Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Blaðsíða 18
föstudagur 13. febrúar 200918 Helgarblað Þó að Íslendingar vilji ekki viðurkenna það, situr þjóðin límd við skjáinn er Eurovision-keppnin er í gangi og hjarta hvers manns slær örlítið hraðar þegar Íslendingar stíga á svið. Þrátt fyrir að hafa aldrei unnið keppnina hafa mörg vinsæl lög komið út úr Eurovision, jafnvel lög sem komust ekki einu sinni í úrslit hérna heima. DV tók saman nokkur ógleymanleg Eurovision-lög og rifjar upp gamlar stundir. Lögin sem komust Eurovision-kóngurinn sjálfur tap ar eurovision-kóngurinn okkar sjálfur getur lí ka tapað. Það er erfitt að slá í gegn tvisvar í röð en eiríku r tók þátt í keppninni árið eftir gleðibankann með lag ið Lífið er lag. Lagið náði jú í annað sætið og er það eflau st bara rauða hárið og sveiflan frá árinu áður sem hjálpa ði til. Þessi ljúfa ballaða kemst ekki í hálfkvisti við gleðiban kann en þrátt fyrir það getur hver fullorðinn einstaklingu r raulað lagið þó að það sé vont. eiríkur er eurovision! ÚbErkÚl vöðvatröll Merzedes Club kom sá og sigraði næstum því eurovision. aldrei áður hefur jafn vel vaxið fólk stigið á svið í eurovision-forkeppninni á Íslandi. Merzedes Club var skipuð af gillzenegger, Partý Hanz, Ceres 4, rebekku Kolbeinsdóttur og gaz manninum. Maðurinn á bak við lagið var enginn annar en barði Jóhannsson og hefði enginn trúað því að lagið Hey hey hey we say ho ho ho myndi vekja svona mikla athygli. Merzedes Club lenti í öðru sæti í forkeppninni og varð að lúta í lægra haldi fyrir eurobandinu. rættist Úr brostnum draumi björgvin Halldórsson tók þátt í söngvakeppni sjónvarpsins árið 1986 með lagið Ég lifi í draumi. Það var hins vegar Icy-hópurinn sem sigraði eftirminnilega með laginu gleðibankinn en eurovision-kempan eiríkur Hauksson var í öðru sæti með lagið Þetta gengur ekki lengur og svo bó í því þriðja með Ég lifi í draumi. Þó svo að draumur björgvins um að verða fyrsti keppandi Íslands í eurovision hafi ekki ræst voru vinsældir lagsins í kjölfarið algjör draumur. Lagið hefur lifað góðu lífi alla tíð síðan. ópErulagið söngkonan regína Ósk stimplaði sig inn í hjörtu Íslendinga með lagið Þér við hlið árið 2006 með gríðarlega flott lag sem náði þó ekki hærra en annað sætið þar sem skrípadrottningin silvía Nótt þótti vinsælli. Lagið er þekkt sem „óperulagið“ en það eru fáar söngkonur sem hafa sýnt sinn styrk á slíkan hátt og hún. regína sat ekki lengi auðum höndum, gekk í eurobandið, lærði euro- vison-formúluna og fór út fyrir hönd okkar í fyrra. Óperulagið hennar lifir samt lengur. bEljurokk af bEstu gErð Það eru margir sem gráta það enn að lagið eurovísa með hafnfirsku rokksveitinni botnleðju hafi ekki unnið söngvakeppni sjónvarpsins 2003. Þremenningarnir slógu í gegn með kraft- miklu rokklagi sem var á skjön við flest annað sem áður hafði verið í keppninni. ekki nóg með það heldur voru þeir íklæddir beljubúningum. Það var hins vegar óskabarn þjóðarinnar á þeim tíma, birgitta Haukdal, sem sigraði í keppninni með laginu Open Your Heart. birgittu gekk þó mjög vel og endaði í áttunda sæti keppninnar og tryggði Jónsa þátttökurétt árið eftir. mynd billi sólEy Eldist vEl barnastjarnan Katla María og söngvasjarm örinn björgvin Hall- dórsson fluttu saman lagið sóley í undank eppni eurovision árið 1990. Lagið hafnaði í fjórða sæti en he fur þó náð að lifa vel í minningunni og má segja að gæði lag sins og fallegur flutningur björgvins og Kötlu hafi tryggt þ ví líf. Viðlagið er grípandi og gott og má enn í dag heyra fó lk á öllum aldri raula með textanum : „sóley, sóley mín vo n og trú.“ laut í lægra haldi fyrir stjórninni Árið 1992 tók söngvarinn og útvarps- maðurinn vinsæli, bjarni arason, þátt í undankeppni eurovision með lag Jóhanns Helgasonar, Karen, við texta eftir björn björnsson. Lagið sem enn er talið meðal þeirra bestu og langlífustu sem komið hafa fram í undankeppni eurovision varð að lúta í lægra haldi fyrir lagi siggu beinteins og stjórnarinnar sem mættu með lagið Nei eða já (time after time) og keppti síðan fyrir okkar hönd þar sem það hafnaði í 7. sæti keppninnar. fjölhæf söngkona „Þetta hafðist, og hélt ég þó að við myndum ekki ná inn,“ sagði Heiða eiríksdóttir kennd við hljómsveitina unun á bloggsíðu sinni eftir að hafa flutt lagið Ég og heilinn minn eftir dr. gunna í undankeppni eurovision árið 2007. atriði Heiðu gleymist seint enda var söngkonan skreytt gylltum samfestingi frá toppi til táar. Það sem einnig þótti eftirtektar- vert við þátttöku söngkonunnar í söngvakeppninni var að á sama tíma barðist hún fyrir sæti í suðurkjördæmi fyrir Vinstri hreyfinguna - grænt framboð. geri aðrir betur. rokkarar mEð gÚmmíhanska Í langri og strangri undankeppni eurovision á síðasta ári var eitt gríðarlega rokkað og frábrugðið lag, samið af dr. gunna. Lagið Hvar ertu nú? sem hljóm sveitin dr.spock flutti svo eftirminnilega náði þó e kki að tryggja sér fyrsta sætið í forkeppninni heldu r hafnaði það í þriðja sæti keppninnar. Lagið náði þó miklum vinsældum á útvarpsstöðv - um og lifði vel langt fram á síðasta sumar. ek i áfram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.