Fréttablaðið - 17.11.2015, Síða 32

Fréttablaðið - 17.11.2015, Síða 32
Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja Bakþankar Erlu Bjargar Gunnarsdóttur Þegar ég var 11 ára byrjaði ég í nýjum skóla og var skítstressuð. Reif kjaft og var með stæla til að fela það. Eins og maður gerir. Það var önnur stelpa að byrja í bekknum um leið og ég. Hún var með undarlega hárgreiðslu og í öðruvísi fötum. Pollróleg og yfirveguð. Það gerði hana ótrúlega spennandi og svo var hún fjandi falleg. Sorakjafturinn á litla gerpinu varð máttlaus og féll í skuggann af þessari spékoppagyðju. Það er nefnilega tækifæri falið í að vera nýja stelpan. Allar stelpurnar vilja vera memm. Strákarnir henda óvenju mörgum snjóboltum í mann. Fáránlega skemmtilegt! En það var eyðilagt fyrir mér. Hún fékk alla snjóboltana. Í hormónaleikjunum í frímínútum eltust allir strákarnir við hana og eftir viku voru flestir búnir að ná að klína klístruðum kossi á kinnina á henni. Henni fannst það ógeðslegt. En ég varð öfundsjúk. Og svo varð ég grimm. Og við vorum það allar. Þá byrjaði það. Spékoppagyðjan er dræsa! Strákasleikja sem kyssir alla. Við baktöluðum hana í stöppu. Og strákarnir heyrðu það. Og loksins varð glatað að vera skotinn í henni. Strákarnir fundu sniðug uppnefni. Ég hló þannig að mig verkjaði í maga. Og hjarta. Svo fór ég heim með henni eftir skóla að borða ristað brauð. Strákarnir voru vondir við hana. En við stelpurnar vorum skrímslin. Um helgina las ég viðtal við stúlku sem var kölluð sjálfsalinn alla menntaskólagönguna. Því hún kyssti þrjá stráka á einni helgi og skóla- bræður hennar skrifuðu um það í fréttapésa. Ég hélt í alvöru að eftir margra ára opna umræðu væri búið að grafa drusluna. Að krakkar í dag væru klárari og meira töff. En „hel- vítis druslan“ lifir greinilega góðu lífi og er enn eitt beittasta vopnið í búri öfundsjúkra kvenna og óöruggra karla sem kunna ekki að vera fyndnir án þess að níðast á öðrum. Litlar sálir HJÁLPA ÐU okkur að hjálpa ÖÐ RUM Landssöfnun Samhjálpar SÍMI 905-2002 TIL AÐ GEFA 2.000 KR. SÍMI 905-2004 TIL AÐ GEFA 4.000 KR. SÍMI 905-2006 TIL AÐ GEFA 6.000 KR. SÍMI 905-2010 TIL AÐ GEFA 10.000 KR. TAKTU ÞÁTT! www.samhjalp.is Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka 1 7 -1 1 -2 0 1 5 1 3 :4 1 F B 0 3 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 F 9 -3 A 5 8 1 6 F 9 -3 9 1 C 1 6 F 9 -3 7 E 0 1 6 F 9 -3 6 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 3 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.