Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Side 36
Laugardagur 3. janúar 200836 Helgarblað HIN HLIÐIN Líkist Claudiu Schiffer Nafn og aldur? „Ragnar Sólberg, 22 ára.“ Atvinna? „Tónlistarmaður og gítarkennari.“ Hjúskaparstaða? „Trúlofaður Sóley Ástudóttur.“ Fjöldi barna? „Tvö.“ Hefur þú átt gæludýr? „Já, já, ég hef átt köngulær, snigil, kött og tvo hunda.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Ég spilaði á Xmas-tónleikunum 22 desem- ber bæði undir mínu eigin nafni og svo líka með hljómsveitinni Sign.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Já, ég var alltaf að gera eitthvað af mér þegar ég var yngri og lögreglan þurfti stundum að skutla mér heim.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Ég held rosalega upp á allar flíkur sem ég erfði frá afa mínum. Ég tek þægindi algjörlega fram yfir kúlið.“ Hefur þú farið í megrun? „Nei, hef margoft reynt að fita mig samt en það gengur bara aldrei.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Nei, ég var samt algjör uppreisnarseggur sem barn og mótmælti oft en á mjög óskipulagðan hátt.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Já, jarðneskt líf er bara eitt af mörgum.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Ég skammast mín ekki fyrir neitt svoleiðis.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Þau eru mjög mörg, það nýjasta er A new game með hljómsveitinni Mudvayne.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Ég hlakka svolítið til sumarsins, en annars ætla ég bara að njóta hverrar stundar eins og ég get.“ Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur? „Grumpy og Grumpier Old Men, mér finnst bara gamlir karlar með húmor það fyndnasta í heimi og Walter Matthau er flottastur.“ Afrek vikunnar? „Er að hafa plokkað augabrýrnar á ömmu minni, mér finnst það mjög krúttlegt.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Já, mér finnst voða gott að fá leiðbeiningar og staðfestingu á því sem ég er að pæla.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Já, ég elska hljóðfæri, ég byrjaði að spila á gítar þegar ég var tveggja ára og trommur þegar ég var fjögurra ára. Svo hef ég fiktað á píanó í mörg ár líka.“ Viltu að Ísland gangi í Evrópusambandið? „Nei, ekki núna allavega. Til að halda sjálfstæði þarf maður að kunna að standa sjálfur, ekki bara sem einstaklingur heldur sem þjóð. Það fylgir okk- ur of mikil græðgi og mikilmennska. Maður þarf ekki allt þetta drasl og peninga til að lifa sáttur.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Að vera hamingjusamur og láta rætast úr sinni hjartans þrá.“ Hvaða íslenska ráðamann mundir þú vilja hella fullan og fara á trúnó með? „Ég myndi aldrei nenna að vera með fullum ráða- manni, hvað þá á trúnó. Þeir mega alveg halda í sín leyndarmál mín vegna.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Engan í augnablikinu.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, ég hef alveg gert það en ég kann miklu betur við að semja við tónlist.“ Nýlegt prakkarastrik? „Ég ætlaði að bregða krökkunum og konunni minni í gær með því að sprengja hurðasprengju í rúminu en þeim fannst það ekkert fyndið.“ Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest? „Það var einu sinni skrifað í einu blaði að ég væri eins og blanda af Ville Valo í HIM og Claudiu Schif- fer, annars veit ég ekki.“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Já, og ég ætla einmitt að virkja þá á árinu.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Það er nú soldið flókið mál, mér finnst persónu- lega asnalegt að leyfa eitt og banna annað en á sama tíma finnst mér líka asnalegt að fólk neyti heilsuskaðlegra vímuefna.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Heimilið mitt.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Fikta í hárinu á konunni minni.“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Kreppan er eins og stökk aftur í tímann, við fórum of hratt og gerðum fullt vitlaust en fáum núna tæki- færi á að gera allt aftur. Við verðum að láta mjög lít- ið nægja og muna hver lífsgildi okkar eru.“ RagnaR SólbeRg, SöngvaRi SveitaRinnaR Sign, gaf út Sína aðRa Sólóplötu á dögunum Sem hlaut heitið full CiRCle. hann dýRkaR WalteR matthau og SegiR mikilvægaSt í lífinu að veRa hamingjuSamuR. Innritun og upplýsingar í síma 561 5620 frá kl. 10-16 Kennsla hefst 12. janúar www.schballett.is Varahlutir ehf Smiðjuvegi 4 A Kópavogi Símar: 587-1280 849-5740 LAND-ROVER EIGENDUR ÓSKUM YKKUR GLEÐILEGS NÝS ÁRS OG ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á LIÐNUM ÁRUM VIÐ GETUM EINS OG ÁÐUR BOÐIÐ ALLA VARAHLUTI Í BIFREIÐAR FRÁ LAND- ROVER, ÁRGERÐIR 1960 - 2008 NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.