Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Page 8
„Hann drepur mig ekki, mamma,“
sagði Ísól Lind alltaf við móður
sína, Sigrúnu Ellertsdóttur sem býr
í Reykjanesbæ. Sigrún lýsti sam-
bandi sínu við dóttur sína í kvöld-
fréttum Stöðvar 2 í gær en þar kom
fram að hjónaband hennar með
William Cotto hafði verið ofbeldis-
fullt um nokkurt skeið.
Það var klukkan fjögur aðfara-
nótt gamlársdags sem lögreglan
fékk tilkynningu um mann með
skotvopn fyrir utan 3657 Main
Street í smábænum Marbletown
í New York, heimili Ísólar Lindar.
Þegar lögreglan mætti á staðinn
sögðu nágrannar að William Cotto
hefði gengið inn á heimilið vopn-
aður haglabyssu og skotið eigin-
konu sína.
Virti ekki nálgunarbann
William Cotto fannst stuttu síðar á
bílaplani bensínstöðvar í 180 metra
fjarlægð frá heimili Ísólar. Hann
hafði þá svipt sig lífi með sömu
byssu og hann notaði til að bana
Ísól Lind.
Samkvæmt lögreglunni vestan-
hafs var William Cotto handtekinn
kvöldið fyrir morðið vegna heimil-
isofbeldis en hann átti meðal ann-
ars að hafa hrint Ísól niður stiga.
Það sem vekur athygli er að William
var með þeirri árás að brjót gegn
nálgunarbanni sem hafði áður ver-
ið sett á hann. Hann virti það hins
vegar að vettugi.
Fyrir að rjúfa nálgunarbann,
hóta eiginkonu sinni og veitast að
henni fékk William ferð í steininn
og hann látinn undirgangast fimm
þúsund dollara tryggingu. Það
greiddi William með kreditkorti
sínu enda ekki ýkja há upphæð,
rúmlega hálf milljón króna miðað
við núverandi gengi. William var
því frjáls ferða sinna aðeins nokkr-
um klukkustundum eftir að hafa
verið handtekinn fyrir að ganga í
skrokk á konunni sinni.
Lögreglan taldi sig hafa gert öll
vopn Williams upptæk þegar hún
fór inn á heimili hans sama dag og
hann var handtekinn. Í húsleitinni
fundu lögregluþjónar ýmis vopn á
borð við hnífa, haglabyssu, skotfæri
og barefli. Þeir virðast þó ekki hafa
fundið allt því William Cotto tók
leigubíl frá fangelsinu heim til Ísól-
ar Lindar vopnaður haglabyssu en
samkvæmt lögreglunni ytra bein-
ist rannsóknin meðal annars að því
hvar hann fékk haglabyssuna.
Þeir sem þekktu til fjölskyld-
unnar segja kerfið hafa brugðist
Ísól Lind.
Heimilisofbeldi frá byrjun
Maria Phelps, 26 ára gömul kona
sem býr í New York, hefur þekkt til
þeirra hjóna frá því hún var tíu ára
gömul. Hún segir lögreglumenn
hafa farið í kringum hlutina eins og
köttur í kringum heitan grautinn
þegar þeir útskýrðu ástæður nálg-
unarbannsins. Hún telur að linkind
lögreglu megi rekja til þess að Willi-
am Cotton var áður lögreglumaður
sjálfur.
„Ég held að yfirvöld hafi ekki
tekið brot nálgunarbannsins nógu
alvarlega, misnotkunina eða vopn-
in sem hann átti og þá síður þær
ástæður sem hann hafði,“ segir
Maria Phelps, sem gefur lítið fyrir
Mark Glick, dómarann í málinu.
„Mark Glick tók þetta greinilega
ekki nógu alvarlega sjálfur þegar
hann ákvað að tryggingargjaldið
yrði fimm þúsund dollarar, trygging
sem William borgaði sjálfur með
sínu eigin kreditkorti,“ segir Maria
og heldur áfram; „Er það á þennan
hátt sem yfirvöld bregðast við broti
á nálgunarbanni? Eru fimm þús-
und dollarar nógu há upphæð fyrir
mann sem braut nálgunarbann og
beitti fyrverandi konu sína ofbeldi?
Var ásetningur Williams Cotto ekki
nógu augljós þegar lögreglan fann
hrúgu af vopnum sem hann átti?“
Svæfð eftir atvikið
Tuttugu og tveggja ára gömul dótt-
ir Ísólar Lindar, Kristína, heyrði
skothvellina og hljóp inn í her-
bergi móður sinnar þar sem hún
fann hana látna. Sigrún Ellerts-
dóttir, móðir Ísólar Lindar, sagði í
samtali við Stöð 2 að Kristína hafi
horft á föður sinn svipta sig lífi en
samkvæmt sömu frétt var Kristína
svæfð eftir þessa erfiðu reynslu þar
sem hún fékk mikið taugaáfall.
William og Ísól voru skilin að
borði og sæng en þó ekki á papp-
írunum. Samkvæmt frétt Stöðvar 2
hafði Ísól skömmu áður tekið við
William aftur, en þau bjuggu þó á
sitthvorum staðnum. Ísól Lind var
umhugað um öryggi sitt og átti sex
hunda sem gættu hennar. Tveir af
þeim sváfu við rúm Ísólar Lindar
en þeir gerðu þó ekki eiganda sín-
um viðvart þegar William gekk inn
í svefnherbergið vopnaður hagla-
byssu, enda þekktu þeir hann vel.
Laugardagur 3. janúar 20088 Helgarblað
Ísól Lind Cotto, 49 ára íslensk kona, var myrt á heimili sínu á gamlársdag í New York-ríki. Ódæðismaður-
inn var eiginmaður hennar, William Cotto, en hann hafði verið handtekinn vegna heimilisofbeldis kvöldið
fyrir morðið. William Cotto borgaði sjálfan sig út úr fangelsi og var því frjáls maður. Níutíu mínútum eftir
að hafa losnað úr fangelsi var William Cotto mættur í svefnherbergi Ísólar vopnaður haglabyssu. Eftir að
hafa skotið konu sína gekk hann út úr húsinu og svipti sig lífi fyrir framan dóttur þeirra hjóna.
KERFIÐ BRÁST
ÍSÓL LIND „Ég held að yfirvöld hafi ekki tek-ið brot nálgunarbannsins nógu alvarlega, misnotkunina eða vopnin sem hann átti og þá síður þær ástæður sem hann hafði...“
William Cotto Hann var handtekinn að kvöldi fyrir að rjúfa
nálgunarbann og beita konu sína ofbeldi. Eftir það fannst
vopnabúr á heimili hans. daginn eftir slapp hann úr
fangelsi og myrti eiginkonuna.
Heimili Ísólar dóttir konunnar
upplifði þá skelfingu að koma að
móður sinni látinni og sjá föður
sinn fremja sjálfsvíg.
AtLi Már GyLfASon
blaðamaður skrifar: atli@dv.is
Ólafur Örn Klemensson veittist að mótmælendum við Hótel Borg:
Hagfræðingur Seðlabanka ógnar mótmælendum
Ólafur Örn Klemenzson, hagfræð-
ingur við Seðlabanka Íslands, veittist
að mótmælendum við Hótel Borg á
gamlársdag með hrópum og steytt-
um hnefa.
Á fréttavefnum mbl.is birtist
myndskeið þar sem tveir menn sjást
ógna mótmælendum. Nafn yngri
mannsins er á huldu en ljóst er að sá
eldri er Ólafur Örn, 57 ára hagfræð-
ingur og sjálfstæðismaður.
Í myndskeiði með frétt Þóru Krist-
ínar Ásgeirsdóttur sjást tveir menn
lesa mótmælendum pistilinn og
greinilegt að mönnunum er mjög heitt
í hamsi. Þar má sjá Ólaf Örn ganga að
einum þeirra og steyta hnefann fram-
an í hann á ógnandi hátt. Þá heyrist í
ungri stúlku sem segir mönnunum að
fara. Sá yngri spyr: „Hvers vegna?“ og
stúlkan svarar: „Drullaðu þér bara í
burtu.“ Ólafur Örn bregst þá ókvæða
við og sést hann á myndbandinu
ganga að stúlkunni, hrinda henni
og segja reiðilega: „Heyrðu, megum
við ekki standa hérna?“ Stúlkunni er
greinilega brugðið og eftir að Ólafur
hafði ýtt við henni spyr hún: „Hvað,
ætlaðu að berja mig?“
Mótmælendur í bakgrunninum
heyrast þá hrópa að Ólafi Erni: „Er
ekki allt í lagi með þig?“ og „Hvað er
eiginlega að þér?“
Félagi Ólafs Arnar gengur því næst
að pilti og æpir til hans: „Þú ert að ráð-
ast á fólk hérna.“ Pilturinn heldur ró
sinni og segir að þarna sé aðeins fólk
að tala saman. Félagi Ólafs lýsir vand-
lætingu sinni á þessum orðum pilt-
sins. Hann býr sig til brottfarar. Ann-
ar drengur, rauðeygður eftir að hafa
fengið piparúða í andlitið, bendir á
andlit sitt og spyr: „Er þetta að ráðast
á fólk?“ Maðurinn svarar því játandi
og bætir æstur við: „Þú ert að skemma
fyrir fólki og valda spjöllum.“
Þeir félagar yfirgefa svæðið að
svo loknu, en yngri maðurinn snýr
sér þó við og hrópar í kveðjuskyni að
mótmælandanum: „Kommnúnista-
drullusokkur.“
Ólafur Örn hefur í seinni tíð helst
verið þekktur fyrir störf sín í Seðla-
bankanum. Hann er þó einnig áhuga-
samur um störf Evrópunefndar Sjálf-
stæðisflokksins. Hann sótti opinn
fund á vegum nefndarinnar í desem-
ber um auðlindamál auk þess sem
hann hefur tjáð sig um Evrópumál á
vef nefndarinnar.
Þegar blaðamaður DV hringdi í
Ólaf Örn í gær skellti hann ítrekað á,
en í samtali við mbl.is fullyrti hann að
honum hefði verið ógnað af mótmæl-
endum.
erla@dv.is
Steytti hnefa Hér sést Ólafur Örn Klemensson, fyrir miðju, ota hnefunum að
mótmælanda. Mynd: MbL.iS
Ýtti við stúlku Ólafur Örn Klemensson
ýtti við ungri stúlku sem sagði honum að
„drulla sér burt“. Mynd: MbL.iS