Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Blaðsíða 14
Í gegnum tíðina hefur Andrés Önd þolað ítrekuð kjarasamningsbrot af hálfu auðjöfursins Jóakims Aðalandar. Hann hefur þurft að
lepja dauðann úr skel vegna smán-
arlegra launa sem hann fær greidd
fyrir erfiðisvinnu. Þegar Andrés finnur
fjársjóð fyrir Jóakim tekur Jóakim all-
an gróðann, en þegar allt bregst tekur
Andrés skellinn. Andrés Önd er alþýð-
an holdi klædd.
Íslenskum auðjöfrum er ekkert heilagt. Það var Svarthöfða end-anlega ljóst þegar hann fregnaði að Björgólfur Guðmundsson
hefði skuldsett Andrés Önd og félaga
um 400 milljónir króna. Og að síðan
ætti að fella niður 300 milljónir af
skuldunum. Auðjöfrarnir veðsettu
allt: Auðlindina, fyrirtækin, heimili
fólks og framtíð þjóðarinnar. Veðsetn-
ingin á Andrési Önd er tákngervingur
fyrir óskammfeilni hinnar óprúttnu
yfirstéttar.
Svarthöfða hefur oft liðið eins og Andrési Önd. Þegar færi-bandsvinnu hans lýkur, eins og hjá Andrési í smjörlíkisverk-
smiðjunni, keyrir Svarthöfði heim á
ljóta smábílnum sínum. Hann lendir
iðulega í því að Range Roverar svína á
honum, bruna aftan að honum, flauta
á hann svo hann fari hraðar og skvetta
yfir hann úr pollum. Range Roverarnir
keyra um eins og þeir eigi hraðbraut-
ina. En þeir áttu aldrei neitt í raun.
Fengu það bara að láni, með veð í
venjulega fólkinu. Hegðun þeirra er í
besta falli andfélagsleg.
Í nokkur skipti hefur Svarthöfði farið í göngutúr í miðbænum og þurft að stökkva undan Range Roverunum sem keyra jafnvel
upp á gangstéttir á ógnarhraða til að
komast sem fljótast í vinnuna til að
millifæra meiri lán inn í landið. Árið
2007 var það þannig að ef einhver
lagði ólöglega í miðborginni voru yf-
irgnæfandi líkur á að það væri Range
Rover eða önnur bifreið sem
kostar meira en 7 milljónir
króna. Það var ekki þannig
að fátæku síbrotamenn-
irnir væru siðlausastir í
hversdagslegum athöfn-
um eins og að keyra og
leggja bifreið. Enda
munaði moldríku
banka-
mennina
lítið um
umferðar- og
stöðumæla-
sektir upp
á nokkra þúsundkalla. Ríka fólkið lét
eins og það ætti Ísland og því var skít-
sama um hina. Samt gerði þetta fólk
lítið annað en að skuldsetja Andrésa
þessa lands og hagræða bókhaldinu.
Venjulegir Íslendingar gerðu ekkert rangt, en þurfa að gjalda fyrir siðleysi banka-manna. Svarthöfði undrast
ekki að margir hyggist flýja land vegna
óréttlætisins. Þetta eru einmitt al-
geng viðbrögð hjá Andrési Önd þegar
heimurinn hrynur í kringum hann.
Svarthöfði hefur, eins og Andrés,
fyrst og fremst tvo valkosti í
ástandinu. Hvort á hann
að flytja til Fjarskanist-
ans eða
Langt-
burt-
ist-
ans?
föstudagur 13. febrúar 200914 Umræða
VIÐ OG ANDRÉS
svarthöfði
sandkorn
n Mikil uppstokkun verður hjá
sjálfstæðismönnum í Reykjavík
við brotthvarf þingmannanna
Björns Bjarnasonar og Geirs
H. Haarde. Líklegast er talið
að toppbaráttan í kjördæmun-
um tveimur
standi fyrst
og fremst
milli Guð-
laugs Þórs
Þórðarson-
ar og Illuga
Gunnars-
sonar en sá
síðarnefndi
nýtur vaxandi fylgis. Guð-
laugur Þór glímir aftur á móti
við þá sködduðu ímynd sem
hlotist hefur af setu hans sem
óvinsæll heilbrigðisráðherra.
n Aðrir þingmenn Reykjavík-
urkjördæmanna eiga erfið-
ara uppdráttar. Sigurður Kári
Kristjánsson hefur ekki sýnt
neina þá takta að metorð hans
aukist. Þá
er hinn
lögfræði-
menntaði
Birgir Ár-
mannsson
í erfiðum
málum
eftir að
hafa mælt
því bót að neyðarlögin brytu
gegn stjórnarskrá. Sá einstakl-
ingur sem gæti blandað sér í
toppslaginn væri helst Hanna
Birna Kristjánsdóttir borgar-
stjóri sem vakið hefur aðdá-
un fyrir að koma böndum á
borgarstjórnarhóp sjálfstæð-
ismanna og tryggja frið. En
Hanna Birna mun ekki vera á
þeim buxunum að bjóða sig
fram.
n Sigurganga Bjarna Bene-
diktssonar í áttina að hásæti
Sjálfstæðisflokksins virðist
ætla að verða óslitin. En Bjarni
á sér and-
stæðinga í
flokknum
og utan
hans sem
umfram
allt vilja
fella hann.
Óljóst er
með af-
stöðu Moggans til frambjóð-
andans en í ríkisblaðinu mátti
sjá eftirfarandi fyrirsögn í
umfjöllun um framboð hans:
„Enn einn í framboði.“ Hugs-
anlega er blaðið að láta hann
vita að því séu hugleikin af-
skipti hans af olíurisanum N-1.
n Jón Axel Ólafsson, markaðs-
stjóri Morgunblaðsins, er lif-
andi sönnun þess að afbrota-
menn geta ágætlega fótað sig
eftir að afplánun lýkur. Jón
Axel varð uppvís að fjármála-
misferli og hlaut dóm í sam-
ræmi við það. Hann er talinn
handgenginn Björgólfi Guð-
mundssyni athafnamanni
sem fyrir áramót seldi honum
þann hluta Eddu útgáfu sem
fer með útgáfuréttinn á Andr-
ési Önd. Nú gengur Jón Axel á
milli lánardrottna og biður um
að skuldir upp á 300 milljónir
króna verði afmáðar.
LyngháLs 5, 110 reykjavík
Útgáfufélag: útgáfufélagið birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50.
umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Hann var voða
kurteis og bréfið
í hans stíl.“
n Jóhannes Benediktsson sem heldur úti síðunni
woodyallen.com. Hann fékk bréf frá leikstjóranum
sem var hæstánægður með síðuna. - DV
„Maybe I should have.“
n Geir H. Haarde aðspurður í þættinum Hard
Talk á BBC af hverju hann hefði ekki talað við
Gordon Brown eftir að Bretar settu Íslendinga á
hryðjuverkalistann fræga. - BBC
„Hann hlýtur að eiga
stóran amerískan ísskáp.
Hann lítur allavega
þannig út.“
n Guðjón Guðmundsson um vaxtarlag eins
leikmanna þýska liðsins Wetzlar. – Stöð 2 Sport
„Þegar maður
er líka kominn
á þennan aldur
þarf maður að
hætta hálftíma fyrr
og fara hálftíma síðar. Eða
mæta klukkutíma fyrr og
fara á sama tíma.“
n Sigfús Sigurðsson handboltamaður um
handboltaiðkun og hækkandi aldur. – Fréttablaðið
„Að spá í framhaldið er
eins og að spá í skýin.“
n Sagði Ingólfur H. Ingólfsson hjá spara.is.
Hann segir ómögulegt að ráðleggja fólki með
erlend lán nokkuð um þessar mundir. - DV
Villigötur forsetans
Leiðari
Aldrei hefur embætti forseta Íslands átt eins mikið á brattann að sækja og nú. Ól-
afur Ragnar Grímsson þarf að
una því að vera í neikvæðri um-
ræðu dag eftir dag. Að vísu er
það þekkt staðreynd að ákveð-
inn hluti Sjálfstæðisflokksins
hefur af annarlegum ástæðum
lagt fæð á forsetann allt frá því
hann var fyrst kosinn og vilj-
að láta leggja niður embættið.
Einstakir fjölmiðlar hafa nært
þá umræðu. En það hefur fjölg-
að í hópnum. Vísbendingar eru
uppi um að einungis helming-
ur þjóðarinnar sé sáttur við
störf hans. Það hlýtur að teljast
vera áfall fyrir forsetann og aðra þá sem vilja
embættinu vel. Forsetinn hefur sýnt bæði
góðar og slæmar hliðar á löngum embætt-
isferli sínum. Oftast hefur hann komið fram
sem sameiningartákn þjóðarinnar í gleði
sem sorg. Undanfarin ár hefur ímynd hans
breyst í þá veru að hann hefur verið eins kon-
ar söngstjóri útrásarinnar og lítið skeytt um
þjóðina sem heima sat. Sú umræða hefur nú
dúkkað upp að hann eigi að segja af sér. Ól-
afur Ragnar reyndi í áramóta-
ávarpi sínu að biðjast afsökunar
á sínum þætti í stóru bólunni sem
sprakk. Óljóst er hvort afsökun-
arbeiðnin verður tekin til greina.
Vandi Ólafs er hins vegar sá að
hann og eiginkona hans, Dorrit
Moussaieff, snobba fyrir erlend-
um fjölmiðlum en sniðganga þá
íslensku. Þar hafa þau misst fót-
anna því deilur hjónanna hafa
ratað inn í heimspressuna og til
Íslands. Túlkuð ummæli Ólafs
Ragnars um að Íslendingar eigi
ekki að greiða það tjón sem spari-
fjáreigendur erlendis verða fyrir
hafa valdið miklum vandræðum.
Embætti þjóðhöfðingjans hefur
sett niður með þessu. Aldrei fyrr
hefur svo neikvæð ímynd leikið um Bessa-
staði. Forseti sem sniðgengur þjóð sína er á
villigötum. Hann verður að taka sér tak og ná
aftur hylli Íslendinga. Annars er eins gott að
hann fari.
ReyNIR TRAuSTASON RITSTjóRI SkRIfAR. Aldrei fyrr hefur svo neikvæð ímynd leikið um Bessastaði.
bókstafLega
Gleymum ekki góðum hugmyndum
kRISTjáN hReINSSON SkálD SkRIfAR. Ég varaði meira að segja við bankahruni
Á meðan við vorum ennþá ríkasta þjóð í heimi, áttum sterkustu karlana, falleg-ustu konurnar og allt það, voru menn hér að pæla í því að byggja blokkir í Vatns-
mýrinni. Þétting byggðar var það kallað. Góð hug-
mynd en hvorki á réttum tíma né á réttum stað.
En núna blasa við okkur musteri græðginnar á
ótrúlegustu stöðum og flugvöllurinn á dýrasta
byggingarlandi veraldarsögunnar er líklega merk-
isberi þess að enn er til skynsamt fólk – fólk sem
telur á stundum réttast að doka við, bíða og sjá.
Sumir reyna að gleyma því að hugmyndir um að
flytja flugvöllinn hafi nokkurn tíma komið fram.
Og núna þegar allt er hrunið og allir segjast hafa
varað alla við öllu sem hugsanlega gat farið illa,
þá veit ég að ég var einn af þeim sem sannanlega
létu viðvörun hljóma. Ég varaði meira að segja við
bankahruni – ekki bara á lokuðum fundi með inn-
múruðum vinum. Nei, ég sá græðgina vaxa.
En þegar ég hugsa til baka og velti því fyrir mér
hverskonar hús við hefðum hugsanlega getað
byggt í Vatnsmýrinni. Ja, ef við hefðum ætlað að
sýna fyrirhyggju og láta göfuglyndi ráða för. Já,
kæru vinir, þá hefðum við reist hér helling af gróð-
urhúsum. Gróðurhús, segi ég og skrifa. Ylræktin er
eitt af því sem bjargað getur okkur frá því að naga
skósóla í hvert mál. Í stað háhýsanna og allra must-
era græðginnar hefðum við getað ræktað matvæli.
Í dag er gáfulegra að gefa – já, hreinlega gefa garð-
yrkjubændum rafmagn. Allavega skárra en að selja
það til stóriðju. Arðsemi í ylræktinni er slík að við
komumst ekki hjá því að gera vel við þá sem grein-
ina stunda. Hér má vissulega betur ef duga skal,
því þjóðhagslegur sparnaður felst fyrst og fremst í
því að hér verði hægt að nýta auðlindir okkur sjálf-
um til framdráttar.
Flugvöllurinn stendur á sínum stað, Tónlistar-
húsið, Höfðatorg, Krepputorg, Bauhaus-báknið,
raðhúsin öll og blokkirnar allar. Allt stendur þetta
tómt.
Ef við hefðum byggt af fyrirhyggju og ef við hefðum
aldrei hlustað á ónefnda og innmúraða boðbera
frjálshyggjunnar, þá ættum við kannski helling af
arðbærum gróðurhúsum. Þá hefði okkur kannski
tekist að lækka matvælaverð meira en sá ágæti
maður Jóhannes í Bónus gerði hér í eina tíð.
Sumir gleyma hvað þeir segja, aðrir gleyma hvað
þeir sögðu ekki og enn aðrir því hvort þeir sögðu í
raun og veru það sem þeir gleymdu að segja.
Gleymskan hún er gírug trekt
sem gleypir tilveruna
og alltaf gerist ýmislegt
sem enginn þarf að muna.
skáLdið skrifar
$$$!
#%&#!!