Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Blaðsíða 6
föstudagur 13. febrúar 20096 Fréttir
Sandkorn
n Heimsókn forsetahjónanna í
Hvolsskóla á Hvolsvelli vakti athygli
og þá ekki síður sú staðreynd að
Sámur, nýr hundur forsetahjón-
anna, var með í för. Það er kannski
ekki tilviljun ein sem ræður því að
Sámur var
með í för.
Þegar forseta-
hjónin heim-
sóttu annan
skóla á síðasta
ári upphófst
nefnilega
mikil umræða
meðal nem-
enda um hvort forsetahjónin ættu
hund og þegar ljóst var að svo var
ekki hvernig hund þau ættu að fá
sér. Og nú eru þau sem sagt komin
með hund.
n Magnús Hlynur Hreiðarsson
hefur oft vakið athygli með frétta-
innslögum sínum í Sjónvarpinu.
Hann átti góða stund í frétt sinni
um forsetaheimsóknina í Hvols-
skóla þegar hann spurði Ólaf
Ragnar Grímsson forseta hvort
hundurinn
Sámur hlýddi
forsetanum.
„Já, svona
nokkuð vel,
nokkuð vel.
Það mætti nú
vera aðeins
betur, en það
er nú eins og
með fleira,“ svaraði Ólafur Ragn-
ar. Í ljósi orðaskipta forsetans og
forsetafrúarinnar í frægu viðtali
við Condé Naste Portfolio, þar
sem Ólafur reyndi að þagga niður
í Dorrit Moussaieff án árangurs,
kynni einhverjum detta í hug
að hann hefði haft hana í huga í
þessu svari. Enda forsetafrúin ekki
alltaf sú hlýðnasta.
Gunnar Þorsteinsson, forstöðumað-
ur Krossins, hefur efasemdir um að
það sé jákvætt að samkynhneigð
kona starfi nú sem forsætisráðherra
landsins. „Það eru blendnar tilfinn-
ingar. Ég held að við þurfum að skoða
þetta í því samhengi að íslenskt efna-
hagslíf er brunarúst og orðspor okk-
ar á undir högg að sækja. Við erum
aðhlátursefni þjóðanna. Fjölmiðlar
eins og Berlingske Tidende birta á
forsíðu að lesbísk flugfreyja eigi að
bjarga Íslandi. Þetta er ekki alveg það
sem við vildum sjá í þessu samhengi.
En ætli við getum ekki sagt að skel
hæfi skolti,“ segir hann.
Gunnar hefur sem forstöðumað-
ur Krossins talað fyrir því að samkyn-
hneigð sé ekki þóknanleg Guði.
Hlynntur Bjarna Ben
Spurður hvort hann túlki umfjöll-
un á borð við þá sem hann nefnir á
þann hátt að verið sé að gera grín að
Íslendingum segir Gunnar: „Heims-
byggðin hlær.“
Fjöldi erlendra blaða, til dæmis
breska Times, hefur hins vegar slegið
því upp á jákvæðan hátt að hér hafi
tekið við völdum lesbía sem lengi
starfaði sem flugfreyja og sérstaklega
fjallað um að hún njóti trausts þjóð-
arinnar.
Gunnar fagnar því þó að kona hafi
valist til starfans. „Það er ánægjulegt.
Við brutum blað þegar við völdum
konu til að vera forseti. Vigdís [Finn-
bogadóttir] var okkur til sóma um all-
an heim. Ég vona að Jóhanna muni
feta sömu slóðir. Ég held að hún sé
afbragðskona,“ segir Gunnar.
Hann býst hins vegar fastlega við
að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í kom-
andi kosningum. „Ef svo lánlega fer
að Bjarni Benediktsson verði for-
maður hef ég nú trú á því að hug-
myndafræði þeirra falli afskaplega
vel að mínum hugmyndum um frelsi
einstaklingsins og frelsi samtaka
og safnaða til frjálsra starfa,“ segir
Gunnar.
Hjónabandið heilagt
Hrifning Gunnars á Barack Obama,
forseta Bandaríkjanna, er þó öllu
minni en á Bjarna Benediktssyni. „Til
eins valdamesta embættis í heim-
inum hefur valist ungur og óreynd-
ur maður sem við vitum í raun ekk-
ert hver er. Ég sé að hann hefur hrint
í framkvæmd ýmsu sem mér fellur
ekki í geð. Hann hefur til dæmis ýtt
undir endurskilgrein-
ingu hjónabandsins og
hefur hafið baráttu fyr-
ir því sem kallast „parti-
al-birth abortion“ eða
fóstureyðing þar sem
eyða má fóstri alveg fram
að fæðingu. Það er nokkuð
sem ég get ekki sætt mig
við,“ segir Gunnar.
Kosning Obama
er hins veg-
ar gleðiefni að
mati Gunnars
að öðru leyti.
„Ég gleðst mikið yfir því að maður
með dökkt hörund skuli vera forseti
Bandaríkjanna og að þarna séu svört
lítil börn að leika sér á lóðinni við
Hvíta húsið. Það gleður hjarta mitt
verulega. En hver er þessi maður?
Ég hef ekki hugmynd um hver hann
er,“ segir Gunnar. Hann bætir við að
Obama eigi auðvelt með að hrífa fólk
með sér. „Hann er alveg
framúrskarandi ræðu-
maður, myndarlegur
maður og á yndis-
lega fjölskyldu,“
segir hann.
„Ég gleðst mikið yfir því
að maður með dökkt
hörund skuli vera for-
seti Bandaríkjanna og
að þarna séu svört lítil
börn að leika sér á
lóðinni við Hvíta
húsið.“
Gunnar Þorsteinsson í Krossinum ber blendnar tilfinningar í brjósti vegna þess að
forsætisráðherra Íslands er lesbía. Hann telur að við verðum að athlægi erlendis vegna
þess að samkynhneigð fyrrverandi flugfreyja eigi að bjarga íslensku efnahagslífi. Gunn-
ar er heldur ekki sáttur við stefnu Baracks Obama þegar kemur að fóstureyðingum.
„HEIMSBYGGÐIN HLÆR“
Erla Hlynsdóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
sjálfstæðismaður gunnar í Krossinum
stefnir á að kjósa sjálfstæðisflokkinn í
komandi kosningum, sér í lagi ef bjarni
benediktsson verður formaður.
Mynd Gunnar GunnarssOn
Myndarlegur gunnar segir
Obama vera myndarlegan og
framúrskarandi ræðumann.
Mynd GEtty
afbragðskona Jóhanna
sigurðardóttir er afbragðskona að
mati gunnars en telur að kynhneigð
hennar geti skaðað orðspor Íslands.
Mynd HEiða HElGadóttir
ÞÚ FÆRÐ TÍMARITIN HJÁ OKKUR
Skeifan 550-4110, Smáralind 550-4140, Kringlan 550-4130, Hafnarfjörður 550-4120, Selfoss 550-4190, Vestmannaeyjar 550-4180, Egilsstaðir 550-4160, Akureyri 550-4150, Ísafjörður 550-4170
20%A F S L ÁT T U RAF AMERÍSKUM OG ENSKUM TÍMARITUM
Nýtt kortatímabil