Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Blaðsíða 30
KR miKlu fljótaRa
„Þetta verður erfitt fyrir Stjörnuna.
Ef KR-vélin virkar verður erfitt fyrir
Stjörnuna að hanga lengi í henni. Ef
breiddin hjá KR nýtist og Jón og Jakob
spila vel verður þetta enn erfiðara
fyrir Stjörnuna.. En aftur á móti eru
Stjörnumenn búnir að vera að spila
glimrandi vel og eru fullir sjálfstrausts.
Leikur þeirra í Ásgarði fyrr á tímabilinu
var náttúrulega hörkuleikur. Til að
vinna verður hraði Stjörnunnar að
vera í lagi. Hún verður að stjórna
hraðanum algjörlega því KR-liðið er
miklu fljótara en Stjarnan. Ef það er
einhver sem getur haldið hraðanum
niðri og tekið leikinn til sín er það Just-
in Shouse hjá Stjörnunni. Hann verður
að eiga skínandi leik ef Stjarnan ætlar
að eiga möguleika.“
Klukkan 14.00 á sunnudaginn hefja
Íslandsmeistarar Keflavíkur leik
gegn KR í úrslitaleik Subway-bikars
kvenna. Tveimur klukkustundum
síðar, klukkan 16.00, reynir KR-lið-
ið, sem hefur gripið allar fyrirsagn-
ir ársins í karlaflokki, að vinna sinn
fyrsta „alvöru“ bikar þegar það mæt-
ir Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum.
Sannarlega leikir sem enginn körfu-
knattleiksáhugamaður má láta fram-
hjá sér fara.
KR búið að vinna Keflavík
Það stefndi ekki í spennandi leik hjá
konunum en þangað til fyrir viku
höfðu Keflavík og KR mæst tvisvar á
tímabilinu. Íslandsmeistarar Kefla-
víkur höfðu þar sigur í bæði skiptin
frekar örugglega. Íslandsmeistararn-
ir unnu með tólf stiga mun í fyrsta
leik liðanna 22. október, 72-60, og
rúlluðu svo yfir KR-stúlkur í DHL-
höllinni, 92-60, í byrjun desember.
Fjórða febrúar síðastliðinn mættust
liðin svo aftur eftir deildarskiptingu
í DHL-höllinni og hafði KR þá betur
með fjögurra stiga mun, 78-74. KR
hefur því sýnt að það getur unnið KR
og eins og allir vita getur allt gerst í
bikarleik.
Leiðirnar mismunandi
Leið KR í úrslitin hefur verið jafn-
mögnuð og spilamennska þess í ár.
KR tapaði sínum fyrsta leik í öllum
keppnum á mánudaginn var gegn
Grindavík en áður en að því kom
hafði liðið unnið sextán sigra í deild-
inni í röð. KR vann lið Grindavíkur,
Keflavíkur og Snæfells á leið sinni í
bikarúrslitin ásamt auðveldum sigri
á 1. deildar liði Fjölnis. Stjarnan fór
ansi létta leið í undanúrslitin. Sigraði
Mostra frá Stykkishólmi, 1. deildar
lið ÍBV og Vals en vann síðan góðan
sigur á Njarðvík á heimavelli í und-
anúrslitum.
Shouse mikilvægur
DV bað fjóra spekinga að fara yfir leik
KR og Stjörnunnar. Þá Val Ingimund-
arson, þjálfara Njarðvíkur og stiga-
hæsta leikmann Íslandsmótsins frá
upphafi, Hlyn Bæringsson, spilandi
þjálfara Snæfells og núverandi bik-
armeistara, Sigurð Ingimundarson,
þjálfara Íslandsmeistara Keflavíkur,
og Einar Árna Jóhannsson, þjálfara
spútnikliðs Breiðabliks í Iceland Ex-
press-deildinni.
Allir voru þeir sammála um að
Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörn-
unnar, væri sá maður sem þyrfti að
eiga stórleik ætlaði Stjarnan sér að
eiga möguleika í KR-liðið. Hún verð-
ur þó að passa eð einblína ekki aðeins
á hann því þá á Stjarnan ekki glætu,
segir einn spekingurinn. KR-liðið er
miklu fljótara og verður Stjarnan að
stjórna hraðanum í leiknum. Í því
eru fáir betri en Shouse, segir Valur
Ingimundarson.
föSTudaguR 13. fEbRúaR 200930 Sport
Kimi helduR áfRam að Ralla finnski formúlu 1-ökuþórinn
Kimi Raikkonen ætlar að taka þátt í sínu öðru ralli síðar í mánuðinum. Ra-
ikkonen, sem varð heimsmeistari í formúlu 1 árið 2007, tók þátt í sínum fyrsta
rallakstri um daginn og stóð sig með mikilli prýði. Hann mun nú taka þátt í Vak-
una-rallinu sem er partur af finnska meistaramótinu. Mótið er haldið stuttu eftir
að ferrari prufukeyrir nýja bílinn sinn í barein og þarf Kimi því að vera snöggur til
heimalandsins. Hann mun þó þurfa samþykki frá yfirmönnum ferrari til að fá að taka
þátt í keppninni. Rallið virðist hafa góð áhrif á Kimi sem hefur oftar en ekki lítið gefið af
sér. Hann hefur misst þó nokkur kíló og hefur hætt allri áfengisdrykkju.
uMSJón: TóMaS ÞóR ÞóRðaRSon, tomas@dv.is / SVEinn WaagE, swaage@dv.is
„KR hefuR eKKeRt
uNNið eNNÞá“
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Aðeins einn sigurveg-
ari fyrirliðarnir halda
þétt um bikarinn en
aðeins annar tekur hann
heim á sunnudaginn.
MYND HEIÐA HELGADÓTTIR
Það er bikarúrslitahelgi í körfunni. Á sunnudaginn leika Keflavík og KR í kvennaflokki
og Stjarnan mætir KR hjá körlunum. KR er töluvert sigurstranglegra hjá körlunum en
hefur þó ekkert unnið ennþá eins og einn af fjórum sérfræðingum sem DV ræddi við
bendir á.
Justin Shouse
Leikstjórnandi Stjörnunnar
verður að eiga stjörnuleik
að mati sérfræðinganna.
MYND HEIÐA HELGADÓTTIR
miKið muN
ReyNa á ShouSe
„Stjarnan á ekki mikla möguleika. Það
verður að segjast alveg eins og er. Hins
vegar bendi ég á að þeir lentu í hörku-
leik í garðabænum fyrir áramót þannig
að Stjarnan getur alveg keppt við KR.
Ef Stjarnan á að vinna verður hún að
eiga mjög góðan dag og KR aftur á
móti ekki. Ef KR spilar sinn besta leik
þá vinna þeir. Shouse er mjög góður
og stemningskall. Hefur það fram yfir
marga Kana að hann getur drifið liðið
með sér og gæti þannig hjálpað þeim
eitthvað. Shouse þarf að passa sig á
að lenda ekki í villuvandræðum. Það
mun reyna mikið á hann bæði í vörn
og sókn. Hann verður að eiga frábæran
leik en það er ekki víst að það dugi
einu sinni.“
KR hefuR eKKeRt
uNNið eNNÞá
„Stjarnan á möguleika og meira en
það. KR hefur ekkert unnið ennþá þó
því hafi gengið vel í byrjun. Stjarnan
hefur spilað vel eftir áramót og í liði
hennar eru þrír leikmenn sem hafa orð-
ið bikarmeistarar en hjá KR er aðeins
einn sem hefur orðið bikarmeistari.
Það vegur þungt í þessum leikjum.
Vissulega lítur KR-liðið betur út en það
er ekkert pottþétt í þessu. Stjarnan
verður að einblína sem minnst á að
þetta sé í fyrsta skiptið sem liðið leikur
bikarúrslitaleik. Það verður bara að
mæta og hafa gaman af þessu, þá eiga
Stjörnumenn séns. Jovan Zdravski og
Justin Shouse þurfa að eiga stórleik
báðir. Liðið má samt ekki detta í það að
leita bara að þeim tveimur í leiknum.
Þá á Stjarnan ekki glætu í þetta.“
ÞuRfa SiNN beSta
leiK á feRliNum
„Hann er langsóttur möguleiki
Stjörnunnar en hann er til staðar.
Stjarnan er á miklu skriði og þú ferð
ekki með mikið meira sjálfstraust inn
í bikarúrslitaleik heldur en Stjarnan
hefur núna. Það eitt og sér er hið
fínasta vopn. Þeirra styrkleiki liggur
annars vegar í að Justin sé töluvert
mikið með boltann og að bakverðirnir
skjóti vel fyrir utan. Til þess að vinna
KR þarf Stjarnan að eiga sinn besta
leik á ferlinum. Ef KR spilar mjög vel
aftur á móti er þetta dautt mál. Ég
held líka að KR haf haft hressilega
gott af því að tapa þessum leik gegn
grindavík í vikunni. Stjarnan er þó
með það ofarlega í huga að hún vann
grindavík þannig að Stjörnumenn
hafa eflaust trú á þessu.“
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari breiðabliks: Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur: Hlynur Bæringsson, þjálfari Snæfells: Valur Ingimundarson, þjálfari njarðvíkur: