Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Síða 12
Laugardagur 3. janúar 2008 12 Helgarblað JÓN ÁSGEIR Í LÍFRÓÐRI Jón Ásgeir Jóhannesson stendur eins og margir aðrir íslenskir auðjöfrar frammi fyrir því að róa lífróður til þess að bjarga eignum sínum í kjöl- far hruns fjármálakerfisins. Hverju það mun skila er enn ófyrirséð. Eign- ir hans gætu brátt verið eignir lánar- drottnanna. Breska dagblaðið Times lýsti honum eitt sinn sem draumi allra slúðurdálkahöfunda og það er sennilega ekki fjarri lagi. Axlasítt hár og svört hversdagsleg jakkaföt eru hans einkenni. Hann lifir hátt og berst á hvar sem hann kemur. Um- deildur, fljótur að greina tækifæri og áhættusækinn. Hann ferðast um á sérhannaðri einkaþotu og einka- snekkju á milli þess sem hann dvel- ur ýmist í lúxusíbúðum sínum í New York eða London. Eignirnar eru gríð- arlegar en nú stendur hann frammi fyrir því að berjast í bökkum við að standa í skilum með skuldir sem eru óraunverulega háar. Eigið fé hans sem og annarra er að miklu leyti guf- að upp, en fram undan er barátta fyr- ir veldinu sem nú stendur tæpt og á mikið undir lánardrottnum sínum. Rukkaði fyrir snjómokstur Jón Ásgeir fæddist í Reykjavík 27. janúar árið 1968. Hann er sonur Jóhannesar Jónssonar og Ásu Ka- renar Ásgeirsdóttur. Hann á eina systur, Kristínu Jóhannesdóttur hér- aðsdómslögmann. Hann ólst upp á Seltjarnarnesinu og hafa æskuvinir hans haft á orði að snemma hafi ver- ið ljóst að hann myndi leggja fyrir sig viðskipti. Afi hans, Jón Elías Eyjólfsson, var verslunarstjóri hjá Sláturfélagi Suð- urlands og Jóhannes faðir hans byrj- aði ungur að starfa hjá pabba sínum. Jón Ásgeir fetaði sömu braut. Sex ára var hann farinn að hjálpa pabba sínum og tólf ára var hann farinn að selja fólki popp á Eiðistorgi og í Aust- urveri. Magnús Örn Guðmarsson, æsku- vinur Jóns Ásgeirs, segir að viðskipti séu Jóni Ásgeiri í blóði borin. „Við höfum verið nánir vinir frá níu ára aldri þegar við bjuggum báðir úti á Seltjarnarnesi,“ segir hann. Alveg frá því Jón Ásgeir var 10-11 ára gam- all var hann farinn að huga að því hvernig hann gæti grætt peninga. „10 ára gamall var hann hjá pabba sínum í Sláturfélaginu og farinn að meðhöndla vörur. Á sama aldri var hann farinn að rukka pabba sinn fyr- ir snjómokstur og síðan man ég eft- ir einu atviki þegar ætlaði hann að leigja okkur strákunum fótstiginn leikfangabíl sem pabbi hans bann- aði honum reyndar að gera. Hann ætti frekar að leyfa vinum sínum að leika með dótið en ekki leigja það.“ Hittir æskuvinina á föstudögum Jóhannes faðir hans hefur almennt ímynd meiri alþýðumanns en Jón Ásgeir, en Magnús er því ekki sam- mála. „Hann var mjög skipulagð- ur alveg frá barnsaldri og var ekk- ert minna fyrir að vera í verkunum sjálfur. Hann var uppátækjasamur strákur og mjög vinsæll í hverfinu,“ segir Magnús. Frægt er orðið þeg- ar Egill Helgason spurði Jón Ásgeir í viðtali hvort hann gæti hugsað sér að snúa aftur til landsins og taka þátt í uppbyggingunni með því að taka til hendinni á lyftara í Bónus. Jón Ásgeir jánkaði því, þó engum sögum fari af því hvort hann stefni þangað. Vinahópurinn af Seltjarnarnes- inu heldur enn góðu sambandi. Auk þeirra tveggja skipa hópinn Jón Björnsson, Ragnar Agnarsson, Óskar Torfi Viggósson og Guðmundur Ingi Hjartarson. Hópurinn hittist enn reglulega og þá gjarnan í hádegismat á föstudögum. Magnús segir Jón Ás- geir ekki hafa breyst. „Hann er sami maður og hann var. Virkilega góður vinur vina sinna, mjög feiminn en skemmtilegur og uppátækjasamur.“ Smásölukóngur Jón Ásgeir stofnaði fyrstu Bónus- verslunina með pabba sínum árið 1989. Jón Ásgeir var þá að skríða úr Verslunarskólanum en Jóhann- es stóð líka á tímamótum, því hann hafði skömmu áður hætt störfum hjá SS. Byrjunin var brösótt. Þeir fengu litla fyrirgreiðslu í bönkum og hús- næðið í Skútuvoginum var gallað. Þannig átti rafmagn til að slá út ef álagið var mikið. Einungis var tekið við reiðufé í búðinni fyrst um sinn. Rekstur Bónuss var þungur en þrem- ur mánuðum eftir opnun fyrstu versl- unarinnar opnuðu feðgarnir aðra búð í Faxafeni við hlið Hagkaupa. Eftir að hafa barist við Hagkaups- veldið í þrjú ár fór loks svo að feðg- arnir seldu Hagkaupum helmings- hlut í Bónus. Töldu margir þá að endalok Bónuss væru í aðsigi. Vend- ipunkturinn varð hins vegar þegar Hagkaupsfjölskyldan hafði hug á að kaupa feðgana út úr rekstri Bónuss. Í stað þess að láta það gerast gerðu þeir gagntilboð sem leiddi til þess að þeir eignuðust báðar verslanakeðj- urnar. Skömmu síðar tóku þeir einn- ig yfir verslanakeðjuna 10-11 og voru þannig komnir með ríflega helm- ingshlutdeild í íslenska matvöru- markaðnum og hjólin voru farin að snúast af alvöru hjá hinum rétt svo þrítuga Jóni Ásgeir Jóhannessyni. Eftir að hafa náð yfirburðastöðu á íslenskum smásölumarkaði var ákveðið að herja á Bretland og má segja að með útrás Jóns Ásgeirs í kringum aldamótin hafi nýyrðið „út- rásarvíkingur“ orðið til. Jón Ásgeir fór mikinn í kaupum á verslanakeðj- um í Bretlandi og Danmörku. Hann keypti meðal annars Illum og Maga- sin du Nord. Á síðasta ári átti Jón Ásgeir, í gegnum Baug, meðal ann- ars fyrirtækin House of Fraser, Aur- um Holdings, Goldsmiths, Mappin & Webb, Jane Norman, Mosaic Fas- hions, Karen Millen, Osasis, Princ- iples, Coast, Warehouse, French Connection og Debenhams. Hann er með tugi þúsunda starfsmanna í vinnu í rúmlega 3.700 verslunum úti um allan heim. Komið hefur fram í fjölmiðlum að staða einhverra þess- ara fyrirtækja, sem mörg hver eru meðal rótgrónustu fyrirtækja Bret- lands, þykir uggvænleg. 101 lúxuslíf Velgengni í viðskiptalífinu hefur gert Jóni Ásgeiri og konu hans kleift að lifa hátt og það gera þau. Bæði ber- ast þau á og vekja athygli fjölmiðla. Eftir að hann fór eins og stormsveip- ur um hið breska „high street“ hafa fjölmiðlar þar í landi sýnt hinum síð- hærða og svartklædda viðskiptajöfri mikla athygli. Jón Ásgeir festi kaup á einni íburðarmestu glæsisnekkju sem sögur fara af hér á landi og nefndi hana 101. Snekkjan er innrétt- uð í stíl við samnefnt hótel Ingibjarg- ar Pálmadóttur, erfingja Hagkaups- veldisins og eiginkonu Jóns Ásgeirs, í miðborg Reykjavíkur. Hjónin virðast hafa sérstakan áhuga á að kenna sig við póstnúmerið fræga, því svartmál- uð einkaþota þeirra hjóna ber einnig sama nafn og eru íburðarmiklar inn- réttingar hennar í sama stíl og bæði hótelið og snekkjan. Snekkjan var sérsmíðuð af hol- lensku skipasmíðastöðinni Heesen. Hún er alls 44 metra löng og mið- að við núgildandi gengi krónunnar má ætla að hún sé metin á 4,4 millj- arða króna. Í snekkjunni eru meðal annars fimm sérinnréttuð svefnher- bergi auk aðstöðu fyrir skipstjóra og níu manna áhöfn. Þá er í snekkjunni glæsileg borðstofa og bar, svo fátt eitt sé nefnt. Vélin er 7.500 hestöfl og nær 25 hnúta hraða. Snekkjan er leigð út á vegum ferðaþjónustufyrirtækis Ingibjargar sem sérhæfir sig í lúxus- ferðum fyrir auðkýfinga. Ekki er vitað hvað kostar að leigja skútuna en ljóst er að vikuverðið hleypur á tugum milljóna króna með áhöfn og öllu. Íbúðir fyrir milljarða Í janúar á síðasta ári festi Jón Ásgeir kaup á tveimur íbúðum á Manhatt- an-eyju í New York. Talið er að íbúð- irnar séu samtals 650 fermetrar að stærð. Þær eru í einu dýrasta húsi á Manhattan sem er bæði íbúðarhús og hótel. Vefurinn AMX greindi frá því að hjónin hefðu greitt í heildina 24 milljónir dollara, eða 2,9 millj- arða króna á núgildandi gengi, fyrir íbúðirnar tvær og þótti fjölmiðlum í borginni þau hafa gert góð kaup. 70 fermetra svalir á 16. hæð húss- ins fylgja annarri íbúðinni, auk þess sem tvennar stórar svalir til viðbótar eru á 18. hæð hússins. Húsið sjálft er blanda af íbúðarhúsi og hóteli. Íbúar njóta sólarhringsþjónustu frá nudd- urum, matreiðslumönnum þjón- um og ræstingafólki. Þar að auki er í íbúðinni líkamsræktarstöð, bar og margt fleira sem tíðkast að sé í húsa- kynnum hinna moldríku íbúa á Efri- Manhattan. Ríkuleg góðgerðarstarfsemi Þrátt fyrir að lifa hátt og njóta lífs milljarðamæringa hefur hann einn- ig hjálpað lítilmagnanum. Jón Ás- geir og Baugur hafa tekið virkan þátt í góðgerðarstarfsemi og stutt við fjöl- mörg góð málefni. Mörg hundruð milljónir króna hafa farið í góðgerð- armál á undanförnum árum. Jón Ásgeir Jóhannesson lifir hratt. Hann er með bíladellu á háu stigi. Þrítugur var hann orðinn umsvifamestur allra á smásölumarkaðnum á Íslandi og á næstu árum lagði hann undir sig hverja verslanakeðjuna á fætur ann- arri í Bretlandi og Danmörku. Honum er lýst sem glaumgosa, þó vinir hans segi hann feiminn. Hann er í fjár- hagslegri sjálfheldu. Á gríðarlegar eignir en á móti eru gríðarlegar skuldir. Vandinn er að eignirnar eru illselj- anlegar og það er hvergi farið að rofa til. Íslenska ríkið gæti mögulega tekið eignir Jóns Ásgeirs upp í skuldir. valGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valur@dv.is Bónusfeðgar jón Ásgeir og jóhannes í árdaga veldisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.