Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Side 20
Laugardagur 3. janúar 200820 Fókus
Það eru áramót. Enn eru áramót.
Sólin gengur til viðar að kvöldi, hún
rís aftur að morgni. Sá nýársmorg-
unn, sem við vöknum til nú, hann er
þó allur annar en sá sem við vöknuð-
um til fyrir ári.
Í íslensku samfélagi eru óvissu-
tímar. Það eru líka óvissutímar í leik-
húsinu. Sjálfsagt myndu ýmsir segja
að einnig þar hafi ríkt kreppa. Alltént
hefur ekki verið neitt góðæri þar að
undanförnu. Sum leikhús hafa geng-
ið betur en önnur, satt er það; Leik-
félag Reykjavíkur staðið sig betur en
Þjóðleikhúsið, eftir að Magnús Geir
Þórðarson tók við því, þó að ríkis-
stofnunin hafi tekið ofurlítinn fjör-
kipp á haustmánuðum; annars hef-
ur hugmyndafæð og doði ráðið þar
ríkjum.
Stóru ævintýrin, þessi sem hrista
upp í okkur, hrífa hug okkar og
hjörtu, þau hafa látið standa á sér.
Árið hófst að vísu vel með hinum
bráðsnjalla frásagnareinleik Bryn-
hildar Guðjónsdóttur um Þorgerði
Brák í Landnámssetrinu í Borgar-
nesi; hann gengur enn, ekki missa
af honum! En því lauk í daufu Sum-
arljósi Þjóðleikhúsins. Við eigum
margt góðra leikara; sumir þeirra
eru jafnvel frábærir, og hafa sýnt
það á liðnu ári: Brynhildur, Hilmir
Snær, Þröstur Leó, Gunnar Eyjólfs-
son, Ingvar E., svo mætti áfram telja.
Ef litið er til annarra starfsgreina
leikhússins verður myndin nokkuð
önnur. Ég er ekki frá því að við séum
einna best stödd í leikmyndagerð-
inni; þó að margt skringilegt sjáist
vissulega enn þá á íslensku leiksviði,
eigum við fáeina verulega góða leik-
myndateiknara. Okkur sárvantar
alltaf góð skáld, nýjan Jóhann, nýjan
Jökul, en hann gæti komið fram þeg-
ar minnst varir. Kannski þessir nýju
leikritasjóðir leikhúsanna skili okk-
ur einhverju. Vona bara að þeir hafi
ekki týnst í hruninu, en ég sá Bjarna
Ármanns bregða fyrir á frumsýn-
ingu Sumarljóss og hann virtist bara
hress í bragði. Það hlýtur að vita á
gott. Annars mætti vel styrkja fleira
en leikritagerð, ef út í það er far-
ið. Okkur skortir tilfinnanlega góða
leikstjóra, hugmyndaríka, kröftuga,
en þó með réttan skilning á hlutverki
sínu: að skapa leikhús sem á brýnt
erindi við samtímann, greiða góð-
um skáldskap leið til áhorfenda. En
umfram allt vantar okkur mikilhæfa
stjórnendur, hugmyndaríka, hug-
rakka einstaklinga sem geta búið til
leikhús sem segir okkur sannleikann
um sjálf okkur, kann að nýta hina
listrænu krafta til glæstra afreka,
tímabærra afreka.
Tími Tinnu á enda?
Í Þjóðleikhúsinu situr Tinna Gunn-
laugsdóttir við stjórnvölinn og nálg-
ast lok fimm ára ráðningartímabils
síns á næsta ári. Tinna tók á sínum
tíma ekki við sérlega góðu búi af
Stefáni Baldurssyni. Stefán stóð sig á
ýmsan hátt vel á meðan hann hafði
áhuga á leikhúsinu, en öllum mátti
vera ljóst að sá áhugi var að mestu
gufaður upp síðustu fimm árin sem
hann sat þarna. Afleiðingin var list-
ræn stöðnun og þar á ofan rekstrar-
og fjárhagsvandi.
Allir sem hafa fylgst með Tinnu
sem listamanni, vita að hún er sam-
viskusöm og vandvirk. Það er henn-
ar stóri kostur. Sem leikhússtjóri vill
hún ugglaust vel. Hún hefur reynt að
hleypa „yngri“ leikstjórum að, nokk-
uð sem Stefán var nánast alveg hætt-
ur að gera. Að vísu kann að orka tví-
mælis að tala um „unga“ leikstjóra
í þessu tilfelli, því að flest er þetta
fólk að nálgast fimmtugsaldur, sumt
komið á hann. Hún tók strax á ráðn-
ingarmálum ákveðinna starfsmanna
sem höfðu fengið að danka. Og hún
tók á viðhaldsmálum Þjóðleikhús-
byggingarinnar sem voru orðin
löngu tímabær.
Það sem Tinnu hefur skort frá
upphafi er skýr sýn á verkefnavalið,
ákveðnar listrænar áherslur sem fylgt
er eftir af einbeittum vilja og krafti.
Ég sagði í leikdómi í vor og segi það
enn: undir stjórn hennar er sem leik-
húsið reiki um í tómarúmi. Það dett-
ur stöku sinnum niður á að gera eitt-
hvað gott, nema hvað, en það er bara
alltof sjaldan, nánast eins og fyrir til-
viljun. Að undanförnu hefur Hart í
bak gengið vel, en það er gölluð sýn-
ing sem Gunnar Eyjólfsson heldur
nánast einn uppi. Ég sá hana aftur
nú á dögunum og Gunnar var sá eini
sem enn hélt fullum dampi, lék af
lífi og sál; allir hinir voru á góðri leið
með að detta í rútínuleikinn.
Eitt hið versta við leikhússtjórn
Tinnu er hversu lítinn skilning hún
hefur sýnt á nauðsyn þess að flytja
klassískar leikbókmenntir. Til hvers
er að láta þjóðina kosta leikhús, ef
það flytur aldrei klassískar leikbók-
menntir? Ekki síst á tímum kreppu
og erfiðleika; einmitt þá þurfum við
að eiga stórskáldin að með alla sína
lífsvisku, alla sína töfra. Shakespeare,
Grikkina, Moliére, þennan undur-
samlega Moliére sem hefur af ein-
hverjum ástæðum aldrei náð að tylla
hér almennilega niður fæti. Skáldin
sem hafa lifað af allar hamfarir, allar
styrjaldir, allar kreppur, allt brjálæði
og alla viðurstyggð tuttugustu ald-
arinnar. En við höfum kannski haft
það of gott hér uppi á klakanum til
að kunna almennilega að meta þau.
Um daginn var ég staddur úti í Berl-
ín og fór að sjá Fidelíó Beethovens í
Ríkisóperunni. Þetta er ein af uppá-
haldsóperum mínum (hefur reyndar
aldrei verið sviðsett hér á landi), en
það sem snart mig dýpst þarna var
að hlusta á kórinn flytja frelsisóðinn
mikla í þriðja þættinum: „Heil sei
der Tag, Heil sei der Stunde -“ ein-
mitt á þessum stað, í gamla óperu-
húsinu Undir linditrjánum, þar sem
ófrelsið og illmennskan og lygarnar
ríktu til skamms tíma – sömu öfl og
Beethoven upphóf söng sinn gegn
fyrir hartnær tveimur öldum. Þá átti
þýska þjóðin eftir að ganga í gegnum
byltingar, styrjaldir, ógnarstjórnir ...
breytti söngur Beethovens nokkru
um það? Kannski ekki, en hann
hljómar þó enn, nú á tímum friðar
og velmegunar.
Meðal leikhúsfólks spyrja marg-
ir hvað Tinna geri á næsta ári, hvort
hún hafi hugsað sér „að halda áfram“.
Hún ræður því að vísu ekki ein. Stað-
an verður auglýst væntanlega næsta
sumar eða snemma hausts, en að
öðru jöfnu má ætla að sitjandi þjóð-
leikhússtjóri hafi gott forskot á aðra,
vilji hann starfa áfram og hafi að
mati ráðherrans staðið sig vel. Sjálf
gaf Tinna snemma í skyn að hún
myndi í hæsta lagi sitja í tíu ár, eitt
ráðningartímabil í viðbót. En eins
og nú háttar til má Tinna sannarlega
búast við mótframboðum, ef nota
má það orð. Einnig því að ráðamenn
hafi sjálfir frumkvæði að breyting-
um; slíkt er að sjálfsögðu vel þekkt
meðal annarra þjóða. Tinna hefur
gert heiðarlega tilraun til að stýra
leikhúsinu, sú tilraun hefur ekki tek-
ist nógu vel, hún er sjálf ekkert verri
fyrir það. Hún er ágæt leikkona, hef-
ur alla burði til að geta verið íslenskri
leiklist nýtur kraftur áfram, þó ekki
sé sem þjóðleikhússtjóri. Of margir
forverar hennar stóðu ekki upp, þeg-
ar þeirra tími var kominn – ekki bara
Stefán. Mér kæmi á óvart ef Tinna
vildi fá þau eftirmæli. Ég hefði að
sjálfsögðu fagnað því manna hæst, ef
henni hefði tekist betur, en ég sé ekk-
Áramótahugleiðing
Hvernig stóðu atvinnuleikfélögin sig á nýliðnu ári? Er bjart fram undan í leik-
listarlífi landsmanna? Er tími þjóðleikhússtjóra á enda? Jón Viðar Jónsson,
leiklistarfræðingur og leikdómari DV, fer yfir sviðið.
Leikhúsið
og k pp
Vantar skýra sýn „Það sem Tinnu hefur skort frá upphafi er
skýr sýn á verkefnavalið, ákveðnar listrænar áherslur sem
fylgt er eftir af einbeittum vilja og krafti,“ segir jón Viðar
jónsson leikdómari um þjóðleikhússtjóra og sýn hans í úttekt
sinni á leikárinu. Myndin er úr uppfærslu Þjóðleikhússins á
Hart í bak sem frumsýnd var í haust. MYND ÞJóðleikhúsið/eDDi