Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2009, Page 8
þriðjudagur 10. febrúar 20098 Fréttir
Fjórar erlendar konur á þrítugs-
aldri stunda vændi í íbúð 401 í hús-
inu á Hverfisgötu 105, við hliðina
á höfuðstöðvum lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt
heimildum DV eru konurnar frá
Kúbu og öðrum löndum í Suður-
Ameríku.
Samkvæmt vændiskonunum
sjálfum og heimildarmönnum DV
eru stúlkurnar fjórar gerðar út af
rúmlega þrítugri konu, Catalina
Mikue Ncogo, sem ættuð er frá
Miðbaugs-Gíneu. Catalina hlaut
íslenskan ríkisborgararétt árið
2004.
Málið er til rannsóknar hjá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu
og er einnig verið að skoða hvort
fíkniefnamisferli tengist starfsemi
vændishússins að sögn lögreglu-
fulltrúa.
Hórumamma í spilinu
Konurnar fjórar hafa stundað
vændi í húsinu frá því um miðjan
janúar. Þær búa fjórar í íbúðinni
sem er tveggja herbergja og um
sjötíu fermetrar að stærð. Þær selja
blíðu sína á uppblásnum færan-
legum beddum, samkvæmt sjón-
arvotti sem komið hefur inn í íbúð-
ina.
Íbúar í húsinu hafa margsinn-
is haft samband við lögregluna á
síðustu vikum og sagt henni frá því
að konurnar selji sig í íbúðinni og
að líklega sé um ólöglegt athæfi að
ræða því Catalina Ncogo geri þær
út og græði á vændi þeirra. Vændi
er ólöglegt á Íslandi ef einhver ann-
ar en sá sem selur sig græðir á því.
„Í þessu tilfelli er hórumamma
með í spilinu og virðist hún vera að
græða á þessu sem þriðji aðili,“ seg-
ir íbúi í húsinu að Hverfisgötu 105.
Verslunarrekandi í húsinu segist
telja að um mansal sé að ræða í til-
felli stúlknanna fjögurra.
Ekki náðist í Catalinu Ncogo við
vinnslu fréttarinnar.
Samkvæmt heimildum DV
munu stúlkurnar búa í íbúðinni
þar til um miðjan mánuðinn þegar
samningurinn við eiganda íbúðar-
innar, Gísla Hermannsson, renn-
ur út. Ekki liggur ljóst fyrir hver er
skráður fyrir leigusamningi íbúð-
arinnar núna, samkvæmt heimild-
um DV.
Íbúi pirraður á
aðgerðarleysi lögreglunnar
Íbúinn segist hafa orðið fyrir tölu-
verðu ónæði af starfsemi hóru-
hússins. „Ég hef orðið fyrir miklu
ónæði af þessu síðastliðnar þrjár
vikur. Það mætti halda að stelp-
urnar væru að reyna að ríða niður
veggina. Ég heyri svo mikinn há-
vaða frá íbúðinni þeirra. Það eru
allir að verða brjálaðir hérna,“ segir
íbúinn. Hann segir að það sé frek-
ar mikið að gera hjá stúlkunum því
hann hafi séð fullt af karlmönnum
á þrítugsaldri og allt upp í sjötíu ára
fara inn í íbúðina á liðnum vikum.
Íbúinn segist hafa talað fjórum
sinnum við lögregluna en að hún
hafi hingað til ekkert gert í málinu.
Aðspurður segir íbúinn að hann
hafi sagt lögreglunni að verið væri
að gera stúlkurnar út og græða á
þeim. „Lögreglan sagði hins veg-
ar að hún þyrfti að standa mellu-
mömmuna að verki til að geta gert
eitthvað í málinu,“ segir íbúinn.
Íbúarnir smeykir
og hneykslaðir
Íbúarnir í húsinu eru mjög óhressir
með starfsemi hóruhússins og vilja
að lögreglan geri eitthvað í málinu.
„Mig langar ekkert að fara fram
á gang hér á nóttunni því ég gæti
mætt einhverjum ógeðslegum
karli sem gæti haldið að ég væri
einhver hóra. Þetta er ógeðslegt,“
segir íbúinn.
Verslunarrekandi í húsinu seg-
ir að hóruhús sé rekið þar. „Það
fer ekkert á milli mála því traffík-
in hérna er mikil. Við erum alveg
brjáluð hérna í húsinu. Þetta er öm-
urlegt,“ segir verslunarrekandinn.
Hann segist iðulega mæta vænd-
iskonunum á gangi hússins þeg-
ar þær koma niður til að opna fyr-
ir viðskiptavinum sínum á daginn
því dyrabjallan í íbúðinni sé biluð.
„Maður er að mæta þeim hérna fá-
klæddum í einhverjum dulum og í
óeðlilegu ástandi eins og þær séu
á fíkniefnum. Ég vil tengja þessa
starfsemi við eitthvað annað en
bara vændi,“ segir íbúinn.
Fíkniefnamisferli
einnig rannsakað
Málið er til rannsóknar hjá lög-
reglunni, segir Svanhvít Eygló
Harðardóttir, lögreglufulltrúi í
kynferðisafbrotadeild lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu.
Hún segir að meðal annars sé ver-
ið að rannsaka hvort einhver sé að
græða á vændi stúlknanna fjög-
urra. „Út á það gengur málið. Við
rannsökum ekki svona mál nema
grunur leiki á að þriðji aðili sé að
græða á vændinu,“ segir Svanhvít.
Hún vill hvorki staðfesta né neita
að Catalina Ncogo liggi undir
grun í málinu.
Aðspurð hvort einhver grun-
ur leiki á að fíkniefnamisferli hafi
einnig átt sér stað í tengslum við
starfsemi hóruhússins segir Svan-
hvít að hún geti ekki rætt það vegna
rannsóknarhagsmuna í málinu.
Hún segir hins vegar að stundum
haldist „það í hendur“ í slíkum
málum. „Það er allt skoðað,“ segir
Svanhvít.
Samkvæmt heimildum DV var
hóruhúsið áður til húsa á Vestur-
götunni í Reykjavík. Svanhvít segir
aðspurð að einnig sé verið að rann-
saka starfemi hóruhússins lengra
aftur í tímann.
Aðspurð hvort Catalina Ncogo
hafi komið við sögu lögreglunn-
ar áður segist Svanhvít ekki getað
svarað því að svo stöddu.
„Ég hef orðið fyrir
miklu ónæði af þessu
síðastliðnar þrjár vik-
ur. Það mætti halda
að stelpurnar væru
að reyna að ríða nið-
ur veggina. Ég heyri
svo mikinn hávaða
frá íbúðinni þeirra.
Það eru allir að verða
brjálaðir hérna.“
SELJA SIG VIÐ HLIÐINA
Á LÖGREGLUSTÖÐINNI
Catalina Mikue Ncogo gerir út fjórar erlendar vændiskonur í íbúð á Hverfisgötu, samkvæmt heimildum
DV. Konurnar eru frá Kúbu og öðrum löndum í Suður-Ameríku. Íbúar og atvinnurekendur í húsinu eru
ævareiðir og hafa margsinnis bent lögreglunni á hóruhúsið. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu. Meint fíkniefnabrot er einnig til rannsóknar hjá lögreglunni.
INgI F. VIlHjálMssoN
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Hóruhús við lögreglustöðina
Í íbúð 401, í miðíbúðinni á fjórðu hæð búa
vændiskonurnar fjórar sem samkvæmt
heimildum dV eru gerðar út af konu frá
Miðbaugs-gíneu.
Miði um „hóruhúsið“ á Hverfisgötu þessi
miði hékk uppi í anddyri hússins að Hverfis-
götu 105 um skamman tíma. Á miðanum
stendur: „Hóruhúsið 4. hæð til hægri.“