Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Síða 19
Laugardagur 3. janúar 2008 19Fókus
n Febrúarsýning ÍD
að þessu sinni er febrúarsýning Íslenska
dansflokksins samstarfsverkefni þriggja
höfunda. Þeirra Cameron Corbett, Katrínar
Hall og Petera andersson. Þá vinna
höfundarnir sýninguna í nánu samstarfi
við dansara flokksins. Sýningin, sem er
frumsýnd 5. febrúar í Borgarleikhúsinu, er
heila kvöldstund. Skráðar eru sex sýningar
á verkinu.
n Rústað
Kristín Eysteinsdóttir, sem hlaut grímu-
verðlaunin sem leikstjóri ársins 2008,
leikstýrir verkinu rústað sem frumsýnt er í
Borgarleikhúsinu 29.janúar á nýja sviðinu.
rústað er fyrsta leikrit franska leiksskálds-
ins Söruh Kane en það var frumsýnt 1995
ytra. Verkið var mjög umdeilt en
Borgarleikhúsið tekur fram ða verkið sé alls
ekki fyrir börn né viðkvæma. Borgarleik-
húsið er fyrst íslenskra leikhúsa til að
sviðsetja verk Söruh Kane og í kjölfar
frumsýningar á rústað verða öll hin leikrit
hennar flutt í sviðsettum leiklestrum.
n Milljarðamærin snýr aftur
Kjartan ragnarsson leikstýrir verkinu
Milljarðamærin snýr aftur en hann vinnur
nýja leikgerð á því. Höfundur verksins er
Friedrich dürrenmatts og var það frumflutt
árið 1956. Síðan þá hefur það verið sett
upp margoft um allan heim. Verkið fjallar
um ríka konu sem snýr aftur í smábæ eftir
að hafa farið þaðan með smán. Verkið er
frumsýnt 27. febrúar á Stóra svið í
samstarfi við VÍS.
n Kardemommubærinn
Selma Björnsdóttir leikstýrir þessu fræga
verki sem flestir landsmenn kannast við.
Örn Árnason er meðal leikara en hann er
að leika í Kardemommubænum í þriðja
sinn. Verkið fjallar af sjálfsögðu um Soffíu
frænku, ræingjanna, Bastían bæjarfógeta
að ljóninu ógleymdu. Verkið er frumsýnt á
Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu í febrúar.
n Eterinn
Einleikur um listamanninn Þóri Sæmund-
arson, hugmyndafræði hans og listsköpun,
Verkið er unnið með hjálp ólíkra listmiðla.
Þórir þróaði verkið í samstarfi við
listhópinn Fatamorgana og verður sýnt í
Smíðaverkstæðinu í Þjóðleikhúsinu í mars.
n Þrettándakvöld
útskriftarnemar leiklistardeildar LHÍ setja
upp verkið Þrettándakvöld eftir William
nokkurn Shakespeare. útskriftarnemunum
til halds og traust eru nokkrir af virtustu
leikurum Þjóðleikhússins undir leikstjórn
rafaels Bianciotto. Frumleg og óvenjuleg
uppfærsla þar sem notast er við spuna og
grímur. Frumsýning á Stóra sviðinu í
Þjóðleikhúsinu í mars.
KonuR EFtiR
StEinaR BRaga
Samtímahroll-
vekja sprottin
upp úr íslenska
gullæðinu.
Svakaleg lesning.
m
æ
li
r
m
eð
...
How to
MaKE
FRiEnDS
Eintóm gleði
sem ekki
veitir af í
kreppunni.
ÆviSaga
DagS
SiguRðaR-
SonaR
Svona á að
skrifa ævisögur.
Í HEnDi guðS EFtiR
aMManiti
Ég þarf að horfa
langt aftur til að
finna bók sem
situr jafnfast
eftir í huga mér.
m
æ
li
r
eK
Ki
m
eð
...
SuMaRljóSi
Byrjaði þokka-
lega með líflegri
sjálfskynningu
þorpsbúanna, en
brátt fór allt á flot
út og suður.
bundinna skáldverka og ljóðabóka
er bók Einars í öðru sæti en í kjölfar
Ofsans og Auðnarinnar á þeim lista
fylgja Skaparinn eftir Guðrúnu Evu
Mínvervudóttur og Vetrarsól Auðar
Jónsdóttur.
Mest selda ljóðabók ársins,
kvæðasafn Þórarins Eldjárns sem
kom út á fyrri hluta ársins, er þar
í sjötta sæti. Önnur ljóðabók sem
seldist vonum framar á þessu ári,
safn ástarljóða Páls Ólafssonar, er
aðeins tveimur sætum neðar á þeim
lista.
Ár skáldsagna og barnabóka
Egill Örn segir ljóst að þetta hafi ver-
ið skáldsagnajól. Sömu sögu er að
segja hjá öðrum í bókageiranum
sem DV ræddi við fyrir helgi. „Það
er ekki nokkur spurning. Bókakaup-
endur voru miklu frekar að kaupa ís-
lenskar skáldsögur en þýddar bækur
og ævisögur,“ segir Egill.
„Þetta gengur líka dálítið í tísku-
bylgjum. Segja má að við séum
á skáldsagnatímabili núna. Fyrir
svona tíu árum voru ævisögur vin-
sælastar og þá virtust allir vera að
gefa út ævisögur. Svo komu „Da
Vinci Code-bækur“, síðan var þem-
að í dálítinn tíma þjáningarsögur
kvenna frá Austurlöndum og Afríku
en núna er það sannarlega skáld-
sagan.“ Egill bætir við að íslenskar
barnabækur séu líka að koma af-
skaplega vel út.
Mest seldu ævisögurnar hjá
Forlaginu þessi jólin voru Í sól og
skugga, endurminningabók Bryn-
dísar Schram, og Saga af forseta eft-
ir Guðjón Friðriksson. Báðar fóru
þær í yfir fimm þúsund eintökum að
sögn Egils.
Ævisaga Magneu Guðmunds-
dóttur, rituð af Sigmundi Erni Rún-
arssyni, seldist í rúmlega sex þús-
und eintökum. Veröld gaf þá bók
út og segist útgáfustjórinn, Pétur
Már, vel við una. „Maður rennir al-
gjörlega blint í sjóinn með ævisögu
svona óþekktrar alþýðukonu. Slík
bók getur farið í þúsund eintökum
eða fimm þúsund eintökum. Við
erum því hæstánægð með útkom-
una.“
Þráinn Bertelsson sendi frá sér
(sein)þroskasöguna Ég ef mig skyldi
kalla sem fjallar að mestu um ævi
höfundarins á milli tvítugs og þrí-
tugs. Að sögn útgáfustjóra Sagna
útgáfu, sem gefur út bók Þráins,
seldist hún í fimm til sex þúsund
eintökum.
vill ekki taka sig í gegn
Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri ís-
lenskra bóka hjá Eymundsson, tek-
ur undir með öðrum í bókabransan-
um að skáldsögurnar komi feikivel
út þetta árið. Ævisögurnar hafi enda
oft verið meira spennandi. „Ég hefði
viljað sjá sterkari ævisögur. En það
gerist bara næst.“
Auk uppsveiflunnar í skáldsagna-
geiranum segir Bryndís íslensku
barnabækurnar koma sterkar inn að
nýju eftir smá lægð árið 2007. Þá er
líka nokkuð athyglisverður kippur í
flokki staðreyndabóka.
„Við kreppuna minnkaði áhugi
fólks á betrunarbókum en jókst
hvað varðar skáldverk og bæk-
ur sem innihalda hreinar og bein-
ar staðreyndir. Við vorum náttúr-
lega búin að sjá ofboðslega sölu á
bókum eins og Leyndarmálinu og
Munkurinn sem seldi sportbílinn
sinn, en það var engin þannig bók
að skora hátt fyrir þessi jól. Á móti
kemur góð sala á bók eins og Stoð-
ir FL bresta. Fólk virðist því sækja
annaðhvort í staðreyndir eða al-
gjöran „fiksjón“. Það virðist ekkert
vilja taka sig neitt sérstaklega í gegn
á meðan þjóðfélagsástandið er eins
og það er,“ segir Bryndís í léttum
dúr.
Spurð hvort það sé þekkt til-
hneiging í bókaáhuga og -sölu þeg-
ar harðni á dalnum kveðst Bryndís
ekki vita það fyrir víst. Það hljómi
þó nokkuð lógískt þegar hugsað sé
út í það.
Ævar Örn vinsæll eftir jól
Bryndís segir söluna í heild vera
svipaða og í fyrra en vill ekki nefna
neinar tölur. Miklu sé hins vegar
skilað og skipt. „Þær bækur sem við
skiptum mest eru bækurnar sem
við seljum mest af. Það segir sig líka
kannski sjálft. Ef við tökum dagana
frá aðfangadag fram á gamlársdag
þá er Myrká að koma mest inn en
Land tækifæranna eftir Ævar Örn
Jóspesson að fara mest út af öllum
skáldsögum.“ Eins og greint var frá
í haust kom bók Ævars Arnar mjög
seint út þar sem höfundurinn end-
urskrifaði hana að hluta með hlið-
sjón af bankahruninu.
Ekki náðist í útgáfustjóra Upp-
heima, sem gefa út bækur Ævars, við
vinnslu greinarinnar.
kristjanh@dv.is
jón Sæmundur auðarson verður í Hafnarhúsi á sunnudaginn:
Spjall við óttalausan mann
„Ég held að ég geti fullyrt að við
séum fyrsti eiginlegi, íslenski sirk-
usinn,“ segir Katla Þórarinsdótt-
ir, talskona Sirkus Íslands, sem
stendur fyrir nokkrum sýningum í
Hafnarfjarðarleikhúsinu um helg-
ina. Hópurinn samanstendur af
um fimmtán manns sem byrjuðu
að hittast í Kramhúsinu fyrir um
ári til að deila þekkingu sinni og
getu. Í dag er svo komið að hópur-
inn hittist fjórum sinnum í viku til
að æfa og hefur hann sýnt á hinum
ýmsu árshátíðum og samkomum
síðustu mánuði, þar á meðal 17.
júní og afmælishátíð Hafnarfjarð-
ar síðastliðið sumar.
Sirkussýningarnar eru afar
fjölbreyttar, samanstanda meðal
annars af „jugl“-atriðum þar sem
margskonar hlutum er haldið á
lofti og verða þeir oft æði marg-
ir; jafnvægisæfingar með snúandi
diskum, húlahringjum og stól-
um gefur að líta á sýningunum
auk þess sem trúðar eru auðvitað
ómissandi þegar sirkus er annars
vegar.
Katla er atvinnudansari og sýnir
hún nokkuð af þeirri kunnáttu sinni
á sýningunum jafnframt því að
sýna „akróbatæfingar“ með sirkus-
stjóranum, Ástralanum Lee Nelson
sem er sirkusþjálfaður. „Við höldum
meðal annars jafnvægi á hvort öðru.
Ég stend til dæmis á höfðinu á hon-
um og svo kastar hann mér hingað
og þangað á meðan ég þarf að halda
jafnvægi. Og ró minni.“
Eitt hópakróbatatriði er einn-
ig hluti af sýningunni þar sem sjö
manns hlaða sér upp í pýramída.
Ekkert dýrastúss er hins vegar á
þessum íslenska sirkus. „Við eigum
því miður engin ljón. En ég hef próf-
að að leika ljónið en er afskaplega
léleg í því,“ segir Katla og hlær. „Svo
eru fílarnir alltof stórir fyrir leikhús-
ið.“
Fyrstu sýningarnar fóru fram í
gær en tvær sýningar verða í dag,
laugardag, klukkan 14 og 20 og ein
til á morgun klukkan 14. Miðasala
er á midi.is.
Sirkus Íslands sýnir í Hafnarfjarðarleikhúsinu um helgina:
Fyrsti íslenski sirkusinn
intRoBEatS MEð tÍvolÍ
CHillout
rappplata
sem enginn
ætti að láta
fram hjá sér
fara.
Sirkus Íslands Hópurinn byrjaði að
hittast fyrir rúmu ári og er því væntan-
lega orðinn allvel sjóaður í sirkusfræð-
unum.
Væntanlegt
í leikhúsunum
Íslandsmet á jólum
sKáldVerKan
1. Myrká
arnaldur Indriðason
2. Þúsund bjartar sólir
Khaled Hosseini
3. Dísa ljósálfur
g.T. rotman
4. aska
Yrsa Sigurðardóttir
5. Áður en ég dey
jenny downham
6. lost in iceland
Sigurgeir Sigurjónsson
7. ofsi
Einar Kárason
8. Steinsmiðurinn
Camilla Läckberg
9. Risa Syrpa
Walt disney
10. Friðþæging
Ian McEwan
Metsölulisti Eymundsson og Bókabúðar
Máls o g menningar
Kóngurinn
Myrká arnaldar seldist töluvert
betur en Harðskafi í fyrra, þrátt
fyrir sú bók hafi slegið öll met.
Bryndís loftsdóttir, vörustjóri
íslenskra bóka hjá Eymundsson
„Við kreppuna minnkaði áhugi fólks á
betrunarbókum en jókst hvað varðar
skáldverk og bækur sem innihalda
hreinar og beinar staðreyndir.“ ÁSgEiR M EinaRSSon