Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2009, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2009, Side 16
Þriðjudagur 3. febrúar 200916 Ættfræði Bernharð S. Haraldsson fyrrv. skólameistari verkmenntaskólans á akureyri Bernharð Sigursteinn fæddist í Ár- nesi í Glerárþorpi en ólst upp á Ak- ureyri. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1959, stundaði nám í Þýska- landi 1959-’60 og við HÍ 1962-’66 en þaðan lauk hann BA-prófi í landa- fræði og mannkynssögu auk prófa í uppeldis- og kennslufræði. Þá var hann við nám í hagrænni landa- fræði í Kaupmannahöfn 1988-’89. Bernharð var kennari við Gagn- fræðaskóla Akureyrar 1960-’62, við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar í Reykjavík 1966-’67, við Gagnfræða- skóla Akureyrar 1967-’81, var yf- irkennari þar 1981-’82, skólastjóri 1982-’83 og skólameistari Verk- menntaskólans á Akureyri 1983- ’99. Bernharð starfaði í mörg ár að ferðamálum, m.a. sem leiðsögu- maður. Hann var formaður Stúd- entafélags Akureyrar 1968-’69, formaður Lyftingaráðs Akureyrar 1977-’81, hefur verið félagi í Rotary- klúbbi Akureyrar frá 1984 og forseti klúbbsins 1990-’91, sat í Menning- armálanefnd Akureyrar 1992-’96 og varamaður 1996-’98, sat í stjórn Minjasafnsins 1992’96, hefur ver- ið formaður nefndar um ritun sögu Akureyrar frá 1992, er í Félagi hjarta- sjúklinga á Eyjafjarðarsvæðinu og var ritari þess 1997-’98. Árið 2005 kom út eftir Bernharð bókin Um verkmenntun við Eyja- fjörð og Verkmenntaskólinn á Ak- ureyri 1984-2004 (Hólar, Akureyri) en nú vinnur hann, ásamt Baldvini Bjarnasyni og Magnúsi Aðalbjörns- syn, að ritun sögu Gagnfræðaskóla Akureyrar sem væntanleg er síðar á árinu. Enn fremur hefur Bernharð fengist við ættfræði og héraðssögu. Hann hefur unnið, ásamt öðrum, að útgáfu ábúendatals í Eyjafirði fram- an Akureyrar 1703-2000 sem vænt- anlegt er hjá Sögufélagi Eyfirðinga og vinnur nú, ásamt Oddi Helga- syni æviskrárritara, að ábúendatali Skriðuhrepps hins forna (Öxnadals og Hörgárdals). Fjölskylda Bernharð kvæntist 22.10. 1966 Ragn- heiði Hansdóttur, f. 18.7. 1942, tann- lækni. Hún er dóttir hjónanna Hans Guðnasonar, bónda í Eyjum og síðar á Hjalla í Kjós, og Unnar Hermanns- dóttur, húsfreyju og kennara. Börn Bernharðs og Ragnheiðar eru Haraldur, f. 12.4. 1968, málfræð- ingur við Stofnun Árna Magnús- sonar í íslenskum fræðum, en kona hans er Hanna Óladóttir, aðjunkt við menntavísindasvið Háskóla Ís- lands, og eru börn þeirra Freysteinn, f. 22.1. 1998, d. 30.1. 2000, Þórodd- ur, f. 29.9. 1999, d. 26.2. 2001, Hildi- gunnur, f. 14.8. 2002 og Örnólfur, f. 14.8. 2002; Hans Bragi, f. 12.9. 1972, framkvæmdastjóri Enex Kína í Pek- ing, en kona hans er Li Hua og dæt- ur þeirra Freydís Xuan, f. 11.9. 2002 og Sædís Hui, f. 4.4. 2006; Arndís, f. 4.11. 1977, hjúkrunarfræðingur hjá International SOS í Lundúnum; og Þórdís, f. 4.11. 1977, starfsmaður Ar- ion verðbréfavörslu. Foreldrar Bernharðs voru Har- aldur Norðfjörð Ólafsson, f. 22.10. 1916, d. 1.7. 1971, sjómaður og neta- gerðarmaður á Akureyri, og k.h., Þórbjörg Sigursteinsdóttir, f. 12.10. 1919, d. 9.6. 1986, húsmóðir og iðn- verkakona. Ætt Haraldur var sonur Ólafs, sjómanns og netagerðarmanns á Akureyri, afa Stefáns Björnssonar, b. á Einars- stöðum, Ólafs Birgis Árnasonar hrl., föður Svölu lögfræðings, og langafi Ármanns Kristins Ólafssonar alþm. og Kristínar Margrétar Jóhanns- dóttur íslenskufræðings. Ólafur var sonur Jakobs á Efra-Skálateigi í Norðfirði Þorsteinssonar Jakobs- sonar, skálds og b. á Ísólfsstöðum á Tjörnesi. Móðir Þorsteins var Vig- dís Jónsdóttir, systir Þorsteins, föð- ur Jóns, ættföður Reykjahlíðarættar. Móðir Jakobs á Efri-Skálateigi var Gunnvör Jónsdóttir. Móðir Ólafs var Sigríður Árnadóttir. Móðir Haralds var Kristbjörg Jónsdóttir, frá Austari Krókum í Fnjóskadal, föðurbróður Theódórs Friðrikssonar rithöfundar og bróð- ur Dórotheu, langömmu Kristins G. Jóhannssonar, listmálara á Ak- ureyri, og Arngríms B. Jóhanns- sonar, fyrrv. forstjóra Atlanta. Jón var sonur Jóns, b. í Austari Krók- um, sonar Magnúsar Jónssonar og Rósu Brandsdóttur. Móðir Jóns var Rannveig Jónsdóttir frá Ásláksstöð- um, systir Kristínar Katrínar, ömmu dr. Sigfúsar Blöndals, bókavarðar og orðabókarhöfundar, og langömmu Björns Blöndals rithöfundar. Móð- ir Kristbjargar var Guðrún Kristín Pálsdóttir frá Neðribæ. Þórbjörg var dóttir Sigursteins, b. á Neðri-Vindheimum í Hörgár- dal, bróður Kristínar, ömmu Sig- urðar J. Sigurðssonar, fyrrv. forseta bæjarstjórnar Akureyrar; bróður Hansínu og Þóreyjar, móður Stein- þórs, kaupmanns í Vörubæ. Sigur- steinn var sonur Steinþórs, b. á Ein- hamri, bróður Kristjáns, afa Björns Jónssonar, forseta ASÍ og ráðherra. Steinþór var einnig bróðir Rósu í Nýjabæ á Dalvík, langömmu Jóns Hjaltasonar sagnfræðings og Krist- jáns Þórs Júlíussonar alþm. Stein- þór var sonur Þorsteins, b. á Öxn- hóli Þorsteinssonar, Sigurðssonar, bróður Rósu, ömmu Vilhjálms Stef- ánssonar landkönnuðar. Móðir Þórbjargar var Septína, systir Jónasínu, ömmu rithöfund- anna Ingimars Erlends og Birg- is Sigurðssona. Bróðir Septínu var Magnús, afi Magnúsar Skúlasonar geðlæknis, Páls Skúlasonar, heim- spekings og fyrrv. rektors HÍ, Skúla Skúlasonar, rektors Hólaskóla, og séra Þórhalls Höskuldssonar, föð- ur Höskuldar Þórhallssonar alþm. Septína var dóttir Friðfinns, b. í Há- túni í Hörgárdal Gíslasonar, bróður Rósu, móður Gísla R. Magnússon- ar leikara, föður Magnúsar, fyrrv. bankastjóra. Önnur systir Friðfinns var Lilja, móðir Friðfinns Guðjóns- sonar leikara, afa Ragnars Aðal- steinssonar hrl. Sigríður Guðmundsdóttir Schiöth, tónlistarkennari, organisti og söngs- tjóri, fæddist á Lómatjörn í Grýtu- bakkahreppi í Höfðahverfi og ólst þar upp og á Akureyri þar sem hún nam píanóleik. Sigríður var í námi á Laugarvatni í tvo vetur, var á Hús- mæðraskóla á Ísafirði og sótti fjölda námskeiða í Reykjavík og ýmis tón- listarnámskeið í Skálholti. Sigríður var einsöngvari í Sam- kór Róberts Abrahams Ottóssonar og í Kantötukórnum á Akureyri, var söngkennari í Barnaskóla Grenivík- ur 1935, í Hólshúsum 1948-’76 og á Húsavík 1976-’83. Þá var hún fjóra vetur við kennslu í Reykjavík og Hafnarfirði og kenndi við Barnaskól- ann á Hrafnagili. Sigríður var organisti Grundar- kirkju 1949-’76, Saurbæjarkirkju og Möðruvallakirkju í Eyjafirði 1950- ’76, á Húsavík 1976-’83 og aftur í Grundarkirkju 1983-’94. Hún æfði og stjórnaði hundrað manna kór Húnvetninga 1974 og Þingeyinga- kór í tvo vetur. Hún stofnaði Kór eldri borgara á Akureyri 1986 og stjórnaði honum um árabil. Þá stofnaði hún kvennakór á Akureyri sem nefndur var Ömmukórinn og stjórnaði hon- um lengi. Árið 1996 kom út bókin Lífsgleði en þar er að finna endurminning- ar Sigríðar. Sigríður skrifaði greinar og frásagnir í blöð og tímarit og las fjölda sagna og kvæða í útvarp. Hún var formaður Héraðssambands eyf- irskra kvenna 1972-’76 og var for- maður Kirkjukórasambands Eyja- fjarðar 1989-’90. Sigríður var sæmd fálkaorðunni 1991 fyrir störf sín að söngmálum. Eiginmaður Sigríðar var Helgi Hinrik Schiöth, f. 21.11. 1911, d. 18.4. 1998, lögregluþjónn á Akureyri, bóndi í Hólshúsum og síðar starfs- maður KÞ á Húsavík. Börn Sigríðar og Helga: Reynir Helgi Schiöth, f. 1941, bóndi í Hóls- húsum; Margrét Anna, f. 1945, lengi skrifstofumaður á Húsavík; Valgerð- ur Guðrún Schiöth, f. 1949, húsfreyja á Rifkelsstöðum. Sigríður átti tíu systkini sem eru nú öll látin Foreldrar Sigríðar voru Guð- mundur Sæmundsson, bóndi á Lómatjörn í Höfðahverfi, og k.h. Val- gerður Jóhannesdóttir húsfreyja. Meðal systkina Sigríðar var Sverr- ir, bóndi á Lómatjörn, faðir Val- gerðar, fyrrv. ráðherra og formanns Framsóknarflokksins. Guðmund- ur var sonur Sæmundar Jónassonar, bónda í Gröf í Kaupangssveit, bróð- ur Stefáns, bónda á Öngulsstöðum, langalangafa Odds Helgasonar ævi- skrárritara. Valgerður var dóttir Jóhannes- ar, b. á Kussungsstöðum Jónssonar Reykjalíns, pr. á Þönglabakka Jóns- sonar Reykjalíns, pr. á Ríp Jónssonar, bróður Friðriks, langafa Ólafs, afa Ól- afs Ragnars Grímssonar forseta. Sigríður Guðmundsdóttir Schiöth f. 3. febrúar 1914, d. 18. mars 2008 Merkir Íslendingar 30 ára n Kristín Ingimundardóttir Hjallalundi 22, Akureyri n Tinna Dröfn Marinósdóttir Hraunbæ 60, Reykjavík n Daði Heiðar Sigurþórsson Bókhlöðustíg 11, Stykkishólmur n Mariusz Andrzej Tersa Lækjasmára 13, Kópavogur n Roman Chepchurenko Melum, Akranes n Guðni Eiríkur Guðmundsson Æsufelli 6, Reykjavík n Baldur Páll Hólmgeirsson Engjavegi 6, Ísafjörður n Jón Halldór Brink Kristjánsson Helluvaði 9, Reykjavík n Kristján Helgi Jóhannsson Hátúni 24, Rey- kjanesbær n Guðrún Valdís Halldórsdóttir Andrésbrunni 10, Reykjavík n Ray Anthony Jónsson Laut 14, Grindavík 40 ára n Jadwiga Piatkowska Stífluseli 11, Reykjavík n Sigrún Berglind Grétars Mávabraut 4b, Reykjanesbær n Björgvin Guðjónsson Karfavogi 31, Reykjavík n Áslaug Elín Reynisdóttir Framnesvegi 61, Reykjavík n Guðmundur Jensson Finnsbúð 12, Þorlákshöfn n Svavar Rúnar Arngrímsson Laugarnesvegi 84, Reykjavík n Fríða Sveinsdóttir Brautarholti 28, Ólafsvík n Arna María Sigurbjargardóttir Neðra-Holti, Blönduós n Sigurbjörg Róbertsdóttir Heiðarbrún 12, Reykjanesbær n Guðmunda Róbertsdóttir Sunnubraut 17, Reykjanesbær n Björn Gunnlaugsson Miðbraut 17, Seltjarnarnes n Sveinn F Sveinsson Klapparstíg 1a, Reykjavík n Jónína Guðjónsdóttir Sunnuholti 2, Ísafjörður n Sigurborg Þorvaldsdóttir Háseylu 9, Njarðvík n Jón Bergsson Vesturtúni 25, Álftanes 50 ára n Arnar Karlsson Pósthússtræti 3, Reykjanesbær n Sigurlaug Konráðsdóttir Ólafsbraut 36, Ólafsvík n Hafdís Einarsdóttir Mosgerði 22, Reykjavík n Sigurjóna Sigvaldadóttir Baugöldu 2, Hella n Maria de Lurdes V P B Josézinho Kaupvangi 43, Egilsstaðir n Alvydas Butkus Nesvegi 2, Stykkishólmur n Marek Jan Gieracki Kópavogsbraut 59, Kópavogur n Ágústa Guðrún Geirharðsdóttir Fjallalind 123, Kópavogur n Elsa Rafnsdóttir Strandvegi 14, Garðabær n Sigurþór Guðmundsson Breiðuvík 23, Reykjavík n Sigurbjörg Halldórsdóttir Hlíðarhjalla 71, Kópavogur n Katrín Tryggvadóttir Tröllhólum 13, Selfoss n Jóhann Ísberg Funalind 13, Kópavogur 60 ára n Martea Guðlaug Guðmundsdóttir Illugagötu 59, Vestmannaeyjar n Trausti Tryggvason Silfurgötu 41, Stykkishólmur n Sigríður Pálína Ólafsdóttir Breiðuvík 18, Reykjavík n Katrín Jónsdóttir Mánahlíð 12, Akureyri n Sólveig Hafdís Haraldsdóttir Heiðargarði 8, Reykjanesbær n Guðríður Jóhannesdóttir Þórsgötu 16, Reykjavík n Hrafnhildur Guðnadóttir Holtsbúð 31, Garðabær n María Sigurðardóttir Hveralind 11, Kópavogur n Guðrún Ágústa Sigurbentsdóttir Brúarási 2, Reykjavík n Ingrún Ingólfsdóttir Skipalóni 26, Hafnarfjörður 70 ára n Bjarndís Júlíusdóttir Björtusölum 4, Kópavogur n Gréta Haraldsdóttir Kórsölum 1, Kópavogur E n rla Magnúsdóttir Bakkaflöt 5, Akranes 75 ára n Emilía Jónsdóttir Jaðarsbraut 25, Akranes n Louise Anna Schilt Bugðutanga 40, Mosfellsbær 80 ára n Valdimar Kristinsson Kirkjusandi 1, Reykjavík 85 ára n Alda J Sigurjónsdóttir Hraunbæ 103, Reykjavík n Sigurrós G Þórðardóttir Hafnarbraut 31, Hólmavík n Reynir Jónsson Smáragrund 7, Hvammstangi n Vilborg Jóhannesdóttir Þórsgötu 12, Reykjavík n Guðbjörg Sv Eysteinsdóttir Hjallabraut 33, Hafnarfjörður Til haMingju Með afMælið! 70 ára sl. sunnudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.