Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2015, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 17.11.2015, Qupperneq 30
Tilbúnir að opna sig Björn Bragi gefur bókina út ásamt Hilmari Gunnarssyni, sem sér einn- ig um útlit og hönnun bókarinnar. Í henni eru myndir úr undan- keppninni eftir Hafliða Breiðfjörð sem fylgdi landsliðinu í undan- keppninni. Björn Bragi segir ferlið hafa verið ótrúlega spennandi og skemmtilegt: „Það var virkilega skemmtilegt að vinna þessa bók. Strákarnir hleyptu mér nálægt sér og voru mjög opnir í viðtölunum. Ég hafði sérstaklega gaman af því að fræðast um alla mannlegu þættina, til dæmis hvað það er sem mótíverar þá og hvernig þeir takast á við stress. Ég fékk að heyra ógrynni af skemmtilegum sögum sem birtast í bókinni, bæði sem eiga sér stað innan og utan vallar. Bókin fór í prentun tveimur vikum eftir síðasta leik undankeppn- innar. Við þurftum því að vinna myrkranna á milli á lokasprettinum.“ Björn Bragi segir sér hafa fundist mikilvægt að gera þessa bók. „Við sem að henni komum erum auð- vitað miklir stuðningsmenn lands- liðsins eins og væntanlega flestir Íslendingar. Hugmyndin kviknaði af því að okkur langaði að halda öllu á bak við þetta ævintýri til haga auk þess sem við vildum heiðra liðið og þá sem að því koma fyrir þetta magnaða afrek.“ Hugmyndin kvikn- aði af því að okkur langaði að Halda öllu á bak við þetta ævintýri til Haga auk þess sem við vildum Heiðra liðið og þá sem að því koma fyrir þetta magnaða afrek. „Sem betur fer get ég borgað til baka, þú getur líka lagt þitt af mörkum.“ GUÐRÚN MARÍA JÓNSDÓTTIR Landssöfnun Samhjálpar BYGGJUM UPP MEÐFERÐARHEIMILIÍ HLAÐGERÐARKOTI samhjalp@samhjalp.is Sími 561 1000 • www.samhjalp.is TAKTU ÞÁTT! HRINGDU NÚNA Í SÍMA 905-2002 TIL AÐ GEFA 2.000 KR. HRINGDU NÚNA Í SÍMA 905-2004 TIL AÐ GEFA 4.000 KR. HRINGDU NÚNA Í SÍMA 905-2006 TIL AÐ GEFA 6.000 KR. HRINGDU NÚNA Í SÍMA 905-2010 TIL AÐ GEFA 10.000 KR. ÞÚ GETUR MILLIFÆRT BEINT INN Á SÖFNUNARREIKNING KENNITALA 551173-0389 BANKAREIKNINGUR 0322-26-58000 HRINGDU Í SÍMA800 5000 EF ÞÚ VILTGEFA BEINT. VIÐ ERUM STOLTIR BAKHJARLAR HLAÐGERÐARKOTS HJÁLPA ÐU okkur að hjálpa ÖÐ RUM Við fengum alveg ótrú-lega mikið af skemmti-l e g u m s ö g u m f rá st rá ku n u m , “ s e g i r Björn Bragi Arnarsson fjölmiðlamaður, sem gefur nú út sína fyrstu bók. Bókin ber titilinn Áfram Ísland – leiðin í lokakeppni EM 2016 og strákarnir sem gerðu drauminn að veruleika. Í bókinni ræðir Björn Bragi við leikmenn íslenska landsliðsins, auk þjálfar- anna tveggja. Hann ræðir einnig við mæður leikmanna og birtir skemmtilega fróðleiksmola sem hafa ekki áður komið fram. Ragnar og Skólarapp Eitt af því sem kemur fram í bókinni er að Ragnar Sigurðsson, varnar- maðurinn sterki, hafi verið með lagið Skólarapp á heilanum allan tímann sem liðið lék strembinn úti- leik gegn Hollendingum á Amster- dam Arena. „Ég var með lagið Skóla- rapp á heilanum allan leikinn. Ég var að verða geðveikur,“ segir hann í viðtali sem birtist í bókinni og bætir við: „Ég var búinn að vera að syngja þetta á hótelinu og menn í kringum mig voru líka að fá þetta á heilann. Svo erum við komnir í leikinn og ég man ekki á hvaða mínútu það var sem ég byrja að syngja í huganum: Rapp, skólarapp!“ Ragnar tekur þó fram í viðtalinu að einbeitingin hafi ekki beðið hnekki í leiknum, eins og sjá mátti. Ragnar átti stjörnuleik. „Einbeitingin er allt. Sérstaklega í stöðunni sem ég spila.“ Nútímatæknin notuð Landsliðsmenn- irnir búa víða um heim, meðal ann- ars í Kína. Björn Bragi segir tíma- mismuninn hafa gert ferlið á bak við bókina ansi skrautlegt. „Þessir menn eru auðvi- tað að spila úti um allan heim og það var gott að geta nýtt nútímatækni við upplýsingaöflun. Á einum tímapunkti vorum við með einn leikmann í símanum, annan í Facebook- spjalli, þriðja á WhatsApp og þann fjórða á Snapchat. Tímamismunur- inn gerði ferlið líka svolítið sérstakt á köflum. Það er ekki á hverjum degi sem maður spjallar við viðmælanda klukkan þrjú á nóttunni, en þegar menn eins og Eiður Smári og Viðar Örn búa í Kína er það lítið mál. Þá er klukkan níu um morgun hjá þeim,“ segir hann. með skólarapp á heilanum gegn Hollandi björn bragi arnarsson er höfundur nýrrar bókar um Evrópuævin- týri íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Björn Bragi sýnir nýjar hliðar á strákunum sem hleyptu honum nálægt sér. Hér eru þeir Hilmar Gunnarsson og Björn Bragi Arnarsson, sem gefa bókina út. FRéTTABlAðið/STeFAN Kjartan Atli Kjartansson kjartanatli@365.is 1 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 Þ r I Ð J U D A G U r26 L í f I Ð ∙ f r É T T A b L A Ð I Ð 1 7 -1 1 -2 0 1 5 1 3 :4 1 F B 0 3 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 F 9 -4 E 1 8 1 6 F 9 -4 C D C 1 6 F 9 -4 B A 0 1 6 F 9 -4 A 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 3 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.