild mynd sem margir horfa
reglulega á þegar nær dregur jólum. Í
tilefni af þessu 25 ára afmæli mynd
arinnar fóru fjölmiðlar vestanhafs
ofan í kjölinn á vinsældum hennar
og einhverjir ímynduðu sér hvernig
myndin yrði ef hún kæmi út í dag.
Draumar verða uppfylltir
Fjölmiðilinn Vox birti í gær úttekt á
vinsældunum og rakti blaðamaður
miðilsins nokkrar ástæður þeirra.
Myndin var sú vinsælasta árið 1990,
þrátt fyrir að hafa komið út í nóvem
ber. Stórmyndir á borð við Dances
With Wolves komu út sama ár.
Ein af ástæðum vinsældanna er að
börn (og fullorðnir) geta speglað sig
í Kevin, sem hélt um stund að hann
hefði látið fjölskyldu sína hverfa,
eftir að vera skammaður. Hann
borðaði súkkulaðiís í kvöldmat, var
á sleða í húsinu og mátti fara inn í
herbergi bróður síns.
Kevin er skammaður, fjölskyldu
meðlimir gera lítið úr honum og að
lokum gleymist hann á háaloftinu.
Honum tekst þó að sýna að hann
getur lifað á eigin spýtur; lærir að þvo
og kaupa inn. Og í leiðinni getur hann
hrakið á brott innbrotsþjófa. Hann
verður miklu sterkari þegar fjölskyld
an er ekki á staðnum. Þetta er eflaust
eitthvað sem börn og í raun allir ættu
að geta tengt við á einhvern hátt.
Home Alone
sett í búning
samtímans
25 ár voru í gær liðin
frá því að kvikmyndin
Home Alone kom út. Í til-
efni af því var hún sýnd
aftur í kvikmyndahús-
um í Bandaríkjunum,
bók var gefin út og sér-
stök tilboð voru á pitsu-
stöðum vestanhafs.
Þrátt fyrir að Home Alone hafi komið út 16. nóvember, varð hún tekjuhæsta kvikmyndin árið 1990. Hún sló út stórmyndirnar
Ghost og Dances with Wolves.
Tekjuhæsta kvikmyndin
árið 1990
286 milljónir dala komu í kassann þann tíma sem hún var sýnd árið
1990, frá 16. nóvember til ársloka.
15 milljónir dala kostaði að framleiða myndina. Á núvirði eru þetta um
38 milljarðar sem myndin tók inn í
miðasölu.
Home Alone
borð við Photoshop og setja myndir
af fjölskyldunni á Instagram, þannig
að innbrotsþjófarnir myndu halda að
allir væru heima.
Fjölskyldan myndi sofa yfir sig
því enginn hlóð símann sinn
Ein af ástæðum þessi að Kevin
gleymdist uppi á háalofti var sú
að fjölskyldan svaf yfir sig eftir að
slokknaði á vekjaraklukkunni í raf-
magnsleysi. Árið 2015 notast allir við
vekjaraklukkur í símanum sínum og
því hefðu allir þurft að gleyma að
hlaða símann sinn, ef myndin ætti að
gerast nú á dögum.
Kevin myndi nota dróna
Auk þess að nota straujárn, fiður, tjöru
og fleira, myndi Kevin nota dróna
til þess að hrekkja hina seinheppnu
innbrotsþjófa. Nú á dögum eru átta
ára börn mjög tæknivædd og því
líklegt að drónar og fleiri tæknilegir
hlutir yrðu vel til þess fallnir að verja
heimilið. kjartanatli@365.is
Blaðamaður vefjarins Entertain-
ment Weekly tók saman hugmyndir
um hvernig þetta klassíska handrit
myndi líta út ef sagan ætti sér stað á
sögusviði nútímans; í tæknivæddari
heimi árið 2015. Hér má sjá þýðingu
á hluta listans:
Kevin myndi horfa á Breaking
Bad eða Narcos í beit
Í stað þess að horfa á gamlar VHS-
spólur um gamla „gangstera“ myndi
Kevin væntanlega kveikja á Netflix
og horfa á þætti á borð við Breaking
Bad og Narcos í beit.
McCallister-fjölskyldan myndi
ferðast á stað með engu síma-
sambandi
Í myndinni fer fjölskyldan til Parísar
og getur ekki náð í Kevin vegna þess
að símalínur í hverfinu rofna. Ef
myndin ætti að gerast í nútímanum
þyrfti fjölskyldan að fara á einhvern
stað þar sem ekkert farsímasam-
band væri til staðar.
Innbrotsþjófarnir myndu
fylgjast með á netinu
The Wet Bandits, innbrotsþjófarnir
í myndinni, myndu – ef hún gerðist
nú á dögum – fylgjast með húsunum
sem þeir ætluðu að brjótast inn í
með tækni netsins. Þeir gætu fylgst
með fjölskyldunum í hverfinu á
Facebook og Twitter.
Kevin myndi plata þá í gegnum
Instagram
Í stað þess að setja upp leikþátt í
stofunni, með gínum og pappa-
spjöldum, myndi Kevin nota forrit á
1 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 Þ r I Ð J U D A G U r24 L í f I Ð ∙ f r É T T A b L A Ð I Ð
Lífið
1
7
-1
1
-2
0
1
5
1
3
:4
1
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
F
9
-5
3
0
8
1
6
F
9
-5
1
C
C
1
6
F
9
-5
0
9
0
1
6
F
9
-4
F
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
3
2
s
C
M
Y
K