Húnavaka - 01.05.2001, Blaðsíða 86
84
HUNAVAKA
rún sé á elliheimili í Reykjavík og að hún sé þyngsti ómagi hreppsins og
á fundi hreppsnefndar 27. mars er kynnt krafa frá lögfræðingi Guðrúnar
vegna sjúkrahússkostnaðar frá árinu 1931. A þeim fundi er einum
hreppsnefndarmanna, Agústi B. Jónssyni á Hofi, falið að fá Gísla lögfr.
Bjarnason (frá Steinnesi) til þess að semja um málið.
Er þetta síðasta bókun hreppsnefndar Ashrepps um Guðrúnarmálið
og er svo að sjá að það hafi fallið niður með einhveiju móti. Ekki er ólík-
legt að dóttir Guðrúnar, Astmunda Guðrún Blómkvist, hafi þar látið til
sín taka þar sem hún er þá orðin fulltíða stúlka en það verður ekki séð og
er ágiskun ein.
Hugað að fólki og heimildum
Með þessum síðustu línum er því lokið að segja frá ytri umgjörðinni af
hjúskapar- og skilnaðarmálum þeirra Benedikts Jónassonar og Guðrúnar
Runólfsdóttur og einnig hefir verið rakið, eftir því sem hægt hefír verið,
að segja frá langvinnum málatilbúnaði sem af þeim atburðum leiddi.
Astæða er til þess að fylgja sögupersónunum lengra, segja nokkuð gerla
frá lífsferli þeirra og loks frá æfílokum þeirra:
Guðrún Runólfsdóttir var fædd 14. maí árið 1877 á Minna-Hofí á
Rangárvöllum. Hún var af svonefndri Víkingslækjarætt og átti margt
skyldmenna þar austur um sveitir, einkum í móðurætt.
Runólfur, faðir Guðrúnar, var járnsmiður á Eyrarbakka, Reykjavík og
Húsavík, f. 14. maí 1854, Eiríkssonar í Litlagerði í Hvolhreppi, Berg-
steinssonar á Argilsstöðum, Sigurðssonar, segir í ættfræðiritinu. Hún
gerðist aðventisti 28. mars árið 1908 og skírð inn í söfnuð þeirra þar
með.
Barnsfaðir Guðrúnar Runólfsdóttur var Olafur Guðbrandsson, fæddur
29. nóvember 1890 í Görðum á Landi, verkamaður í Reykjavík „skemmti-
lega greindur maður“ voru ummæli kunnugs manns um hann, dáinn 27.
júní 1956. Olafur hefír verið 13 árum yngri en barnsmóðir hans og mun
trúlega ekki hafa haft önnur afskifti af dóttur sinni en að borga rneðlag-
ið sem þó eru litlar heimildir um.
Astmunda Guðrún Blómkvist var fædd í Reykjavík 11. júní 1911. Eng-
inn efi viröist á því að hún hafí fíigt móður sinni fram yfir fermingarald-
ur en eftir það er lítið um það vitað. Miðað við hrakhólauppeldi hennar
á barnsárum hefir hún verið vel gefinn og tápmikill unglingur og trú-
lega brotist til einhverra mennta umfram lágmarks skyldunám þess tíma.
Tiltölulega stuttu eftir að hún kemur við sögu á Hvammstanga er hún
sögð baráttu- og verkakona á Siglufírði. Kosin ritari stjórnar Verka-
kvennafélagsins Brynju árið 1943 og gegnir því trúnaðarstarfi til ársins
1945 að hún er kosin varaformaður félagsins og síðan stjórnarformaður
X