Húnavaka - 01.05.2000, Page 141
HUNAVAKA
139
Heimildir:
1 R.W. Southern, Medieval Humanism and OtherStudies (Oxford 1970).
2 Nýlega birtist þetta rit í íslenskri þýðingu Margrétar Oddsdóttur: Marcus
Tullius Cicero, Unt vináttuna (Reykjavík 1995).
3 Latneska frumkvæðið heitir Disticha Catonis. Helsta útgáfa Hugsvinnsmála
birtist fyrir tæpum aldarfjórðungi: Birgitta Tuvestrand, Hugsvinnsmál.
Handskrifter och kritisk text (Lund 1977).
4 A latínu kallast ritið Disciplina clericalis; höfundurinn hét Petrus Alfonsi.
Islenska þýðingin á þeim sögum sem heyra LeiðarUsan lærisveins til birtist í
safnritinu Islendzk æventýri I. Utg. Hugo Gering (Halle a. S. 1882). bls. 163-
200 og 286-91.
5 Sjá kverið mitt Uppruni Njálu og hugmyndir (Reykjavík 1985), bls. 25-26.
'6 Víðar í sögum skipta hrossagjafir vináttu miklu máli. í Gunnlaugs sögu
ormstungu býður Þorsteinn á Borg, móðurbróðir Kjartans, Gunnlaugi tvær
gjafir; fyrst fjögur stóðliross rauð að lit. og síðan gráan hest með fjórum
merum, „og var sá bestur í Borgarfirði." Gunnlaugur hafnar báðum gjöfum,
og kveðst mundu þiggja Helgu hina fögru, dóttur Þorsteins, en hún var ekki í
boði. I Njálu gerir Mörður sitt besta til að spilla vináttu þeirra Höskuldar
Hx ítanessgoða og fóstbræðra hans með því að hæðast að gjöf þeirra: „Þeir gáfu
þér hest brúnan er þeir kölluðu vonfola og gerðu það til spotts við þig, því að
þeim þóttir þú og óreyndur.“
LÖNGUHAUSARNIR
Eitt sinn kom Jón Olafsson á Helgavatni út í Höíðakaupstað. Hann hitti Salontonssen
kaupmann að máli og barst talið að veðrinu. Segir Jón að furðanlega hafi ræst úr því
eins og útlitið hafi þó verið ljótt um morguninn. Kaupmaður svarar að hann mvndi
eigi furða sig á því ef hann vissi alla málavexti. Hann segist hafa sent skip sitt snemma
morguns vestur á Strandir. En þegar það hafi fyrir skömmu verið farið hafi hann tek-
ið að hvessa og litið út eins og hann væri að ganga í manndrápsveður.
Verður kaupmaður nú áhyggjufullur mjög og gengur upp á Höíðann til þess að
svipast um ef hann sæi nokkuð til skipsins. Þegar hann kom þangað verða þar fyrir
honum strákar tveir. Hafa þeir reist þar upp stengur stórar og voru ristar á þær rún-
ir og galdrastafir. Sinn lönguhausinn var á hvorri stöng og voru skoltarnir glenntir
upp á móti veðrinu. Strákarnir stóðu þar hjá, studdu stengurnar og sögðu: „Hvesstu
þig, hinn hvessir sig!“ Þegar annar haíði sagt þetta við sinn galdrakarl tók hinn upp
sömu orðin við sinn. Þetta létu þeir ganga á víxl í sífellu og alltaf hvessti meir og
meir.
Kaupmaður sér að þetta má ekki svo til ganga. Ræðst hann að strákunum, lemur
á þeim og hrekur þá burtu, fleygir lönguhausunum í sjóinn en brýtur stengurnar.
Fór þá óðar að kyrra og eftir skamma stund var komið besta veður, logn og sólskin,
en skipið sakaði ekki.
Gráskinna.