Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Blaðsíða 11
átta hófst skömmu eftir að fyrrverandi
eiginmaður Sophiu, Halim Al, neitaði
að skila stúlkunum eftir að þær höfðu
verið hjá honum í sumarleyfi 1991.
Sigurður, sem var vinsæll útvarps-
maður, stóð þétt við bak Sophiu þegar
efnt var til landssöfnunarinnar „Börn-
in heim“ en þar var fé safnað til fjár-
frekrar baráttu Sophiu sem átti samúð
þjóðarinnar. Sigurður var talsmaður
söfnunarinnar en í kjölfarið var talað
um að þau ættu í ástarsambandi. Sig-
urður Pétur harðneitar því hins vegar í
samtali við DV en Halim Al hefur sagt
að brestir hafi komið í hjónaband hans
og Sophiu eftir að hún kynntist Sigurði
Pétri.
Harkaleg vinslit
Á þeim tíma sem baráttan um dæt-
urnar stóð sem hæst var fátt sem
benti til þess að samskiptum þeirra
Sophiu og Sigurðar Péturs myndi
ljúka í dómsölum. Sigurður Pétur
fór margar ferðir til Tyrklands, ým-
ist með eða án Sophiu, með það
markmið að fá dætur þeirra Sophiu
og Halims Al heim til Íslands. Síðar
skildu leiðir og í byrjun maí á síðasta
ári sagði DV fréttir af því að Sigurður
Pétur og Sophia Hansen hefðu kært
hvort annað. Sigurður kærði Sophiu
fyrir að hafa eytt 52 milljónum króna
af peningum fjölskyldu hans. Sophia
kærði aftur á móti Sigurð Pétur fyrir
að hafa falsað undirskrift hennar og
eldri dóttur hennar. Þau málaferli
voru til lykta leidd í gær með sigri
Sigurðar Péturs.
Óhætt er að segja að undanfarnar
vikur hafi reynst Sophiu erfiðar. Ekki
eru nema þrjár vikur síðan heim-
ili hennar á Klapparstíg 17 brann til
kaldra kola. Það var því varla kólnað
í glóðunum þegar Sophia var dæmd
til að greiða fyrrverandi nánum vini
sínum tæpar 20 milljónir króna.
Sophia bjó á neðstu hæð hússins
og í samtali við Stöð 2 sagðist hún
hafa misst allt sitt í brunanum og það
eina sem hún ætti eftir væru bolur-
inn og buxurnar sem hún var í þeg-
ar hún fór út úr húsinu. Hún tapaði
einnig að eigin sögn persónulegum
munum frá dætrunum Dagbjörtu
og Rúnu. Friðrik Smári Björgvins-
son yfirlögregluþjónn sagði í samtali
við DV í gær að grunur léki á að um
íkveikju hefði verið að ræða en eng-
inn sérstakur liggi þó undir grun um
verknaðinn.
Íhugaði að myrða Sophiu
Halim Al, sem upphaflega var aðal-
skúrkurinn í lífi Sophiu, sagði farir sín-
ar ekki sléttar í viðtali við Mannlíf árið
2007: ,,Við bjuggum saman í 10 ár og í
fimm ár var sambandið gott en seinni
fimm árin var lífið með henni illbæri-
legt. Þá hafði hún kynnst Sigurði Pétri
Harðarsyni og var í sambandi við hann,
gift konan,“ sagði Halim Al í Mannlífi. Í
viðtalinu segir Halim að dætur þeirra
hafi sagt honum frá sambandi Sigurð-
ar og móður þeirra. Hjónabandið hafi
svo versnað frá degi til dags og Halim
hafi verið að því kominn að missa vit-
ið vegna hjónabandserfiðleika. Hann
lýsir stirðum samskiptum þeirra og
segir að hann hafi leitað allra leiða til
að ná sáttum við Sophiu. „Ég hugs-
aði ákaft um leiðir til að tryggja dætr-
um mínum góða framtíð. Það komu
upp tilvik þegar stúlkurnar voru einar
heima en móðir þeirra úti að skemmta
sér. Mér var ljóst að Sophia gæti ekki
alið þær sómasamlega upp og hugs-
aði til hvaða ráða ég gæti gripið. Meðal
þess sem laust niður í ruglaðan huga
mér var að myrða Sophiu eða að fyr-
irfara mér sem hvort tveggja stríddi þó
algjörlega gegn trú minni. Niðurstaða
mín varð sú að gera hvorugt,“ sagði
Halim.
Hafði fé af almenningi
Halim sagðist í viðtalinu við Mann-
líf hafa verið undrandi á söfnuninni
„Börnin heim“. Sophia hafi þá feng-
ið milljónir króna frá íslenskum al-
menningi. „Ég skildi aldrei tilgang
þess að láta hana hafa alla þessa pen-
inga. Þetta jaðrar við að vera illa feng-
ið fé og ég samþykkti aldrei að dæt-
ur okkar fengju gjafir frá henni sem
voru keyptar fyrir söfnunarféð. Hún
svindlaði á íslensku þjóðinni, not-
aði börnin sem skálkaskjól og not-
aði svo peningana til að búa á fín-
um hótelum og lifa
lúxuslífi,“ sagði
Halim sem
bætti því við
að einhver
hafi borið út
ljótar sög-
ur um hann
og sagt að
hann hafi
skilið eft-
ir skuldir á
Íslandi. Það
sé rakalaus lygi,
hann skuldi
engum neitt.
föstudagur 13. febrúar 2009 11Fréttir
Átti aldrei að enda svona
2004
frumburður rúnu ayisegül, drengurinn
Hubaip, fæðist.
Nóvember 2003
sophia Hansen flyst til tyrklands.
8. maÍ 2008
Mál sigurðar Péturs Harðarsonar gegn sophiu
Hansen er tekið fyrir í Héraðsdómi reykjavík-
ur. sophia segir að sigurður vilji fá 52 milljónir
frá henni. Hún kveðst hafa kært sigurð fyrir
skjalafals. Í kjölfar umfjöllunar dV um málið er
blaðamanni hótað lífláti af manni sem segist
vera múslimi og eiginmaður sophiu.
31. júlÍ 2008
Mohamed attia segir í viðtali við dV að sophia
Hansen sé konan sín. „Við höfum verið gift í
sex mánuði og það hefur ýmislegt hent okkur
á þessum tíma,“ segir hann og hyggst aðstoða
eiginkonu sína
24. September 2008
aðalmeðferð í skuldamáli sigurðar Péturs
Harðarsonar gegn sophiu Hansen fer
fram í Héraðsdómi reykjavíkur.
sophia Hansen mætir í dómsal
ásamt Mohamed attia, sem ver
eiginkonu sína fyrir spurningum
dV. sigurður Pétur krefur sophiu
um 20 milljónir króna vegna
vangreiddrar skuldar.
19. jaNúar 2009
Heimili sophiu Hansen að
Klapparstíg 17 brennur
til kaldra kola í miklum
eldsvoða. Húsið er gjörónýtt
og sophia segist hafa misst
allt sitt.
12. febrúar 2009
sophia Hansen er af
Héraðsdómi reykjavíkur
dæmd til að greiða sigurði
Pétri Harðarsyni 19 milljónir
króna vegna vangreiddrar
skuldar. Nærri 18 ár eru
liðin frá því Halim al fór
með dætur þeirra sophiu
til tyrklands.
„Hún eignaðist annan
strák fyrir tíu dögum.
Ég er mjög ánægður...
Ég er aftur orðinn afi.“
Dagbjört og rúna rúna á
tvö börn með manni sínum en
dagbjört er einhleyp. Það veldur
föður hennar miklum áhyggjum.
Framhald á
næstu opnu