Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Qupperneq 24
M argir muna eflaust að Steingrím- ur J. Sigfússon lenti í allalvar- legu bílslysi í janúar 2006 á leið sinni um Húnaver. Hann brotn- aði illa og náði að hringja eftir að- stoð þar sem hann lá fastur í jeppabifreið sinni á bökkum Svartár. „Það sækja engar vofur á mig í þessu sambandi þegar ég er á ferð um landið. Ég hef reyndar verið farsæll bílstjóri og var meira að segja atvinnubílstjóri um skeið. Ég er alvanur að ferðast í öllum veðrum um landið. Eitt slys er ekki tölfræðilega mikið miðað við allan þvæling- inn á manni. Ég hef sagt að ég geri hlutina mynd- arlega þegar ég geri þá á annað borð. Því var það að þegar ég loks lent i í slysi var það ansi hress- ilegt. En ég var heppinn og er reynslunni ríkari. Ekki síst að hafa kynnst ótrúlegu öflugu, skilvirku og samhæfðu öryggis- og heilbrigðiskerfi okk- ar. Land okkar er stórt, hálent og strjálbýlt og að- stæður sem glímt er við oft erfiðar. Það er verðugt að minnast nú um áramót sjálfboðaliðastarfsins sem heldur uppi björgunarsveitum í landinu. Ég var harður í því að venja mig af verkjalyfjunum. Ekki vildi ég festast í þeim og ég fór síðan í þá lík- amsrækt og hreyfingu sem ég er vanur, það er að segja að ganga á fjöll, skokka og liðka mig í blaki. Það hefur allt gengið mjög vel. Ég var líka um hríð á Reykjalundi. Þar er enn ein perlan í okkar heil- brigðisneti. Þar komst ég í hendur á fagfólki sem leiðbeindi mér og hjálpaði og þaðan í frá var eft- irleikurinn auðveldur. Mér fór alveg gríðarlega fram þessar vikur sem ég var á Reykjalundi.“ Útivistarmaðurinn Þú gekkst skáhallt yfir allt landið fyrir nokkrum árum sem er vitanlega ærið verkefni. Er það gott fyrir sjálfstraustið? „Ég lagði upp frá Reykjanestá 23. júní 2005, Jónsmessunótt, og lauk göngunni sléttum þrem- ur vikum síðar á Langanesfonti, yst á nesinu. Þetta er eiginlega lengsta þversnið sem hægt er að taka yfir Ísland, frá suðvestri til norðausturs. Maður gengur þarna í gegnum allan helgidóminn, alla náttúru Íslands. Þetta var mögnuð upplifun. Ég bý að þessu og er ákaflega stoltur af þessu framtaki. Ég get lokað augunum og er þá kominn í Þjórs- árver eða á Dyngjuháls. Það er ekki til betri aðferð til þess að fá landið beint í æð. Þetta er ögrandi verkefni sem gekk mjög vel. Ég gekk hvern einasta dag, oft langar dagleiðir. Ég hafði gamla félaga með mér á erfiðum köflum því fátt segir af einum. Leiðin úr Þjórsárverum upp á Sprengisand yfir í Nýjadal var ansi torsótt, ekki síst vegna þess að við hrepptum vonskuveður síðasta daginn, norðan rok og rigningu og hita nálægt frostmarki. Þarna er yfir mörg vötn að fara og svo þurftum við að brölta upp á jökla. Þetta var strembin dagleið.“ Andvökunætur Bankahrunið og efnahagsmálin eru mál málanna um þessar mundir. Við blasir vaxandi atvinnu- leysi, gjaldþrot fyrirtækja og skert velferðarþjón- usta. Ástandið leggst þungt á Steingrím þótt enga uppgjöf sé að merkja í orðum hans. „Maður hefur stundum verið andvaka yfir því hvernig komið sé og hvert stefni. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt frá lokum september. Og nú leita á mann spurningar um stöðu okkar og framtíð. Við höfum tekist á um áveðna hluti í íslenskum stjórnmálum; utanríkismál, stóriðju- stefnu, einkavæðingu um velferðina. Þar hef- ur verið ágreiningur um leiðir en ekki óvissa um framtíð landsins sem efnahagslega sjálfstæðs rík- is. Nú grúfir sá skuggi yfir. Og spurningin vakir: Ætlum við, núverandi kynslóð í landinu, að klúðra þessu sem við höfum fengið í hendur frá forver- um okkar sem unnu það einstæða þrekvirki á síð- ustu öld að ekki bara endurheimta í áföngum fullt sjálfstæði heldur byggja upp eitt mesta og besta velferðarsamfélag heimsins sem stóð tiltölulega traustum fótum fram undir síðustu aldamót? Þá fóru hlutirnir að fara virkilega úrskeiðis. Sérstak- lega frá árunum 2002 og 2003. Og það er ekkert gamanmál að vera í pólitík og standa allt í einu frammi fyrir slíkum hlutum. En þetta er úrlausn- arefni sem okkur er skylt að takast á við. Eitt er víst að orðið uppgjöf er ekki til í mínum huga. Það skal takast og það verður að takast að sigrast á þess- um erfiðleikum. Skapa hér á nýjan leik forsend- ur fyrir uppbyggingu og þróun og í raun og veru endurmótun góðs og heilbrigðs samfélags. Þetta eru gríðarleg kaflaskil ekki aðeins í efnahagslegu tillliti. Í hugmyndafræðilegu og pólitísku tilliti eru þetta alger kaflaskil í sögu þjóðarinnar. Þjóðin hefur reyndar sýnt aðdáunarverða yfir- vegun og rósemi sem hefur skilað sér í öguðum fjöldamótmælum. Kröfur fjöldans eru málefna- legar og sanngjarnar og snúast um upplýsingar, gagnsæi, heiðarleika og lýðræði. Þetta hefur ver- ið fólkinu til sóma. En það er vitanlega leiðinlegt þegar mótmælin fara úr böndunum og sumt er vitanlega óverjanlegt eins og átökin og skemmdir á eignum á gamlársdag í tengslum við beina út- sendingu á vegum Stöðvar 2. Því hefur verið fleygt að þeir herskáustu séu liðsmenn VG. Ég hef aldrei hvatt til ofbeldis og brýni fyrir fólki að fara með friði. Auk þess hafa forsvarsmenn mótmælanna ávallt tekið fram að þau séu ekki flokkspólitísk. En vandinn er líka sá að stjórnvöld daufheyrast og koma ekki til móts við almenning og þá aukast líkur á að upp úr sjóði.“ Stjórnmál sem brugðust Stjórnmálin réðu ekki við að gæta öryggis borgar- anna þegar á reyndi en það er grundvallarhlut- verk þjóðríkis að gæta öryggis borgaranna, einnig að því er varðar efnahagslegt sjálfstæði. Brugðust stjórnmálin ekki? „Jú, þau gerðu það. Mín greining er sú að stjórnvöld hafi ánetjast hugmyndafræði sem var hér mjög ríkjandi. Það myndast andrúmsloft meðvirkni þar sem stjórnmálin að stærstum hluta til, stjórnmálaforingjar og flokkar, renna sam- an við og eru samtvinnaðir áhrifaöflum í efna- hags- og fjármálalífi. Að ógleymdum fjölmiðlun- um sem eru vitanlega meðvirkir og í raun og veru boðberar sömu hugmyndafræði meira og minna og gagnrýnislausir á það hvert stefnir. Efnishyggj- an og sú trú manna að allt snúist um hagvöxt og efnahagslega velmegun verður til þess að menn ber af leið. Blind markaðstrú, frjálshyggjugræðg- istrú, sem ég kalla svo, varð allsráðandi. Þetta sýn- ir okkur hversu hættulegt það er ef samfélag lend- ir inn á eitthvað spor og andrúmsloft myndast þar sem önnur sjónarmið, varnaðarorð og gagnrýnis- raddir eru slegnar út af borðinu. Afgreidd án rök- ræðu. Þegar ég lít til baka held ég að vandinn hafi verið sá að það var eiginlega engin rökræða held- ur voru þau sjónarmið, sem sett voru fram og féllu ekki að meginstraumnum, slegin út af borðinu. Við vorum gjarnan afgreidd sem nöldraraflokk- ur sem var bara á móti. Nú er kannski að koma í ljós hverju við vorum á móti og hvers vegna við vorum á móti. Það voru einstakir fræðimenn og aðrir sem settu fram gagnrýnin sjónarmið. Þessir menn voru þagaðir í hel meðal annars vegna þess að fjölmiðlarnir voru allt of meðvirkir og samofnir hinu samtryggða valdi. Þetta sást best á athuga- semdum erlendra sérfræðinga sem voru kannski að segja svipaða hluti og ég, Ragnar Önundar- son, Þorvaldur Gylfason, Hörður Árnason í Marel og fleiri. Þetta var afgreitt sem öfund og óvild eða eitthvað í þeim dúr. Þetta er til marks um hversu sjúkt ástandið var og hversu gagnrýnislaus við vorum orðin. Það vantaði aðhald og gagnrýni sem mismunandi sjónarmið tryggja. Það verður að rökræða og hlusta en ekki af- greiða þau út af borðinu með ódýrum frösum sem framsóknarmenn eða aðrir kaupa hjá aug- lýsingastofum. Menn áttu þess kost svo seint sem árið 2006 og 2007 og jafnvel yfir í ársbyrjun 2008 að afstýra alveg gríðarlegu tjóni og hörmungum, hefðu menn vaknað af dvalanum. Það hefði mátt lágmarka skaðann gríðarlega hefðu menn brugð- ist við.“ Áttum að kaupa tíma Á þetta við um aðferðina sem notuð var gagnvart Glitni þegar hann var skyndilega þjóðnýttur? „Skaðinn varð nær algjör. Þetta gat varla far- ið verr. Þess vegna er áleitin spurning hvort ekki hafi á einhverjum tímapunkti verið til betri leiðir en valin var. Ég hallast helst að því að þarna hefði verið best að gera það sem oft er skynsamlegast þegar mikla erfiðleika ber snögglega að, þótt svo að hrunið hafi átt sinn aðdraganda, en það er að kaupa sér tíma. Kaupa tíma til að undirbúa ráð- stafanir sem varð að gera. Þetta var of lítið und- irbúið og of lítið hugsað. Kannski hefði það ver- ið vænlegri kostur að kaupa sér örlítinn tíma – þótt því hefði fylgt einhver fórnarkostnaður – til að undirbúa þá endurskipulagningu á fjármála- kerfinu sem við vonandi hefðum getað haft meiri stjórn á. Við hefðum getað gert ráðstafanir til að verja það sem hægt var að verja og komast þá vonandi hjá því að allt heila bankakerfið, stóru bankarn- ir allir, færu niður með þeim gríðarlega kostnaði sem það hefur fyrir lífeyrissjóðina, efnahagslífið, þjóðarbúið. Gallinn var sá að stjórnvöld höfðu engar ráðstafanir undirbúið. Þau höfðu ekkert gert. Það var ekkert plan B eða plan C. Það er aldrei gott að menn í einhverju óðagoti og á einni nóttu eða sólarhringum taki svona gríðarlega af- drifaríkar ákvarðanir. Það leitar mjög á mig hvort menn hefðu ekki getað keypt sér tíma og gert áætlanir sem dregið hefðu úr þeim skaða sem nú er orðinn.“ Það leitar á ýmsa að íslenska stjórnkerfið hafi ekki verið starfi sínu vaxið sem að sínu leyti eigi rætur í gömlu stjórnkerfi helmingaskipta og kunn- ingjaveldis. Hver er þín skoðun? „Stjórnkerfi okkar er veikt að þessu leyti. Það vantar gagnrýnar raddir. Það vantar fjölbreytni. Við erum örþjóðfélag og við höfum kannski ekki þá breidd og dýpt í umræðunni sem gamalgrón- ar menningarþjóðir ráða yfir. Það sem átti að gera var að svipta okkur inn í nýfrjálshyggjusamfélag á tvöföldum hraða. Einkavæða hér allt í fjórða gír. Að því leyti má segja að saga Íslands síðustu fimmtán til tuttugu árin eigi margt hliðstætt eða skylt með sögu Rússlands eftir hrun Sovétríkj- anna á Jeltsin-tímanum. Auðvitað er himinn og haf á milli Íslands og Rússlands að ýmsu leyti, en það er líka ónotalegur skyldleiki með sumu sem gerðist í þessum sviptingum. Þegar menn ætla að taka eitt samfélag, eitt kerfi, og henda því yfir í nýj- an veruleika á örfáum árum. Slíkt getur ekki leitt til velfarnaðar.“ Endurreisum ekki gamla kerfið Ekki gekk hnífurinn á milli ykkar og Samfylking- arinnar í stjórnarandstöðu um nauðsyn þess að skera upp pólitíska kerfið og siðvæða það. Nú er eins og himinn og haf sé á milli ykkar, ekki síst vegna ESB-málsins. Er það svo? „ESB-málið er afmarkað mál sem menn mega ekki láta yfirskyggja alla aðra hluti. Eins og að- stæðurnar eru orðnar í dag er það fjarri því að vera stærsta álitamálið eða stærsta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir. Það er úrelt umræða að bera það á borð í dag sem stærsta viðfangsefni nútímans í íslenskum stórnmálum. Stóra verk- efnið er velferð íslensks almennings. Spurningin um gjaldmiðil og tengsl okkar við önnur lönd er ekki eins miðlæg þegar hún er sett í samhengi við það risavaxna verkefni að end- urreisa efnahagslífið og endurmóta samfélagið. Það er einn mjög háskalegur misskilningur sem þarf að leiðrétta strax. Það er að það sé verkefn- ið að endurskapa það sem var. Koma aftur á því ástandi sem var hér fyrir hrunið. Við viljum ekki endurreisa það kerfi sem hrundi ofan í hausinn á okkur.“ Vinstristjórn í kortunum? Þið hljótið að hafa viljann til valdsins, komast til áhrifa. Hverju vill VG fórna til þess að mynda samsteypustjórn? „Það þurfa allir að fórna einhverju þegar efnt er til samstarfs. Ég held að það hafi svo sem ekki mikið breyst í sambandi okkar við Samfylking- una frá því fyrir kosningar þegar ég reyndi að koma á rauðgrænu bandalagi líkt og í Noregi. Ég spilaði því út á síðasta kjörtímabili. Nú hefur það ánægjulega gerst í Svíþjóð að Vinstriflokkur- inn og sósíaldemókratarnir og græningjar ætla að mynda bandalag fyrir næstu þingkosningar í landinu með svipuðu sniði og menn gerðu í Nor- egi með góðum árangri. Í Danmörku er líka mikil umræða um þetta. Þar er systurflokkur okkar, Sósíalíski þjóðarflokk- urinn, á miklu flugi. Ég er enn þá bjargfast þeirrar sannfæringar að rétt sé að mynda hér rauðgrænt bandalag. Vandinn er sá að Samfylkingin valdi að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og situr enn í þeirri ríkisstjórn. Hún ber þar með ábyrgð á því í dag að Sjálfstæðisflokkurinn er enn við völd á Íslandi. Þetta er bláköld staðreynd hins pólitíska lífs hér á Íslandi um þessar mundir.“ Krónan enn um sinn En þarf samt sem áður ekki að ráða fram úr þessu með gjaldmiðilinn? Er það ekki afar aðkallandi varðandi endurbygginguna? „Það verður ekki farið af stað með krónuna eins og var. Það verður að breyta peningamála- stefnunni. Króna á breyttum forsendum er auðvit- að einn möguleikinn. Hún verður okkar gjalmiðill næstu misserin hvort eð er. Það er því stórkostlega vítavert að á sama tíma og verið er að koma stoð- um undir krónuna með erlendum lántökum skuli stjórnvöld sífellt vera að tala hana niður. Alvöruviðskiptaráðherrar eða -utanríkisráð- herrar í hvaða landi sem vera skal í heiminum yrðu látnir taka pokann sinn ef þeir töluðu svo á sama tíma og þeir stæðu í lántökum til að styrkja gjaldmiðil sinn. Það gengi hvergi nema hér að tala niður gjaldmiðilinn við slíkar kringumstæður. Við þurfum að skoða aðra möguleika. Er til dæmis möguleiki á einhliða upptöku nýrrar myntar? Er hægt að fara í gjaldmiðlasamstarf við aðrar þjóð- ir? Mætti horfa til Noregs í þeim efnum? Eða er evran lausnin? Segja má að fjórir valkostir séu í boði. Ég tel ekki að neinn þeirra sé algerlega úti- lokaður. Í fimmta lagi eru öll gjaldeyrismál í heim- inum í upplausn. Sumir ganga svo langt að segja að þetta muni renna saman í tvær til þrjár heimsmyntir á næstu 10 til 20 árum. Við þurfum að vakta þetta. Það stendur hvergi í okkar stefnuskrá að það eigi að halda krónunni. En hún er okkar mynt. Við þurf- um að ná okkur í gegn um erfiðleikana nú með hana að vopni. Það virðist ekki vera neinn annar valkostur í boðið til skamms tíma. Það virðist ekki fýsilegt né raunhæft að breyta um gjaldmiðil ein- hliða. Ég vil horfa á þetta af raunsæi og segja: Þá er þetta svona og við verðum að ná okkur í gegn um þetta með krónunni, koma henni á fæturna og endurreisa atvinnulífið. Það má ekki vera neitt kjaftæði í kring um það. Það er bara kjaftæði að bera inn í þá umræðu að Ísland geti verið komið með evru 2014 til 2016. Er það svar fyrir þá sem eru að missa húsin sín nú? Missa atvinnu sína eða missa fyrirtæki sín?“ Davíð ekki eini sökudólgurinn Þú hefur gagnrýnt peningamálastefnuna en ekki viljað taka undir gagnrýni á Davíð Oddsson seðla- bankastjóra? „Jú, en ég hef ekki viljað taka þátt í að kenna honum einum um frekar en að ég taki þátt í því að gera krónuna að einhverjum allsherjar blóra- böggli. Við höfum ekki farið inn á sama spor og Samfylkingin að kenna Davíð um allt. Það er ekki efnislega rétt að kenna honum og krónunni um ófarirnar. Ég tek ekki þátt í því að láta ráðherrana sleppa. Ég hef verið spurður um það hvort ég vilji skipta um stjórn Seðlabankans. Ég svara því ját- andi og bæti við að ég vilji líka skipta um fjármála- eftirlit og ríkisstjórn.“ Völva DV segir að þú gefir eftir í afstöðunni til Evrópusambandsins fyrir forsætisráðherrastól í ríkisstjórn með Samfylkingunni? „Við stillum þessu ekki þannig upp. Við erum að móta okkar aðgerðaráætlun fyrir Ísland. Eitt allra fyrsta verkefnið er að efna til þingkosninga til að endurreisa traust milli stjórnmálanna og þjóð- arinnar. Til að útkljá mál með friðsamlegum hætti og sneiða hjá erfiðari vandamálum. Ég er held- ur ekki upptekinn af því þótt mitt nafn sé nefnt í sambandi við forsætisráðherrastólinn. Enn eina ferðina mælist VG stærsti stjórnmálaflokkurinn í nýrri Gallup-könnun, þannig að það er vonlegt að þetta komi upp. Ég mundi ekki skorast undan því ef aðstæður höguðu því á þann veg að það kæmi í minn hlut. Ég er hins vegar upptekinn af verkefn- inu sem er fram undan. Eitt af því sem er að gerast nú er að það er stóraukin pólitísk umræða í land- inu, gríðarleg gróska í greinaskrifum og bloggum og fólk er að taka afstöðu. Fólk gengur í flokka, að minnsta kosti í VG. Okkar liðsmönnum fjölgar tugum saman á viku hverri. Þar er um að ræða nýtt fólk og ungt sem vill berjast. Mér finnst það heldur leiðinleg upp- stilling að þetta eigi að snúast um hrossakaup um einhverja valdastóla. Verkefnið er aðalatriðið en ekki persónurnar. En þær verða að vera vand- anum vaxnar. Nú þarf sem aldrei fyrr að draga til verka fólk sem hefur burði og kjark til þess að tak- ast á við verkefnið. Ég vil ekki útiloka að við sækj- um liðsmenn að einhverju leyti út fyrir stjórn- málin. Nú eru þeir tímar að við eigum að kalla til verka alla okkar hæfustu karla og konur, erlendis sem innanlands. Það er gríðarlegur misskilningur að við eigum ekki mikið af hæfu fólki. Ísland hef- ur ekki í langan tíma haft jafnríka þörf fyrir slíkt fólk.“ Ábyrgðin er okkar Eiga útrásarvíkingarnir svonefndu að fá tækifæri? Einn þeirra, Jón Ásgeir Jóhannesson, ritaði langa grein og heitir að leggja uppbyggingunni lið. Hvað finnst þér um slíkt? „Ég met það við þá sem þora að taka þátt í um- ræðunni, hvort sem það er að mæta í þætti eða skrifa greinar. Ég hef sagt í ræðustóli á Alþingi að þeir athafnamenn sem koma heim með ein- hverja fjármuni, eigi þeir einhverja, og bjóða þá fram til enduruppbyggingar, þeir eru velkomnir. En geri þeir það ekki ættu þeir ekki að láta sjá sig mikið hérna á götunum. Ég hef ekki mikla samúð með þeim ef þeir ætla að hanga á sínum pening- um, hvernig sem þeir eru fengnir, einhvers staðar í útlöndum og gefa landinu þannig langt nef. Ef þeir sýna manndóm og koma til að leggja lið þá er mannsbragur að því. Þetta snýst fyrir mér talsvert um það að hafa kjark og einurð til þess að horfa í spegil. Það ger- ir ríkisstjórnin ekki enn og heldur ekki menn í stjórnkerfinu, því miður. Þeir eru í afneitun eða kenna öðrum um. Við komumst aldrei í gegn um þetta með því hugarfari. Við verðum að gangast við því að höfuðábyrgðin á því hvernig fór liggur hér heima á Íslandi. Menn komu til mín á Norð- urlandaráðsþingi í Helsinki og spurðu: „Hvernig er það Steingrímur. Lítið þið Íslendingar svo á að þið berið sjálfir enga ábyrgð á því hvernig kom- ið er?“ Nei, sagði ég og bað menn hlusta á mína ræðu. Höfuðábyrgðin er okkar. Ég er ekkert und- anskilinn. Kosningar óumflýjanlegar Ég er algerlega sannfærður um að verkefnið sem við blasir er viðráðanlegt. Það er leysanlegt og það skal takast að endurreisa Ísland. En ein frumfor- senda þess að það gangi er að málin verði gerð upp á heiðarlegan hátt, í kosningum ekki síst og að ný ríkisstjórn, með þjóðina með sér og á bak við sig, geti farið í verkefnið. Þetta mun aldrei tak- ast með ríkisstjórn sem er með þjóðina upp á móti sér. Það er vonlaust. Það ríkir gríðarleg vantrú. Ég hef verið duglegur að fara á fundi og fundarsókn- in er mikil. Þar skynjar maður vel þessa vantrú og hvers virði það er að endurheimta þetta traust. Ég kann enga aðra betri aðferð til þess en lýðræði og kosningar. Ég held að hún sé ekki til. Það verða kosningar á þessu ári. Ég er sann- færður um það vegna þess að annað væri óráð. Menn sjá það að lokum að það er forsenda þess að okkur takist að leysa viðfangsefnið. Aðalatrið- ið er að verkefnið verði leyst. Forsenda þess eru kosningar.“ johannh@dv.is Laugardagur 3. janúar 2008 24 Helgarblað „Ég er enn þá bjargfast þeirrar sann- færingar að rÉtt sÉ að mynda hÉr rauð- grænt bandalag. Vandinn er sá að sam- fylkingin Valdi að fara í ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum…“ Upptekinn maður í Vonarstræti „Ég er heldur ekki upptekinn af því þótt mitt nafn sé nefnt í sambandi við forsætisráðherrastólinn. Ég mundi ekki skorast undan því ef aðstæður höguðu því á þann veg að það kæmi í minn hlut.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.