Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2009, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2009, Page 10
Þriðjudagur 3. febrúar 200910 Neytendur Dísilolía el d sn ey t i Grafarvogi verð á lítra 144,4 kr. verð á lítra 167,8 kr. Skeifunni verð á lítra 142,8 kr. verð á lítra 164,2 kr. Akranesi verð á lítra 144,4 kr. verð á lítra 167,8 kr. bensín Dalvegi verð á lítra 138,7 kr. verð á lítra 162,1 kr. Fjarðarkaupum verð á lítra 139,7 kr. verð á lítra 163,1 kr. Fellsmúla verð á lítra 139,8 kr. verð á lítra 162,2 kr. umsjón: baldur guðmundsson, baldur@dv.is / neytendur@dv.is Ný ríkisstjórn Samfylkingar og vinstri grænna boðar að nú í febrúar muni frumvörp um „greiðsluaðlögun“ og „greiðslujöfnun gengistryggðra lána“ líta dagsins ljós. Á manna- máli má segja að fólki verði forðað frá gjaldþrotum og hægt verði að lengja í erlendum lánum sem innlendum. Þá munu erlend lán að líkindum verða færð í íslenska mynt. Fólki Forðað Frá gjaldþroti „Greiðsluaðlögun er hugsuð þannig að fólki verði gefinn kostur á að semja um skuldbindingar sínar án þess að lenda í gjaldþroti,“ segir Árni Þór Sig- urðsson, þingmaður Vinstri hreyfing- arinnar - græns framboðs, spurður í hverju frumvarp um greiðsluaðlög- un muni felast. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra kynnti á sunnudag stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Í kafl- anum um aðgerðir í þágu heimilanna segir meðal annars að ríkisstjórnin muni í febrúar leggja fram frumvörp til laga á Alþingi um greiðsluaðlög- un og greiðslujöfnun gengistryggðra lána. Verði ekki gjaldþrota „Í dag er það þannig að fyrirtæki geta gert nauðarsamninga þegar þau eru komin í þrot. Þá er samið við lánar- drottna um að þau greiði einhvern hluta af skuldum sínum en restin er þá felld niður, takist um það samn- ingar. Það gerist þá án þess að þau lendi í gjaldþroti,“ segir Árni Þór. Engar sambærilegar heimildir eru um þetta hvað einstaklinga varðar. Árni segir að í dag séu lög þannig að tíu ára þrautaganga geti beðið þeirra sem lendi í gjaldþroti. „Víða erlend- is geta einstaklingar fengið nauða- samninga eða greiðsluaðlögun um að gera upp skuldbindingar sínar á lengri tíma eða samið um að greiða tiltekið hlutfall skuldarinnar. Slík lög gætu hjálpað mörgum hér á landi,“ segir Árni. Lengt í lánum Árni bendir á að eftir áramótin hafi verið tekin upp svokölluð greiðslu- jöfnunarvísitala á verðtryggð lán. Upphæðin sem munar á verðtrygg- ingunni og þeirri vísitölu fari þá inn EGó vErður N1 N1 mun í dag ljúka breytingu á sjö mannlausum eldsneytis- stöðvum Egós. Þær munu fram- vegis heita og verða hluti af þjón- ustuframboði N1. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Stöðvarnar sem um ræðir eru við Salaveg, Smáralind, Holtagarða, Fellsmúla, Staldrið og Tryggva- braut á Akureyri. Jafnframt mun N1 hefja birtingu á eldsneyt- isverði á netinu. Þar má finna lægsta verðið og það algengasta en hin olíufélögin hafa öll um nokkurt skeið birt eldsneytisverð sitt á veraldarvefnum. Sæktu um AF- SláttArlyklA Það getur margborgað sig að sækja um afsláttarkort eða -lykla hjá olíufélögunum. Með því er víða hægt að spara sér tvær til þrjár krónur á hvern lítra. Bif- reiðaeigandi sem ekur 20 þúsund kílómetra á ári eyðir um 300 þús- und krónum í bensín. Þetta mið- ast við að meðalverð á bensíni sé um 150 krónur og bíllinn eyði 10 lítrum á hundraðið. Á einu ári getur sá sem notar afsláttarlykil sparað sér 6.000 krónur. n Skíðagarpur beið í hátt í tvo klukkutíma í röð við skíðaleiguna í Bláfjöllum um helgina til þess eins að komast að því að einu stærð- irnar sem eftir voru af brettaskóm voru númer 41 og niður úr og 48. Hópnum sem beið var aldrei tilkynnt um hið litla úrval. n Lofið fær starfsfólk N1 Staðarskála. Ferðalangur, sem þurfti á hressingu að halda, kom við í þjónustustöðinni á sunnudagskvöldið. Mjög margt var um manninn enda umferðin í báðar áttir nokkuð þung. Þrátt fyrir mikið annríki var sama og engin bið eftir afgreiðslu, sem var bæði skipulögð og afkastamikil. sendið lof eða lasT Á neYTendur@dV.is BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is á ákveðinn biðreikning sem bætist aftan við lánið. Með öðrum orðum má segja að þannig lækki greiðslu- byrðin en lánið lengist. „Hugsunin er að sambærilegt fyrirkomulag geti átt við um gengistryggðu lánin líka,“ segir Árni. Ingólfur H. Ingólfsson, annar eig- enda spara.is, hefur varann á þegar hann er spurður álits á þeim aðgerð- um sem ríkisstjórnin boðar í þágu heimilanna. „Þetta er nokkuð sem menn hafa beðið lengi eftir en mað- ur á eftir að sjá hvernig barnið mun líta út,“ segir hann og bætir við: „Það væri til dæmis mikið glapræði ef færa ætti erlendu lánin í íslenska mynt á núverandi gengi,“ segir hann. Lánin verði lækkuð Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, segir í nýjum pistli á tals- madur.is að brýnasta verkefni rík- isstjórnarinnar sé að undirbúa langtímalausnir og hrinda þegar í stað í framkvæmd skammtímlausn- um á skuldavanda heimilanna, bæði vegna verðtryggðra íbúðalána í ís- lenskum krónum og í erlendri mynt. Hann vill enn fremur að höfuðstólar lána verði lækkaðir. Í því sambandi dugi ekki lausnir fyrir hvern og einn heldur þurfi að taka með almennum hætti á skuldabagga þeirra sem fest hafa kaup á íbúðarhúsnæði og hafa þegar orðið fyrir gríðarmikilli skulda- aukningu vegna verðbólgu eða geng- ishruns. Frumvarp um greiðsluaðlögun verður afgreitt í febrúar fólk mun geta samið um greiðslur og niðurfellingu skulda eftir atvikum nái frumvörp nýrrar ríkisstjórnar fram að ganga. MyND phOtOS.cOM Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG segir að fólk muni geta skuldbreytt erlendum lánum í íslensk nái frumvarp um slíkt fram að ganga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.