Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Blaðsíða 20
föstudagur 13. febrúar 200820 Helgarblað Myndi hlaupa niður laugaveginn trítilóð Hvaða Eurovision-lag finnst þér eftirminnilegast? „Ég held það sé bara gleðibankinn. Ég heyrði í gær að þau voru víst öll með gælunöfn. erik, Helga og tony. Mér fannst það best að Pálmi var tony.“ Hvers vegna hefur Ísland aldrei unnið Euro- vision? „rétta atriðið hefur ekki verið sent út.“ Hvernig muntu fagna sigrinum ef þú vinnur um helgina? „Ég hleyp niður Laugaveginn alveg trítilóð.“ Ef þú fengir að ráða, hvern myndirðu senda út fyrir Íslands hönd? „Ég myndi vilja senda hljómveit-ina trabant eða Megas.“ Got no lovE lag: örlygur smári texti: örlygur smári & sigurður Jónsson Flytjandi: elektra- Hildur Magnúsdóttir Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins ráðast um helgina. Sigurvegarinn mun koma fram í Eurovision-söngva- keppninni fyrir Íslands hönd í Rússlandi í maí. DV tók keppendurna átta tali og spurði þá spjörunum úr. Færi úr að oFan og Flippaði í beinni Hvaða Eurovision-lag finnst þér eftirminnile gast? „Þýska lagið Wadde hadde dudde da er mér mjög ef tirminnilegt.“ Hvers vegna hefur Ísland aldrei unnið Eurov ision? „af því að við erum hérna lengst norður í hafi og eflaust ekki nógu tengd því sem er að gerast í eurovision annar s staðar. Það má þó ekki gleyma árangri selmu björnsdóttur h érna um árið. Þá vorum við nálægt sigrinum sæta.“ Hvernig muntu fagna sigrinum ef þú vinnur um helgina?„Ætli ég fari ekki úr að ofan og flippi svo lítið í beinni. svo er aldrei að vita nema að ég gefi ragnhild i steinunni einn góðan koss.“ Ef þú fengir að ráða, hvern myndirðu senda út fyrir Íslands hönd? „Á þessu ári myndi ég án efa vilja senda sjálfan mig, ég er svolítið spenntur að sjá hvernig kúr ekafílingurinn leggst í heiminn. “ Easy to Fool lag: torfi Ólafsson texti: Þorkell Olgeirsson Flytjandi: arnar Jónsson auk edgars, sverris og Ólafs. tæki þessu aF hógværð Hvaða Eurovision-lag finnst þér eftirminnilegast? „Held að það sé Carolu-lagið þegar hún vann.“ Hvers vegna hefur Ísland aldrei unnið Eurovision? „Við höfum aldrei verið nógu sexí.“ Hvernig muntu fagna sigrinum ef þú vinnur um helgina?„Ég mundi fagna honum eins og hverjum öðrum degi. Þakka fyrir daginn, taka þessu með hógværð og slökkva á símanum.“ Ef þú fengir að ráða, hvern myndirðu senda út fyrir Íslands hönd? „geir Ólafs.“ tHE kiss wE nEvEr kissEd lag: Heimir sindrason texti: ari Harðarson Flytjandi: edgar smári ógeðslega Mikill ís í sigurverðlaun Hvaða Eurovision-lag finnst þér eftirminnilegast? „Þegar einar Ágúst fór út með thelmu og þegar Olsen-bræðurnir kepptu fyrir dani. síðan er Waterloo með abba alltaf eftirminnilegt þó svo að ég hafi ekki verið fædd þegar það var.“ Hvers vegna hefur Ísland aldrei unnið Euro- vision? „Klíkuskapur, pottþétt.“ Hvernig muntu fagna sigrinum ef þú vinnur um helgina? „borða ógeðslega mikinn ís.“ Ef þú fengir að ráða, hvern myndirðu senda út fyrir Íslands hönd?„regínu Ósk, friðrik Ómar, Heru björk, Pál rósinkrans og marga fleiri. sem sagt einhvern af hágæðasöngvurunum okkar. Ég hvet fólk líka til að kjósa alvöru söngvara um helgina.“ is it truE lag: Óskar Páll sveinsson texti: Óskar Páll sveinsson Flytjandi: Jóhanna guðrún Jónsdóttir vill senda herbert guðMunds Hvaða Eurovision-lag finnst þér eftirminni- legast? „Hugsa að það sé sókrates með sverri stormsker og stefáni Hilmars.“ Hvers vegna hefur Ísland aldrei unnið Eurovision? „Ætli það sé ekki bara því við erum alltof fámenn og einangruð.“ Hvernig muntu fagna sigrinum ef þú vinnur um helgina? „Ég fer beint að spila á þorrablóti þegar keppnin er búin.“ Ef þú fengir að ráða, hvern myndirðu senda út fyrir Íslands hönd? „Við höfum aldrei unnið. Það væri gaman að prófa eitt - hvað nýtt og senda Herbert guðmundsson eða jafnvel geir Ólafs.“ undir rEGnboGann lag: Hallgrímur Óskarsson texti: eiríkur Hauksson Flytjandi: Ingólfur Þórarinsson lyGin Ein lag: albert g. Jónsson texti: albert g. Jónsson Flytjandi: Kaja Halldórsdóttir Myndi senda eMilíönu Hvaða Eurovision-lag finnst þér eftirminnilegast? „Ja, bestu lögin alla vega að mínu mati sem ekki hafa komist áfram eru sá þig eftir sem Þórey Heiðdal flutti í keppninni árið 2003 og segðu mér sem Jónsi söng fyrir tveimur árum.“ Hvers vegna hefur Ísland aldrei unnið Eurovision? „Við erum bara eitthvað vanmetin. Ég held að þetta sé ekki spurning um samsæri austur-evrópuþjóða. Kannski þurfum við bara að senda betri lög.“ Hvernig muntu fagna sigrinum ef þú vinnur um helgina? „Ég myndi örugglega fara út á tjúttið. en ég myndi samt hvort eð er gera það!“ Ef þú fengir að ráða, hvern myndirðu senda út fyrir Íslands hönd? „Ætli það sé ekki bara emilíana torrini. Hún myndi samt örugglega aldrei gera það. Og þá bara taka eitthvað gamalt og gott eftir sjálfa sig.“ þátttakan skiptir Mestu Máli Hvaða Eurovision-lag finnst þér eftirminnilegast? „Það er lagið Nocturne, framlag Noregs í eurovision árið 1995. Það er bara fallegasta melódía í lagi ever og sigraði einmitt í eurovsion-keppninni.“ Hvers vegna hefur Ísland aldrei unnið Eurovision? „Það gæti verið tengt því að landið er svo lítið og hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá er mjög mikil pólitík í þessari keppni. annars er þetta ekki allt bara spurning um að vinna heldur skiptir mestu máli að taka þátt.“ Hvernig muntu fagna sigrinum ef þú vinnur um helgina? „Ég myndi safna saman fólkinu sem er búið að vera með mér í þessu eurovision-ferli og fara út að borða.“ Ef þú fengir að ráða, hvern myndirðu senda út fyrir Íslands hönd? „Ég held að sverrir bergmann myndi gera góða hluti fyrir Íslands hönd, hann syngur svo fáránlega vel.“ i tHink tHE world oF you lag: Hallgrímur Óskarsson texti: Hallgrímur Óskarsson Flytjandi: Jógvan Hansen vornótt lag: erla gígja Þorvaldsdóttir texti: Hilmir Jóhannessen Flytjandi: Hreindís Ylva garðarsdóttir Holm eurovision FraM yFir barnatíMann Hvaða Eurovision-lag finnst þér eftirminnilegast? „Þegar selma björns söng all Out of Luck. Þetta var í fyrsta skipti sem ég var ein heima að kvöldi til.“ Hvers vegna hefur Ísland aldrei unnið Eurovision? „Höfum við nokkurn tímann sent rétt lag á réttum tíma?“ Hvernig muntu fagna sigrinum ef þú vinnur um helgina? „Ég held að það yrði mjög sérstakt að sigra því ég er mjög mikill eurovision-aðdáandi. Ætli ég héldi ekki upp á sigurinn með vinum og ættingjum.“ Ef þú fengir að ráða, hvern myndirðu senda út fyrir Íslands hönd? „Ég var ofboðslega ánægð með framlag okkar í fyrra. Hef mikla trú á regínu. Ég myndi senda flotta söngkonu með flott lag, eins og ragnheiði gröndal eða eivöru.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.