Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2009, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2009, Side 15
Þriðjudagur 3. febrúar 2009 15Umræða Hver er konan? „ragna Árnadóttir.“ Hvað drífur þig áfram? „bjartsýni.“ Hvar ert þú uppalin? „Lengst af í vesturbæ Kópavogs. Þar undi ég mér ágætlega.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „allt sem Maggi, maðurinn minn, eldar.“ Hvaða bók ertu með á náttborð- inu þínu þessa dagana? „i, Claudius eftir robert graves.“ Hvert er uppáhaldshúsverkið þitt? „að vasast í þvottinum.“ Hvernig tilfinning er það að vera orðin ráðherra? „Þetta er mikil ábyrgð en tilfinningin er góð.“ Ertu skráð í einhvern stjórn- málaflokk? „Nei.“ Fannst þér beiting lögreglunnar á piparúða gagnvart mótmæl- endum við þinghúsið á dögun- um aðfinnsluverð? „Ég tel að lögregla hafi sinnt sínu hlutverki eins vel og hún gat í þessum afar erfiðu aðstæðum.“ Ertu hlynnt eða andvíg því að íslenska lögreglan taki upp notkun svokallaðra rafbyssna? „Ég er hlynnt því að lögreglan hafi nauðsynleg tæki en hef ekki tekið afstöðu til rafbyssna.“ Finnst þér þörf á að efla íslensku sérsveitina enn frekar? „Sérsveitin hefur verið efld á undanförnum árum og hefur staðið sig vel í sínum störfum.“ Hefðirðu áhuga á að starfa áfram sem dómsmálaráðherra eftir þingkosningarnar í apríl ef það stæði til boða? „Ég er ekki á leiðinni í framboð ef það er spurningin.“ Hver er draumurinn? „að veiða urriða í Laxárdal við sólsetur í dúnalogni.“ Hvað finnst þér um nýja ríkisstjórn? „Ég veit það ekki. Mér er svo sem alveg sama.“ Óttar Pétursson 19 Ára NÁMSMaður. „Mér líst vel á hana. Ég held að hún muni ná miklum árangi á þessum 80 dögum sem hún verður við völd.“ Hjálmar ÞÓr arnarson 19 Ára NeMi „Þetta eru allt sömu rotturnar. Það skiptir engu máli hver tekur við.“ Óli jÓHann GrindErud 24 Ára. „Hún er bara ný, ég get ekki sagt neitt um hana núna.“ ulrika scHubErt 27 Ára NÁMSMaður Dómstóll götunnar raGna árnadÓttir tók við starfi dómsmálaráðherra á sunnu- daginn í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar og vinstri - grænna. Hún er hlynnt því að íslenska lögreglan hafi nauðsyn- leg tæki en hefur ekki tekið afstöðu til notkunar rafbyssna. ragna segir tilfinninguna að vera orðin ráðherra góða en kveðst ekki á leið í framboð. Kópavogsmær sem les um Kládíus „Hún er skárri en sú sem var. Ég hef mikla trú á jóhönnu.“ kristjana arnardÓttir 50 Ára MatSveiNN. maður Dagsins Nýafstaðið stjórnarsamstarf varð ekki sá spútnik sem margir von- uðust eftir. Yfirgnæfandi meiri- hluti þingmanna hefur eflaust skapað andrúmsloft værukærð- ar og slævt vitund margra. Fram- sóknarfylgjan lék áfram lausum hala og engu afgerandi var breytt. Og nú, þegar ævintýrið er úti og fylkingarnar sundurorða, er það hlutskipti Samfylkingar að leiða nýja ríkisstjórn meðan Sjálfstæð- isflokkurinn situr eftir, valdalaus. Akkilesarhæll Samfylkingar í fyrri stjórn var hugmyndafræði Sjálf- stæðisflokksins. Viðspyrnan hvarf frammi fyrir frjálshyggjupostul- unum sem létu engan bilbug á sér finna, voru búnir að sannfæra 40% þjóðarinnar um ágæti sitt og bættu síðan við fylgi Samfylking- ar. Af þessum sameinaða hópi sér aðeins um helmingurinn ennþá ljósið. Minnihlutastjórnin nú er neyð- arstjórn, brú til kosninga en um leið ákveðin tilraun. Lukkist hún má búast við áframhaldi og til- komu Framsóknarflokks. Guð- móðir þessarar ríkisstjórnar, Jó- hanna Sigurðardóttir, er flestum Íslendingum mjög ásættanleg. Kostir hennar eru skörungsskap- ur, staðfesta og hreinskilni. Ein- mitt það sem við þurfum. Hún hefur ekki verið orðuð við klíku- stjórnmál, sjálftöku eða spillingu. Skjöldur hennar er hreinn, ein- mitt það sem við þurfum. Hún hef- ur reynslu, þekkingu og þor. Ein- mitt það sem við þurfum. Hún er auðvitað ekki blásaklaus af fyrra stjórnarsamstarfi en sú eina sem þó stóð í lappirnar. Jóhanna vildi sinn tíma og hann er núna. Margir sjá rautt en í ljósi fenginnar reynslu hlýtur það að teljast skárra en blátt. Kannski það breytist eftir gagngera endurskoð- un en þangað til skal það vera rautt og því segi ég: Verði Jóhönnu að góðu og gangi henni vel. Rautt skal það vera kjallari svona er íslanD 1 Playboy vill ornellu forráðamenn Playboy eru áhugasamir um að setja í blaðið myndaseríu af íslensku ofurfyrirsætunni Ornellu thelmudóttur. 2 Fyrsta svikna kosningaloforð obama barack Obama hefur nú þegar svikið sitt fyrsta kosningaloforð. Hann hafði lofað að birta öll lagafrumvörp, nema neyðarlög, minnst fimm dögum áður en þau yrðu samþykkt. Nú hefur hann brotið gegn því. 3 klám í beinni útsendingu frá superbowl Áhorfendur Comcast-kapalstöðvarinnar í sáu óvænt tíu sekúndna bút úr klámmyndbandi þegar verið var að sýna frá úrslitaleik NfL-deildarinnar. 4 sjálfumglaðir sjálfstæðismenn guðmundur gunnarsson, formaður rafiðnaðarsambands Íslands, telur sjálfstæðismenn ekki hafa sýnt næga auðmýkt eftir að hafa dottið úr ríkisstjórn. 5 nemendur sendir heim úr frosnum skólastofum Hitakerfið bilaði í Sæmundarskóla um helgina með þeim afleiðingum að skólastofur voru frosnar í gærmorgun. 6 lítið upp úr stóriðju að hafa indriði H. Þorláksson, fyrrverandi skattstjóri, segir litlar tekjur verða eftir á Íslandi af stóriðju. 7 Veita afslátt af leiguverði byggingafélag námsmanna veitir afslátt af leiguverði vegna verðbólgu. mest lesið á dv.is lÝÐur árnason heilbrigðisstarfsmaður skrifar Skjöldur hennar er hreinn, einmitt það sem við þurfum. Hún hefur reynslu, þekk- ingu og þor. Einmitt það sem við þurfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.