Húnavaka - 01.05.2001, Blaðsíða 185
HUNAVAKA
183
frevju. Anna Lilja var í miðið í hópi fímm systkina og var orðin ein eftir-
lifandi. Hin systkinin hétu, í aldursröð: Arný Halla, Sólveig Aðalheiður,
Hallgrímur og Sigurlaug. Auk þess ólu þau Ingunn og Magnús upp þrjú
fósturbörn sem eru; Kristinn Hólm, Erla Kristólína Sigurðardóttir og
Magnús Halldórsson.
Milli Önnu Lilju og Erlu var afar kært og
héldu þær ávallt góðu sambandi sín á milli.
Anna Lilja ólst upp á Skeggjastöðum við
hefðbundin sveitastörf þess tíma. A bernsku-
heimili Önnu Lilju skorti aldrei neitt enda var
Magnús faðir hennar mikill búmaður og
Skeggjastaðir orðlagt heimili fyrir reglusemi.
Anna Lilja ól allan sinn aldur á Skeggjastöð-
um utan tvo vetur. Þann fyrri dvaldi hún í
Reykjavík og vann við þvotta en þann síðari á
Hofi í Vatnsdal.
Þann 5. nóvember 1938 giftist Anna eftirlif- ^
andi eiginmanni sínum, Hjalta Arnasyni frá Víkum. Þau bjuggu allan
sinn búskap á Skeggjastöðum, fyrst ásamt Magnúsi og Ingunni og eftir
lát Magnúsar ásamt Hallgrími, bróður Önnu Lilju. Ingunn móðir henn-
ar dvaldi í þeirra skjóli allt til dauðadags.
Þeim Önnu Lilju og Hjalta varð níu barna auðið. Þau eru: Arný Mar-
grét, húsfreyja á Steinnýjarstöðum í Skagahreppi. Eiginmaður hennar er
Kristján Rristjánsson bóndi. Baldvin Valgarð sem búsettur er á Skaga-
strönd. Magnús Ólafur sem einnig b)T á Skagaströnd. Ingunn Lilja, gift
Birni Magnússyni fyrrum bónda á Syðra-Hóli. Þau búa á Blönduósi. Mar-
ía Línbjörg, húsfreyja á Harrastöðum í Skagahreppi. Eiginmaður hennar
er Reynir Davíðsson bóndi. Arni Páll sem búsettur er á Skeggjastöðum.
Hallgrímur Karl, bóndi á Skeggjastöðum. Kona hans er Guðrún Jóna
Björgvinsdóttir. Hjald Sævar, búsettur á Skagaströnd og Svavar Jónatan,
kvæntur Björku Önnudóttur. Þau eru búsett í Hafnarfirði.
Heimilisbragur á heimili Önnu Lilju og Hjalta einkenndist af kærleika
og glaðværð. Þau hjónin voru samhent og dugnað og áræði skorti þau
ekki. Þau hjónin hafa ávallt átt hlýhug og vinsældir sveitunga sinna enda
friðsemdarfólk en sérstök \inátta var með þeim og hjónunum á Bakka,
Páli Tómassyni og Maríu Ólafsdóttur og mikill samgangur milli heimila.
Það er ekki ofsagt að börnin, eiginmaðurinn og búskapurinn hafi ver-
ið sem köllun Önnu í lífinu. Öllu sinnti hún af miklum myndarbrag,
reglusemi og annálaðri snyrtimennsku. Þess var vel og vandlega gætt að
enginn væri svangur, engum kalt og öllum liði vel. Hún var góð eigin-
kona og móðir og einstök amma og langamma, gestrisin með afbrigð-
um. Hún bjó við það lán að vera heilsuhraust fram eftir aldri og þótt