Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Blaðsíða 36
„Hugmyndin að Kaffi Loka fædd- ist árið 2005 þegar við hjónin héld- um ljósmyndasýningu í Hallgríms- kirkju en við höfum tekið myndir af kirkjunni í öllum veðrum undan- farin fimmtán ár,“ segir Hrönn Vil- helmsdóttir sem rekur Kaffi Loka ásamt eiginmanni sínum Þórólfi Antonssyni aðspurð hvernig hug- myndin að kaffihúsinu kom til. „Við sýndum yfir áttatíu mynd- ir af kirkjunni og það komu yfir tíu þúsund gestir á sýninguna yfir sum- arið, átta þúsund þeirra kvittuðu í gestabókina okkar og höfðu margir orð á því að það hefði nú verið nota- legt að geta tyllt sér með kaffibolla eða keypt minjagrip tengdan kirkj- unni. En engin slík aðstaða var fyrir hendi.“ Þau hjónin fóru því að ræða málin og voru sammála því að þarna vantaði huggulega aðstöðu þar sem fólk gæti fengið sér kaffi og með því. Hrönn og Þórólfur stöldruðu ekki lengi við hugmyndina heldur létu verkin tala. Haustið sama ár fundu þau draumahúsnæði til verksins beint á móti kirkjunni eða á Loka- stíg 28. „Draumurinn rættist.“ Ekki gekk þetta þó eins og þau hjónin höfðu óskað sér því tvö og hálft ár tók að fá rekstrarleyfi þar sem nágrannarnir óttuðust hávaða- mengun út frá staðnum, en allt gekk upp að lokum. „Við vorum sannfærð um að hugmyndin væri alveg brillj- ant og biðum því þolinmóð þennan tíma; þetta átti að gerast. Við seld- um bara húsið okkar og fluttum inn á meðan við tókum allt í gegn.“ Nýlega opnuðu þau hjónin svo loks draumakaffihúsið sitt, Kaffi Loka, þar sem heimilisleg og nota- leg stemning ræður ríkjum. Íslensk- ur heimilismatur er í boði, list á veggjum og einnig er hægt að kaupa minjagripi sem tengjast Hallgríms- kirkju. „Bóndinn bakar flatkökur, rúg- brauð, speltbeyglur og fleira. Einnig bökum við pönnukökur dag hvern. Í hádeginu bjóðum við upp á ís- lenska kjötsúpu og svo leggjum við mikið upp úr smurbrauði með ís- lensku ívafi, rúgbrauði með plokk- fiski, flatkökum með laxi eða sviða- sultu og fleira í þeim dúr.“ Kaffi Loka hefur verið tekið ein- staklega vel af túristum en ekk- ert síður af Íslendingum að sögn Hrannar. Það er þó fleira sem þau hjón- in aðhafast í þessu huggulega húsi því á neðstu hæð hússins er versl- unin Textílkjallarinn til húsa en þá verslun hefur Hrönn rekið um ára- bil við miklar vinsældir. Í risi húss- ins búa svo þau hjónin, það má því með sanni segja að stemningin sé heimilisleg á Lokastíg 28. „Ég hleyp á milli hæða, það skapar bara nota- lega stemningu og það er einmitt það sem við lögðum upp með.“ Kaffi Loki er opnað klukkan tíu á morgnana og lokað klukkan sex. Einnig er opið um helgar og þá er hægt að gæða sér á alíslensk- um helgarverði. „Hér heitir þetta ekki brunch heldur helgarverð- ur og inniheldur hann flott brauð, lummur eða pönnukökur og fleira góðgæti.“ Á meðan gestir staðar- ins gæða sér á eðalveitingum njóta þeir einnig fallegra verka sem þekja veggina þar sem listamenn geta haldið sýningar á þessu huggulega kaffihúsi. kolbrun@dv.is föstudagur 13. febrúar 200936 Lífsstíll Kaffi beint frá bóndanum fyrir þá sem vilja fá sér góðan kaffibolla er um að gera að kíkja á Café Haiti í tryggvagötunni. Þetta litla, fallega kaffihús selur eðalkaffi hvaðanæva úr heiminum, en kaffið er keypt beint frá bændunum. Þetta kallast sangjörn viðskipti en er oftast þekkt sem fair trade. Óhætt er að segja að fólk njóti kaffibollans betur ef það veit að það er að gera góðverk í leiðinni. Pottréttir og súpur eru oftast hollur matur, enda innihalda flestar upp- skriftir talsvert magn grænmetis og oft eru baunir notaðar í bæði pott- rétti og súpur. Matur af þessu tagi hentar því sérlega vel fyrir sykursjúka einstaklinga og aðra sem kjósa að neyta trefjaríks og holls matar. Þessa gómsætu, sykurlausu súpuuppskrift má finna í nýjasta tölublaðið Gest- gjafans. 700 g lambakjöt, magurt 5 msk. olía 2 laukar, saxaðir 3 hvítlauksrif, söxuð 300 g kastaníusveppir, gróft skornir 1 rauð paprika, skorin í strimla 1 gul paprika, skorin í strimla 1 tsk. kóríanderduft 1 tsk. kummin-duft ½ tsk. cayenne-pipar 350 g grænmetissoð 1 krukka kjúklingabaunir 300 g paprikumauk í krukku 1 msk. tómatmauk 1 msk. dijon-sinnep svartur, nýmalaður pipar salt skerið kjötið niður í strimla og fitu- hreinsið það vel. Hitið tvær matskeiðar af olíu á pönnu, saltið og piprið kjötið og steikið síðan á pönnunni í u.þ.b. 5 mínútur eða þannig að það brúnist vel. takið kjötið af pönnunni og setjið á disk með eldhúspappír og setjið til hliðar. Hitið nú restina af olíunni í stórum potti og steikið laukinn þar til hann er orðinn glær en passið að brúna hann ekki . setjið svo hvítlaukinn og sveppina út í og látið steikjast í 2-3 mínútur, bætið þá paprikunum út í, stundum getur þurft að bæta aðeins olíu við. Látið blönduna malla í u.þ.b. 5 mínútur. setjið nú kryddið út í ásamt soðinu, papriku- maukinu, tómatmaukinu, sinnepinu og kjúklingabaununum. Látið allt malla við vægan hita í u.þ.b. 10 mínútur, setjið þá kjötið út í og látið sjóða 10 mínútur í viðbót. bætið við meira vatni ef þarf. bragðbætið með pipar og salti eftir þörfum. berið fram með fersku salati og grófu brauði eða hrísgrjónum. Í þennan rétt má í raun nota hvaða kjöt sem er svo lengi sem það er magurt og einnig má sleppa kjöti og setja meira grænmeti þess í stað. Í BOÐI GESTGJAFANS PaPriKuPottréttur umsjÓn: koLbrún páLÍna HeLgadÓttir, kolbrun@dv.is matur fyrir húðina mataræði hefur mikið að segja fyrir útlit og líðan. slæmt líferni sést yfirleitt fyrst á húðinni. til eru fæðutegundir sem virka sérstaklega vel á húðina þar sem þær eru fullar af andoxunarefnum. Hafrar Hafrar eru auðugir af kalsíum, magnesíum, e-vítamíni, b-vítamíni, prótíni og mörgu fleiru. Þeir eru bæði góðir fyrir húðina sem og til að draga úr streitu upp á. engin furða að manni sé ráðlagt að borða þá í morgunmat. avókadó avókadó (lárpera) er stútfullt af andoxunarefnum, vítamínum og góðum fitusýrum. Þá er avókadó einnig besta vopnið gegn hrukkunum. fífill Það er ekki verið að tala um að fara út og tína fífla í garðinum en fíflablöð sem notuð eru í te eru frábær til að hreinsa eiturefni úr líkamanum. Melónur Hvort sem þú vilt vatnsmelónur eða cantaloupe-melónur eru þær frábærar til að hressa líkamann. best er að fá sér þær fyrst á morgnana til að nýta andoxunarefnagjöfina sem best. Millet Þessi korntegund er ein af þeim mikilvægustu í heimi. Hún er prótínrík, trefjarík, fitusnauð, b- vítamínrík og járnrík. afskaplega góð fyrir húð, tennur, augu og neglur. feitur fiskur Það er staðreynd að feitur fiskur er hollur fyrir líkamann en fólk veltir eflaust fyrir sér hvaða fiskur telst til þeirra feitu. bættu laxi, silungi, sardínum og makríl, svo eitthvað sé nefnt, í innkaupakörfuna. Graskersfræ að bæta handfylli af graskersfræj- um út í morgunmúslíið er ein auðveldasta leiðin til að fegra húðina. Jarðarber jarðarber eru auðug af járni og og frábær til að hreinsa líkamann. Þau bragðast dásamlega og eru hollust ef maður borðar þau ein og sér en ekki með sykri eða rjóma. vatnakarsi frábær salattegund sem er full af a- og C-vítamíni. Hann virkar einnig eins og sýklalyf þar sem hann er græðandi fyrir húðina. baunaspírur ein næringarríkasta og hreinasta fæða sem til er. Þær eru tilvaldar út í salat, á samlokur og í austurlenska rétti. frábær leið til að gera matinn hollari. draumurinn rættist Árið 2005 fengu þau Hrönn vilhelmsdóttir og eiginmaður hennar, Þórólfur antons- son, hugmynd að kaffihúsi sem þau voru sannfærð um að myndi virka vel. Þrátt fyrir smávægilegar hindranir og tafir gáfu þau hugmyndina aldrei upp á bátinn. Í dag reka þau heimilislegt kaffihús á Lokastíg 28 sem ber heitir kaffi loki og bjóða upp á alís- lenskan mat og bakkelsi. Heimilisleg stemning Hrönn leggur mikið upp úr því að stemningin sé heimilisleg á kaffi Loka. Mynd Heiða HelGadóttir íslenskt og gott á kaffi Loka má gæða sér á íslensku og góðu smurbrauði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.