Húnavaka - 01.05.2001, Blaðsíða 245
H Ú N A V A K A
243
FRÁ VILKO EHF.
Vegna góðs gengis undanfarin
ár með rekstur Vilko og trú manna
á að svo verði áfram ákvað stjórn
Kaupfélagsins að stofna hlutafélag
um rekstur Vilko og freista þess að
selja til áhugasamra fjárfesta, með
það að leiðarljósi að tryggt verði
að starfsemi félagsins yrði á
Blönduósi til frambúðar. Vilko ehf.
hóf starfsemi 1. júlí 2000, í fyrstu í
eigu KH, sem seldi síðan hluti í fé-
laginu, alls um 72,4% til eftirtaldra-
fjárfesta:
Tækifæri hf. (fagfjárfestir) 25,0%
O. Johnson & Kaaber hf. 13,0%
Svínavatnshreppur 13,0%
Stikla útgerðavörur ehf. 13,0%
Og 14 aðrir hluthafar með um 8,4%
Um áramótin átti Kaupfélag
Húnvetninga enn um 27,6% í fé-
laginu.
Stjórn félagsins er skipuð 5
manns, einum frá hverjum þeirra
fimm stærstu. Með Kaaber sem
stóran eignaraðila hefur félagið
tryggt markaðsaðgang til frambúð-
ar ásamt því að fá fjársterka aðila
að rekstrinum. Stikla útgerðavörur
ehf. sér um dreifingu á stórnot-
endamarkaði og mun sjá um sölu
á Vilko vörum í skip, mötuneyti,
spítala og veitingahús.
Ein ný vara kom á markað á
liðnu ári, Vilko Orly-deig, sem er
notað til djúpsteikinga. Orly-deig-
ið fékk ágætar viðtökur hjá neyt-
endum. Helsti samkeppnisaðili
Vilko er Katla sem hefur selt ódýr-
ar eftirlíkingar af Vilko vörum, t.d.
vöfflum, pizzabotnum, möffum
ofl. Katla hefur komið sterk inn í
lágvöruverðsverslanir með vörur
sínar á kostnað Vilko vara. Velta
hjá Vilko hefur minnkað, bæði
vegna aukinnar samkeppni og ekki
náðist að setja fleiri nýjar vörur á
markað á árinu. Hagnaður var í
samræmi við áætlanir og ágætt út-
lit með framtíð Vilko ehf.
Luövik Vilhelmsson.
LLujólkursömlág
w ^FFúnoetninga
MJÓLKURSAMLAG HÚNVETNINGA.
Innlögð mjólk á árinu 2000 var
4.070.609 lítrar sem var minnkun
um 286.447 lítra frá árinu áður
eða 6,6 %.
Meðalfita í innlagðri mjólk var
3,90% og meðalprótein var 3,28%.
Afurðastöðvarverð ársins var
35,81 króna. Innleggjendur voru
53 í árslok. Meðalinnlegg á hvern
innleggjanda var 76.803 lítrar. Af
innlagðri mjólk fóru 98,66% í 1.
flokk.
Helstu framleiðsluvörur sam-
lagsins voru þessar:
LÍTRAR
Nýmjólk..... 882.298
Undanrenna...... 462.747
KG
Skyr ............... 77.586
Smjör........ 88.145
Kryddsmjör...... 6.782
Smjörvi ............ 32.812
Nýmjólkurduft . . . 84.660
Undanrennuduft . 87.573
Kálfafóður... 38.483