Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Blaðsíða 25
Þ egar maður á sér draum um framtíðina þarf mað- ur að fórna ýmsu. Ég hef frá 9 ára aldri verið und- ir mikilli pressu og þurft að vaxa hratt úr grasi, enda segja sumir að ég hagi mér eins og gömul kerling,“ segir söngkon- an Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem að sló í gegn aðeins níu ára gömul. Það hefur margt breyst síðan þá og nú er litla stelpan með kraftmiklu röddina orðin að glæsilegri söng- konu. Hún hefur vakið mikla athygli undanfarið í ögrandi hlutverki sínu sem Madonna í samnefndri sýn- ingu á Broadway. Þá komst hún í úr- slit Söngvakeppni Sjónvarpsins eins og að drekka vatn og til alls líkleg í keppninni. En skemmtanabransinn er eng- inn dans á rósum eins og Jóhanna orðar það sjálf og hefur hún þurft af hafa mikið fyrir sínu. Einmana- leikinn var stundum skammt undan þegar hún var á flakki um heiminn og því fékk Jóhanna að kynnast þeg- ar hún veiktist mikið þegar hún bjó ein í Kaupmannahöfn á síðasta ári. Jóhanna hefur þó alltaf haft gott fólk í kringum sig sem hefur hjálpað henni að ná markmiðum sínum. Söng fyrstu orðin „Ég byrjaði að syngja áður en ég byrjaði að tala,“ segir Jóhanna sem er fædd í Danmörku árið 1990 og bjó þar fyrstu tvö ár ævi sinnar. „Það kom aldrei neitt annað til greina hjá mér en að syngja og ég hafði alltaf mjög mikinn áhuga á því að syngja fyrir aðra. Alveg frá því að ég var pínulítil.“ Jóhanna fluttist svo til Ís- lands með fjölskyldu sinni og bjó í Reykjavík til átta ára aldurs. „Þá flutti ég til Hafnafjarðar og hef búið þar síðan.“ Það var um þetta leyti sem söng- ferill Jóhönnu hófst. „Þegar ég var átta ára tók ég þátt í söngvakeppni sem María Björk stóð fyrir en hún er umboðsmaðurinn minn í dag. “ Jó- hanna var ein af um það bil hundr- að krökkum sem tóku þátt en hún lenti í sjötta sæti í keppninni sjálfri. „Maríu leist vel á mig og ég fór í söngnámskeið hjá henni í kjölfarið,“ en María Björk hefur rekið Söng- skóla Maríu Bjarkar síðan árið 1993. Sigga Beinteins hefur kennt við skól- ann síðan 1997 og nú er Jóhanna sjálf farin að kenna þar. „Skömmu seinna fórum við að vinna að fyrstu plötunni minni sem hét Jóhanna Guðrún 9 og kom út þegar ég var níu ára.“ Athyglin truflaði ekki Í kjölfarið á plötunni sló Jóhanna rækilega í gegn og hljómuðu lög hennar á útvarpsstöðvum um allt land. Ári seinna gaf Jóhanna svo út plötuna Jóhanna Guðrún: Ég sjálf sem var ekki síður vinsæl. Þegar hún var tólf ára kom út platan Jól með Jóhönnu og jafnframt hennar þriðja plata. „Mér fannst athyglin alltaf nokkuð eðlileg því ég þekkti lítið annað. Þetta var það sem ég vildi og stefndi að.“ Jóhanna þakkar það öllu því góða fólki sem hún hafði í kring- um sig að athyglin hafi ekki stigið henni til höfuðs eða haft neikvæð áhrif á æsku hennar. „Það var svo mikil jákvæðni í kringum mig og ég upplifði þetta eftir því. Foreldr- ar mínir studdu mig alltaf hundr- að prósent sem og bræður mínir og fjölskylda.“ Jóhanna segir líka Maríu Björk alla tíð hafa reynst sér mjög vel. „Hún passaði mjög vel upp á mig og að ekkert færi úr- skeiðis hjá mér.“ Þó svo að skólaganga Jóhönnu hafi ekki verið með hefðbundnum hætti út af tónlistinni voru aldrei nein vandamál sem fylgdu frægð- inni. „Ég átti alltaf mikið af vinum og það voru aldrei nein vandamál í skólanum. Auðvitað er alltaf ein- hver aukaleg athygli og einhver slæm athygli sem fylgir þessu en ég náði alveg að útiloka hana.“ Barnastjörnustimpillinn Þegar Jóhanna komst á unglings- árin tók hún sér meðvitað frí frá sviðsljósinu. „Það var meðvituð ákvörðun að draga mig í hlé á með- an ég væri að þroskast og þróa mig sem söngkona. Það var sameig- inleg ákvörðun Maríu og foreldra minna að ég myndi taka mér þetta frí og snúa aftur þegar ég væri til- búin.“ Jóhanna segir ástæðuna ekki síst hafa verið þá að hún vildi ekki brenna út sem barnastjarna. „Ég er mjög heppin að hafa fengið þennan tíma til þess að þróa mig og vinna í mínum málum. Maður vill auðvitað ekki að barnastjörnu- stimpillinn festist við mann og ég er meira að segja ennþá með hann svolítið á mér. Það er rosalega erfitt að losna við hann og ég vildi ekki að fólk myndi alltaf sjá mig sem litlu stepluna með tíkóið. Það er mjög oft sem fólk brennur upp í tónlistinni og nær ekki að losa sig við þennan stimpil.“ Jóhanna segist þó skilja vel að fólk tali um hana sem barnastjörnu og tekur það ekki nærri sér. „Það er ekkert feimnismál fyrir mér að vera kölluð barnastjarna. Ég skil það vel enda man fólk auðvitað eftir mér mjög ungri að syngja. Ég er hins vegar orðin fullorðin núna, ég er að verða 19 ára, og það getur verið svekkjandi þegar maður er í viðtali og á forsíðunni stendur „Barna- stjarnan Jóhanna Guðrún“.“ Ekkert frí Þó svo að Jóhanna hafi tekið sér frí frá kastljósinu í nokkur ár er langt frá því að söngkonan unga hafi set- ið heima aðgerðarlaus. „Ég var á fullu. Ég var inn í stúdíói nánast all- an tímann að taka upp, æfa mig og þróa sönginn.“ Jóhanna segir þetta hafa verið mikilvægan tíma til þess að vinna í sjálfri sér og þróa sig sem listamann. „Það tekur mjög langan tíma fyr- ir tónlistarmenn að þróa sig, finna rétta tóninn og réttu stefnuna. Töl- um nú ekki um ef þú ert svona ungur. Annars eru tónlistarmenn í stöðugri þróun og ég er ennþá ekk- ert með hundrað prósent hvað ég vil gera í tónlistinni. En ég fékk mjög gott svigrúm til þess að finna mig og það er það sem skipti mestu máli.“ föstudagur 13. febrúar 2009 25Helgarblað Framhald á næstu opnu Jóhanna Guðrún Keypti hest fyrir ágóðann af fyrstu plötu sinni þegar hún var níu ára. Mynd JoSEph hEnry rittEr „Ég er mjög heppin að hafa fengið þenn- an tíma til þess að þróa mig og vinna í mínum málum. maður vill auðvitað ekki að barnastjörnustimpillinn festist við mann og Ég er meira að segja ennþá með hann svolítið á mÉr.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.