Húnavaka - 01.05.2001, Blaðsíða 177
MUNAVAKA
175
lífið og tilveruna, fylgdist vel með öllum fréttum af íþróttum og leik,
starfí og stjórnmálum, bæði heima og heiman. Stálminnugur og æðru-
laus horfðist hann í augu við hlutskipti sitt í lokabaráttunni við krabba-
meinið, naut þess að fá fjölskyldu og vini á öllum aldri í heimsókn, fyrst
heima og síðar á sjúkrahúsinu á Blönduósi, miðla af glettni, ræða málin
og gefa af óþijótandi hlýju sinni. Stefán á Steiná hélt reisn sinni og virðu-
leika allt til dauðadags á tíræðisaldri.
Utför hans fór fram frá Bergsstaðakirkju 27. maí.
Stína Gísladóttir.
Ingólfur Bjarnason,
Bollástöðum
Fæddur 15. mars 1921 -Dáinn 22. maí 2000
Ingólfur Bjarnason var fæddur í Kálfárdal. Foreldrar hans voru Bjarni
Jónsson og Ríkey Gestsdóttur. Systkinin urðu 9 talsins og var Ingólfur í
miðið. Elst var hálfsystirin Hulda Aradóttir, sem er látin. Alsystkinin voru:
Þorbjörn, dó sem ungbarn, Ki istín, húsett í Reykjavík, Þorbjörg, bjó lengi
á Fjósum, býr nú í Reykjavík, Jón og Steinunn
eru látin, Jónas og Bjarni Hólm eru búsettir í
Reykjavík. Erlingur Snær Guðmundsson, son-
ur Huldu, ólst upp á heimilinu. Arið 1935
flutti fjölskyldan úr Kálfárdal í Kolgröf í
Skagafirði, ári síðar að Brún og 1941 í Bolla-
staði. Þar varð heimili Ingólfs upp frá því.
Ingólfur kvæntist Guðrúnu Þórunni Stein-
grímsdóttur frá Eyvindarstöðum árið 1951.
Þau eignuðust tvo syni, Birgi Þór, sem býr á
Blönduósi og er kvæntur Rögnu Arnýju
Björnsdóttur og Bjarna Brynjar, sem er bóndi
á Bollastöðum.
Ingólfur eða Ingi á Bollastöðum var ein-
stakt ljúfmenni og vinur allra. Hann var nákvæmur í öllum störfum sín-
um, natinn við skepnurnar, iðinn við heyskapinn, girðingarvinnuna og
hvað annað sem hann tók sér fyrir hendur. Hann skilaði engu hálfklár-
uðu verki og féll helst aldrei verk úr hendi.
Ingólfur var lengi í hreppsnefnd og var þar dllögugóður og fastur fýr-
ir. Þá starfaði hann í sóknarnefnd og búnaðarfélagi og söng með karla-
kórnnm. Alls staðar var hann farsæll og góður félagi. Hann var vel