Húnavaka - 01.05.2001, Blaðsíða 49
HÚNAVAKA
47
in sem féllu á Vestíjörðum verstu atburðirnir sem ég man eftir þótt margt
verra hafi ef til vill gerst á öldinni.
Mér er efst í huga að lifa lífinu lifandi og afla mér menntunar.
Eg spái því að það eigi eftir að verða gífurleg
þróun í læknavísindum, svo sem lækningar við
hinum ýmsu sjúkdómum, klónun á líffærum í
staðinn íyrir líffæragjafa verði algeng og betri lyf.
Svo held ég að lífsstíll fólks eigi eftir að breytast
þó nokkuð.
Brýnast er að efla ferðaiðnað og að hrepparn-
ir sameinist í eitt sveitarfélag. Að betri aðstaða
verði fýrir kennslu, svo sem húsgögn og pláss. Og
að framhaldsskóli, þar sem liægt er að klára stúd-
entspróf, komi í sýsluna. Einnig að auka fjöl-
breytni í atvinnulífi.
Eg held að af því sent ég hef skoðað sé Vatnsdalurinn fallegastur.
GRÉTA BJÖRNSDÓTTIR, Húnsstöðum:
Þegar ísland varð frjálst og fullvalda ríki 1. desember 1918. Flest önnur
markverð tíðindi, eins og lýðveldisstofnunin og útfærsla landhelginnar
sem seinna fylgdu, urðu vegna þess atburðar og sem afleiðing af honum.
Minnisstæðasti atburðurinn er sennilega jarð-
skjálftinn í mars 1963. Ennþá man ég það kvöld
rnjög skýrt, þytinn af skjálftahrinunum, hvernig
jörðin bylgjaðist, glamur og brothljóð þegar hlut-
ir hentust til, hundgá og agndofa andlit.
Ef ég undanskil náttúruhamfarir, eldgos, jarð-
skjálfta, snjóflóð og óveður sem er erfitt að dæma
um hvert hafi verið verst, þá stendur eftir spánska
veikin sem barst hingað síðla árs 1918 og er
sennilega mannskæðasta farsótdn sem geisaði á
Islandi á síðustu öld.
Efdr mesta umbreytingaskeið íslandssögunnar velti ég því fyrir mér
hvort mannlegir eiginleikar hafi breyst eins og flest annað á liðinni öld.
Höfum \dð meira af gæðum, gleði og gæfu en forfeðurnir?
Engin spurning er með lífsgæðin. Við erum heilsubetri, menntaðri og
ríkari en þá, við höfum tekið tækni og vísindi í þjónustu okkar, við
skemmtum okkur meira, erfiðum minna og flýtum okkur meira.
A leiðinni höfum við hugsanlega glatað einhverjum eiginleikum sem
þóttu eftirsóknarverðir fyrir 100 árum en eru það ekki lengur, eiginleik-