Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2009, Side 11
þriðjudagur 10. febrúar 2009 11Neytendur
„Tilgangur félagsins er að stuðla að
því að fasteignir verði ávallt sem
tryggastar eignir og að gæta í hví-
vetna hagsmuna fasteignaeigenda.
Það geta sem sagt allir fasteignaeig-
endur, einstaklingar, félög og fyrir-
tæki geta gerst félagar,“ segir Sig-
urður Helgi Guðjónsson, formaður
Húseigendafélagsins, sem nú er 86
ára.
DV hefur hafið samstarf við Hús-
eigendafélagið. Lesendur blaðsins
geta hér eftir sent fyrirspurnir um
réttindi og skyldur húseigenda á
netfangið neytendur@dv.is. Á hverj-
um þriðjudegi mun Sigurður Helgi,
eða einhver fulltrúi félagsins, svara
þeim fyrirspurnum sem berast.
Sjálfstætt félag
Húseigendafélagið var stofnað árið
1923 og er almennt hagsmunafélag
húseigenda, hvort sem fasteignin er
einbýlishús, íbúð í fjöleignarhúsi,
atvinnuhúsnæði, land eða jörð og
hvort sem hún er til eigin nota eða
leiguhúsnæði. Félagsmenn eru um
átta þúsund og hefur farið jafnt og
þétt fjölgandi undanfarna áratugi.
Mest hefur fjölgunin verið meðal
húsfélaga í fjöleignarhúsum. Þau
njóta sérkjara og hver íbúðareig-
andi öðlast full og sjálfstæð félags-
réttindi.
Sigurður segir algengt að fólk
haldi að húseigendur verði sjálf-
krafa meðlimir í félaginu. „Menn
verða að ganga sérstaklega í félagið
til að öðlast rétt á lögfræðiþjónustu
og öðrum réttindum,“ segir hann
en félagsmenn standa með félags-
gjöldum undir starfseminni að öllu
leyti. „Félagið nýtur ekki opinberra
styrkja og stendur alfarið á eigin fót-
um og er engum háð. Það er ekki
rekið með hagnaði heldur einung-
is með hagsmuni félagsmanna að
leiðarljósi,“ útskýrir hann.
Ódýr lögfræðiþjónusta
Húseigendafélagið rekur sérhæfða
lögfræðiþjónustu fyrir félagsmenn
sína á þeim réttarsviðum sem varða
fasteignir og eigendur þeirra. Lög-
fræðiþjónustan hefur að sögn Sig-
urðar verið þungamiðjan í starfsemi
félagsins síðustu áratugi. „Við búum
yfir mikilli og sérhæfðri þekkingu og
reynslu á þessum sviðum lögfræð-
innar,“ segir Sigurður, sem sjálfur
er lögfræðimenntaður, en fyrir lög-
fræðiþjónustu greiða félagsmenn
verulega lægra verð en gengur og
gerist hjá sjálfstætt starfandi lög-
mönnum.
Sigurður segir að félagið hafi
alla tíð stuðlað að réttarbótum fyr-
ir fasteignaeigendur. Það hafi meðal
annars átt frumkvæði að húsaleigu-
lögunum sem tóku gildi árið 1995.
„Einnig má nefna fjöleignarhúsa-
lögin auk þess sem félagið barðist
lengi fyrir löggjöf um fasteignavið-
skipti. Sú barátta bar þann árangur
að vorið 2002 var sett vönduð lög-
gjöf um fasteignakaup,“ segir hann
en félagið hefur að hans sögn einn-
ig komið að því að semja lagafrum-
vörp um fasteignasala.
Aðstoð við húsfundi
Auk þess sem að ofan er talið ann-
ast félagið ráðgjöf við húsfundi
og býður félagsmönnum sín-
um einnig lögfræðiaðstoð vegna
leigusamninga og hugsanlegra
vanefnda á þeim. „Í húsfunda-
þjónustunni felst aðstoð og ráð-
gjöf við undirbúning funda; dag-
skrá, fundarboð, fundarstjórn og
ritun fundargerða. Þessi þjónusta
á að tryggja að rétt sé að öllu staðið
svo það komi fólki ekki í koll síðar
meir,“ segir hann en fundirnir eru
haldnir á skrifstofu félagsins undir
leiðsögn lögfræðinga og annarra
sérfræðinga félagsins.
Sigurður segir að þótt starfsemi
félagsins sé öflug megi alltaf betur
gera. „Það er forsenda fyrir öflugra
og árangursríkara starfi að fleiri fast-
eignaeigendur gangi í félagið. Hús-
eigendur þurfa að vera á verði um
hagsmuni sína og mikilvægi þess
að þeir séu varðir,“ segir Sigurður
en félagið er til húsa við Síðumúla
29 í Reykjavík. Á vefsíðunni huseig-
endafelagid.is má finna ítarlegar
upplýsingar um félagið auk þess
sem lesa má fjöldann allan af grein-
um um ýmis réttindi húseigenda og
álitamál sem upp geta sprottið. Ár-
gjald Húseigendafélagsins er 5.000
krónur en 4.900 krónur kostar að
skrá sig.
„Við búum yfir mikilli
og sérhæfðri þekkingu
og reynslu á þessum
sviðum lögfræðinnar.“
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
DV hefur hafið samstarf við Húseigendafélagið. Lesendur
geta hér eftir sent fyrirspurnir á DV og verða fulltrúar Hús-
eigendafélagsins til svara. Sigurður Helgi Guðjónsson hvet-
ur húseigendur til að ganga í félagið.
Fáðu svör hjá
sérFræðingum
Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður
Húseigendafélagsins Segir félagið hafa á
sínum snærum lögfræðinga sem hafa mikla
reynslu í málefnum fasteignaeigenda.
MyND KRiStiNN MAGNúSSON
StarfSemi HúSeigenda-
félagSinS er þríþætt
1. almenn hagsmunagæsla
fyrir fasteignaeigendur.
2. almenn fræðslustarfsemi
og upplýsingamiðlun.
3. ráðgjöf og þjónusta
við félagsmenn, einkum
lögfræðiaðstoð og ráðgjöf.
Gæðabakstur ehf.
Álfabakka 12 | 109 Reykjavík | S: 545 7000
Veljum
íslenskt
Gæða
kleinur
Orku-
kubbur
gott í dagsins önn...