Húnavaka - 01.05.2000, Page 134
132
H U N A V A K A
Snorri Sturluson átti í brösum við Kolbein unga um erfðamál eftir
Hallberu dóttur sína sem hafði verið gift Kolbeini og lést hinn 17. júlí
1231. Þá reyndu þeir Þórður bróðir Snorra og Þorvaldur Gissurarson að
fara á milli þeirra, en málin ultu á þá lund að þeir Kolbeinn og Snorri
sömdu með sér, og Snorri stefnir um leið vináttu við Sighvat bróður sinn
í hættu. Þá segist Þórður bróðir þeirra ugga „að Snorri bróðir minn
muni hafa gert vinaskipti og selt vináttu Sighvats og Sturlu en tekið
vináttu Kolbeins, er mig uggir að vér frændur munum mestan ófarnað af
hljóta áður lýkur.“ Snorra brást sú list að kunna að velja sér góða vini,
enda skorti hann þá gæfu að fá að njóta öruggrar vináttu. Hann galt þess
sérstaklega að honum láðist að rækja vináttu við Sighvat bróður sinn og
aðra nána frændur. Harmleikur Sturlunga á þrettándu öld stafaði að
nokkru leyti af þvílíkri vanrækslu Snorra.
5. Vinátta og einurð
Með góðum vinum ríkir einurð og einlægni, enda þrífst vinátta best með
heiðríku hugarfari. Slíkt er raunar fólgið í orðinu alúðarvinur sem
bregður fyrir í fornum letrum. A góða vináttu má enginn skuggi falla.
Eftirminnileg eru orð Egils við Arinbjörn: „Segjanda er allt sínum vin,“
enda er Eglu mikil prýði að \ ináttu þeirra. Slíkt spakmæli kemur heim og
saman við Bersöglisvísur Sighvats frá Apavatni: „Vinur er sá er vörnuð
býður,“ enda var skáldið þá að segja vini sínum Magnúsi góða til
syndanna. I sömu átt hnígur spakmæli í Grettlu: „Vinur er sá annars er
ills varnar.“ En Hávamál (124) vara við þeim sem segja vinum sínum það
eitt sem ljúft þykir: „Er-a sá vinur er vilt eitt segir.“
I einni gerð Guðmundar sögu Arasonar beitir biskup merkilegu
spakmæli sem hljóðar svo: „Eftirmæli aflar þér vina, en réttyrði rógbera.“
Eins og mönnum er ljóst þá er þetta piýðileg þýðing á latoesku spakmæli
sem kemur fyrir í rómversku leikriti frá annarri öld fyrir Krists burð. Að
„mæla eftir einhverjum“ gegnir næstum sama hlutverki og að „segja
einhverjum vilda hluti, það sem hann vill helst heyra." Og þá verður
bermæli (eða) bersögli andstæða eftirmælis eða vilmælis. Hér mun vera
heppilegur staður til að drepa á forna hómilíu sem minnir á að það sé
„mannsins kynni að virða það allt illa gjört er eigi verður sjálfum í skap
en hitt allt vel gjört er þokkinn leggst á - En þeim manni er svo er
lýskaður berst oft svo að, að hann telur þann vin sinn er óvinur hans er,
en þann óvin er vinur hans er, því að hann elskar eftirmælismanninn en
hatar bermælismanninn - Virðum heldur bermælismennina vini vora
nú þá þótt fáir virði svo, en eftirmælismennina eigi vini, þótt margir virði