Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Blaðsíða 31
föstudagur 13. febrúar 2009 31Sport
Hiddink lengur Hjá CHelsea? guus Hiddink, nýráðinn þjálfari
enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, gaf það út um leið og hann var ráðinn að
það væri aðeins tímabundið. Hollendingurinn sagði ráðninguna vinargreiða
við rússneska auðjöfurinn roman abromovic og hann héldi áfram að stýra
rússlandi af fullum krafti þegar tímabilinu lyki. Í viðtali við sport express
stuttu eftir ráðninguna var komið annað hljóð í hann. „Við skulum ekkert
vera að spá of langt fram í tímann. Ég hef ekkert hugsað um að vera lengur
þar sem talað var um að þetta yrði einungis fram á sumarið. Þegar tímabilinu
lýkur skulum við ræða málin,“ segir guss Hiddink.
Ömmubakstur ehf.
Kársnesbraut 96a | 200 kópavogi | S: 545 7000
Veljum
íslenskt
gott í dagsins önn...
Ömmu
kleinur
Ömmu
spelt
flatkökur
Ömmu
flatkökur
„kr HeFur ekkerT
unniÐ ennÞá“ Swansea er þegar búið að tryggja sér ein frækilegustu úrslit bikarsins í ár, þegar liðið niðurlægði Portsmouth
á Fratton Park. Liðið fær Fulham í
heimsókn í fyrsta leik heilgarinnar.
Fulham lenti í kröppum dansi gegn
Kettering í síðustu umferð og verð-
ur að vera meira vakandi og viðbúið
gegn sjóðheitu Swansea-liðinu sem
er komið í 7. sæti Championship-
deildarinnar eftir gott gengi að und-
anförnu.
Erfitt á Ewood
Aron Gunnarsson og félagar í Cov-
entry fá talvert erfiðari andstæðinga
nú en síðast þegar liðið rétt marði ut-
andeildarliðið Torquay. Liðið sækir
nú heim Stóra Sam og sveina hans í
Blackburn á heimavelli þeirra Ewood
Park. Coventry er um miðja Champ-
ionship-deild og hefur átt sína spretti
í vetur en verður að sýna sínar bestu
hliðar gegn Blackburn sem lagði
Sunderland í síðustu umferð.
Boro undir hamarinn
Middlesbrough vann góðan útisig-
ur á toppliði Championship-deild-
arinnar, Wolves, í síðustu umferð
bikarsins en hefur verið arfaslakt í
deildinni á meðan andstæðingarn-
ir í 5. umferð, heimaliðið West Ham,
hefur verið í fantaformi. Liðin gerðu
1-1 jafntefli á heimavelli Boro í haust
en síðan hafa stórfljót runnið til sjáv-
ar. Falldraugurinn vofir Boro á með-
an Hamrarnir gera atlögu að Evr-
ópusæti. En bikarinn er ekki deildin
og fyrir Boro gæti árangur í þeirri
keppni bjargað tímabilinu.
Hidding í stúkunni
Hið sögufræga lið Watford hefur
átt betri tíma. Liðið stefnir niður í
1.deildina en sýndi klærnar í frækn-
um 4-3 sigri gegn Cristal Palace. Lið-
ið fær nú stórlið Chelsea í heimsókn í
síðasta leik laugardagsins. Hingað til
hefur tímabil heldur ekki verið neinn
dans á rósum fyrir Chelasea eins og
kunnugt er. Liðið mun mæta í þennan
leik undir stjórn aðstoðarþjálfarans
Rays Wilkins. Guus Hidding, nýráð-
inn stjóri Chelsea, verður í stúkunni.
Þetta verður athyglisvert. Watford er
á heimavelli, hefur engu að tapa en
leikmenn Chelsea verða að standa
sig frammi fyrir nýjum stjóra. Ef Wat-
ford heldur Chelsea niðri framan af
leik gæti þetta orðið fjör.
Stálinn stinn
Stórleikur 5. umferðar verður í Liver-
pool. Stuðningsmenn Everton hafa
málað borgina bláa eftir frækinn
sigur á Rauða hernum á Goodison
Park en liðið mun þurfa á öðrum
toppleik að halda til að sigra sjóð-
heitt Aston Villa sem mætir heima-
mönnum á sunnudaginn. Bæði lið
hafa staðið sig með stakri prýði und-
anfarið. Everton hefur klárað erfiða
leiki án framherja og Villa er komið
í bullandi toppbaráttu og er til alls
líklegt í vor. Eitthvað þarf undan að
láta í þessum leik og hægt verður að
lofa brjálaðri baráttu um allan völl.
Emile Heskey er í engu uppáhaldi
hjá Everton og mun leggja sig allan
fram til að hefna fyrir sína gömlu fé-
laga í borginni.
Golíat í heimsókn
Tilhlökkunin á Pride Park yfir komu
Englandsmeistara Manchester Un-
ited hlýtur að vera kvíðablandin.
Gestirnir virðast gjörsamlega ósigr-
andi þessa dagana, þrátt fyrir fjar-
veru Waynes Rooney. Heimamenn í
Derby eru aftur á móti miklar bikar-
hetjur og stóðu sig frábærlega gegn
United í undanúrslitum Deildarbik-
arsins. Getumunur liðanna er gríðar-
legur en Derby hefur sýnt það ásamt
öðrum minni liðum að lið geta spilað
langt yfir getu ef óbilandi kjarkur og
vilji er fyrir hendi. Sir Alex Ferguson
tekur FA-bikarinn alvarlega og mun
stilla upp alvöru liði gegn Derby sem
verður að eiga leik tímabilsins til að
eiga möguleika.
Endurtekið á Emirates
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, stillti
upp sínu sterkasta liði gegn 1.deildar
liði Cardiff á heimavelli velska liðsins
í fyrri leik liðanna en það dugði ekki
til og úrslitin markalaust jafntefli.
Seinni leiknum var síðan frestað en
er nú settur á mánudaginn. Cardiff
fór alla leið í úrslitin í fyrra og mun
berjast til síðasta manns í Lundún-
um en heimaliðið Arsenal, sem hefur
mikla bikarhefð, mun reyna að klára
þennan leik og komast sem lengst
í bikarnum til að bæta upp dapurt
gengi í deildinni.
SPENNANDI
BIKARHELGI
Línur munu skýrast eftir 5. umferð FA-bikarsins um helgina.
Eins og ávallt eru áhugaverðir leikir á dagskrá. Bikarhetjur úr
neðri deildum etja kappi við Úrvalsdeildarlið og tvö af sterkustu
liðunum á Englandi; Aston Villa og Everton, munu kljást í Bítla-
borginni.
Í banastuði gabriel
agbonlahor og félagar í
aston Villa mæta everton á
goodison Park.
FA-bikArleikir
helgArinnAr, 5. umFerð
laugardagur 14. febrúar
12:45 Swansea - Fulham
15:00 Blackburn - Coventry
15:00 Sheff. Utd - Hull
15:00 West Ham - Middlesbrough
17:30 Watford - Chelsea
Sunnudagur 15. febrúar
14:30 Everton - Aston Villa
16:30 Derby - Man. Utd
mánudagur 16. febrúar
19:45 Arsenal - Cardiff ( 4. umferð)
SvEinn waaGE
blaðamaður skrifar: swaage@dv.is